Fara í efni  

Bæjarráð

3385. fundur 10. október 2019 kl. 08:15 - 12:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

122. mál til umsagnar - frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta.

26. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

22. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara.

101. mál til umsagnar - frumvarp til laga um skráningu einstaklinga.

16. mál til umsagnar - frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla).

237.mál til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á framfæri athugasemdum Akraneskaupstaðar vegna frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

2.Brunabótafélag - aðalfundarboð fulltrúaráðs

1906105

Fundargerð aðalfundar Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands frá 20. september 2019.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Suðurgata 108 - verðmat, framkvæmdir, sala

1904136

Kynning á verðmati og greinargerð frá Gunnari Erni Sigurðssyni arkitekt.

ELA víkur af fundi og RBS tekur sæti á fundinum.
Bæjarfulltrúarnir VLJ og RBS samþykkja að undirbúið verði söluferli eignarinnar sem bundið verði tilteknum skilyrðum/kvöðum um endurbætur. Málið komi á ný fyrir bæjarráð áður en endanlega ákvörðun verður tekin. Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins til undirbúnings fyrir næsta reglulega fund ráðsins.

RÓ áréttar fyrri afstöðu sína um andstöðu við að húsið sé selt sbr. fund bæjarráðs nr. 3374 þann 16. maí síðastliðinn og er því á móti við atkvæðagreiðsluna nú.

4.Fjárhagsáætlun - viðauki

1909276

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 30. september 2019 fyrirliggjandi viðauka á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlum 2019 og vísar honum til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 14 við fjárhagsáætlun ársins 2019 og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

Viðaukinn felur í sér tilfærslur á milli verkefna en er án breytinga á heildarfjárhæð fjárfestinga í áætluninni.

5.Hleðslustöðvar á Akranesi - samstarf

1905206

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 30. september síðastliðinn reglur um styrki til hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir reglur um styrki vegna hleðslustöðva og vísar til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.

RBS víkur af fundi og ELA tekur sæti á fundinum á ný.

6.ÍA - rekstur, samskipti og samningur

1908011

Erindi Íþróttabandalags Akraness um endurskoðun á 9. gr. rekstarsamnings milli ÍA og Akraneskaupstaðar.

Hörður Helgason fulltrúi stjórnar ÍA og Valgerður Janusdóttir sviðsstjóri skóla- og frístundasvið taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fulltrúa ÍA fyrir komuna á fundinn og vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

Hörður Helgason og Valgerður Janusdóttir víkja af fundi.

7.Málefni HVE

1909246

Málefni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi.

Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir forstjóri HVE og Þura Björk Hreinsdóttir hjúkrunarforstjóri HVE taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Jóhönnu Fjólu forstjóra HVE og Þuru Björk hjúkrunarforstjóra HVE kærlega fyrir komuna á fundinn og veittar upplýsingar.

Jóhanna Fjóla og Þura Björk víkja af fundi.

8.Úttekt á Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2019

1909265

Drög að svari til Mannvirkjastofnunar vegna erindis stofnunarinnar frá 25. september síðastliðinn.
Bæjarráð samþykkir að svarið verði sent til Mannvirkjarstofnunar og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

9.Tré lífsins - Minningagarður

1909261

Erindi frá Tré lífsins um Minningargarð.
Bæjarráð þakkar erindið en getur því miður ekki orðið við því.

10.Bókasafn framtíðarinnar

1901099

Forstöðumaður menningar- og safnamála leggur fram tillögu um framtíðarsýn Bókasafns Akraness til ársins 2023.

Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menningar- og safnamála tekur sæti á fundinum undir þessum lið kl. 10:50
Bæjarráð samþykkir tillöguna en framvinda verkefnisins ræðst af fjárveitingum í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2020. Bæjarráð felur forstöðumanni menningar- og safnamála að vinna verkefnið áfram.

11.Rekstur og umsjón Bíóhallarinnar - útboð

1908314

Tillaga menningar- og safnanefndar um rekstur og umsjón Bíóhallarinnar.

Ella María situr áfram undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Vini hallarinnar ehf. á forsendum útboðsins.

Tilboðsgjafi var sá eini sem sendi inn tilboð og tilboðið uppfyllir ákvæði útboðssgagnanna.

12.HEIMA-SKAGI tónlistarhátíð

1910008

Erindi menningar- og safnanefndar um tónlistarhátíðina Heima-Skagi.

Ella María situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja tónlistarhátiðina samtals að fjárhæð kr 450.000,- Kostnaðinum verður mætt af liðnum 20830-5948.

Bæjarráð bendir forsvarsmönnum hátíðarinnar á að beina styrkbeiðni á árinu 2020 til Uppbyggingarsjóðs Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

13.Staða verkefna á Byggðasafninu í Görðum 2019 og 2020

1908220

Forstöðumaður menningar- og safnamála leggur fram minnisblað um nýja grunnsýningu Byggðasafnsins í Görðum.

Ella María situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarráð þakkar Ellu Maríu Gunnarsdóttur fyrir greinargóðar upplýsingar og komuna á fundinn.

Ella María Gunnarsdóttir víkur af fundi.

14.Nafngift á frístundamiðstöðinni við Garðavöll

1908323

Tillögur íbúa um nafn á Frístundamiðstöðinni við Garðavöll.
Bæjarráð þakkar bæjarstjóra fyrir þá vinnu sem innt hefur verið af hendi vegna verkefnisins. Bæjarráð óskar eftir áliti á framkomnum tillögum frá stjórn Golfklúbbsins Leynis og e.a. sjálfstæðum tillögum stjórnarinnar um nafngift á Frístundamiðstöðinni.

15.Fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023

1906053

Vinna við fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2021-2023.
Vinnu við gerð fjárhagsáætlunar verður framhaldið á aukafundi bæjarráðs mánudaginn 21. október næstkomandi.

16.OR - uppskipting ON

1909209

Erindi til eigenda Orkuveitu Reykjavíkur um uppskiptingi Orku náttúrunnar.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild fyrir stofnun nýs dótturfyrirtækis sem taki við hluta af starfsemi Orku náttúrunnar (ON).

Breytingin er fyrst og fremst bókhaldsleg og hefur engin áhrif á viðskiptavini ON eða starfsfólk fyrirtækins. Við uppskiptingu OR með lagaboði í ársbyrjun 2014 voru tekjur ON, sem sér um virkjanarekstur og raforkusölu á samkeppnismarkaði, að meirihluta í bandaríkjadölum. Í samræmi við árshlutalög var bandaríkjadalur starfrækslugjaldmiðill fyrirtækisins og gilti sú ákvörðun í fimm ár eða til ársloka 2018. Vegna lágs álverðs hefur sú breyting orðið á tímabilinu, að minnihluti tekna ON er nú í erlendri mynt og því mikilvægt að greina á milli erlendra og innlendra tekna í mismunandi félögum sem hafa þá tekjur og útgjöld í sömu mynt.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.

17.Karatefélag Akraness - málefni

1909268

Erindi Karatefélags Akraness um aðstöðu félagsins.
Bæjarráð þakkar erindið. Eðli máls samkvæmt er ekki unnt að lofa að þegar kemur til uppbyggingar á Jaðarsbökkum verði aðstaða þar fyrir allar greinar en haft verður m.a. samráð við ÍA við þá uppbyggingu.

Fundi slitið - kl. 12:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00