Fara í efni  

Bæjarráð

3224. fundur 24. júlí 2014 kl. 16:00 - 17:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir Varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir
Dagskrá

1.Byggðasafnið í Görðum - starfsmannamál

1407103

Byggðasafnið í Görðum óskar eftir heimild til að auglýsa eftir verkefnisstjóra.
Bæjarráð samþykkir að veita heimild til ráðningar verkefnisstjóra í 1. ár.

2.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 ( tækjakaupasjóður ) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Tillaga bæjarstjóra um fjárveitingu úr tækjakaupasjóði vegna öryggiskerfis fyrir búsetuþjónustu fatlaðra,uppsetningar á íbúagátt fyrir Akraneskaupstað og kaup á skjávarpa í bæjarþingsal.
Bæjarráð samþykkir tillögu um fjárveitingu úr tækjakaupasjóði að upphæð kr. 650.000 vegna uppsetningu íbúagáttar fyrir Akraneskaupstað og kr. 150.000 vegna kaupa á öryggishnappi og símum fyrir búsetuþjónustuna að Holtsflöt og kr. 260.000 vegna kaupa á nýjum skjávarpa fyrir bæjarþingsalinn.
Fjárhæðinni verði ráðstafað af liðnum "viðhald áhalda" 21-83-4660.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

3.Þróunarfélag - undirbúningur að stofnun

1407097

Tillaga um viðræður við nágrannasveitarfélögin og Faxaflóahafnir um stofnun þróunarfélags.
Bæjarráð samþykkir að fela formanni bæjarráðs að hefja viðræður við fulltrúa Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Faxaflóahafna með það í huga að stofna þróunarfélag í tengslum við uppbyggingu á Grundartanga. Sett verði 1. mkr. til undirbúnings málsins af liðnum 21-83-4980, aðkeypt önnur vinna.

4.Faxabraut 10 - sala á húseign

1407098

Tillaga um auglýsingu á húseigninni við Faxabraut 10.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa húseignina Faxabraut 10 til sölu. Umhverfis-og framkvæmdasviði er falin umsjón með söluferlinu.

5.Kirkjuhvoll - starfsemi 2014

1305222

Samningur um leigu á Kirkjuhvoli, Merkigerði 7 til Skagaferða ehf. dags. 27.6.2014 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð staðfestir samninginn.

6.Baugalundur 14 - umsókn um lóð

1407058

Umsókn Sveins Sturlaugssonar dags. 10.7.2014, um lóð við Baugalund nr. 14.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar.

7.Gullfoss AK - veitingaleyfi á hvalaskoðunarskipi

1407074

Erindi Sýslumannsins á Akranesi dags. 11.7.2014, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn á leyfi til að reka veitingastað í flokki II um borð í hvalaskoðunarskipinu Gullfossi AK.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina en setur þann fyrirvara að veitingareksturinn fari aðeins fram þegar skipið er á siglingu. Ennfremur að fylgt verði eftir athugasemdum Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

8.Sveitarstjórnarvettvangur EFTA

1407067

Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA á 9. fundi 26. - 27 júní 2014.
Lagðar fram.

9.Auglýsingakostnaður 2013 -1014

1407092

Erindi frá Skessuhorni dags. 17.7.2014 varðandi auglýsingamál.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

10.Parkinsonsamtökin - styrkumsókn vegna fundar í heimabyggð

1407094

Umsókn Parkinsonsamtakanna á Íslandi mótt. 18.7.2014, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 100.000,- til að halda félagsfund í heimabyggð.
Bæjarráð vísar Parkinsonsamtökunum á að sækja um styrk þegar auglýst verður eftir umsóknum um styrki.

11.Faxaflóahafnir - vegtengingar á Grundartanga við þjóðvegakerfi

1407104

Afrit af erindi Faxaflóahafna til Vegagerðarinnar dags. 17.7.2014, vegna vegtengingar hafnar og atvinnusvæðisins á Grundartanga við þjóðvegakerfið og framkvæmdir Vegagerðar á svæðinu í fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00