Fara í efni  

Bæjarráð

3367. fundur 14. febrúar 2019 kl. 08:15 - 15:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Sameiginlegur fundur bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- mannréttindaráðs vegna kynningu starfshóps um framtíðarskipulag Jaðarsbakka og Velferðarstefnu Vesturlands.

Á fundinum kynnir starfshópur um uppbyggingu íþróttamannvirkja á Jaðarsbökkum stöðu vinnunnar sem er á lokastigi og lokaskýrsla væntanleg á næstunni. Auk framangreinda sitja fundinn ýmsir gestir sem komið hafa að vinnunni svo sem hönnuður mannvirkjanna og fulltrúi Verkfræistofunnar Hnit sem leggur fram kostnaðargreiningu þeirra áfanga sem gerð er tillaga um í uppbyggingarfasanum.

Að lokinni kynningu starfshóps er til kynningar drög að umsögn Akraneskaupstaðar um Velferðarstefnu Vesturlands.

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019

1901119

509. mál um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
495. mál um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
306. mál um breytingu á lögum um málefni aldraðra.
274. mál um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.
356. mál um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna umsögn um 509. mál um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og leggja fyrir bæjarstjórnarfund þann 26. febrúar næstkomandi.

2.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Kynning starfshóps um tillögu að framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum.

Um er að ræða sameiginlegan dagskrárlið bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs, skipulags- og umhverfisráðs og velferðar- og mannréttindaráðs sem fór fram í Tónbergi.
Bæjarráð þakkar starfshópnum kærlega fyrir greinargóða kynningu og afar góða og faglega vinnu sem innt hefur verið að hendi af öllum hlutaðeigandi.

Fyrirséð er að framvinda fyrirhugaðrar uppbyggingar á Jaðarsbökkum mun ráðast af fjárhagslegri getu sveitarfélagsins og forgangsröðun verkefna. Bæjarráð leggur til að unnin verði greinargóð rekstaráætlun samhliða frekari uppbyggingu mannvirkja og felur bæjarstjóra að fylgja því máli eftir.

Ákvörðun um hvort bæjarráð óski eftir að starfshópurinn haldi áfram störfum eftir skil lokaskýrslu til að fylgja eftir tilteknum efnisþáttum verður tekin á síðari stigum.

3.Velferðarstefna Vesturlands

1901121

Drög að umsögn Velferðarstefnu Vesturlands.
Drög að umsögn Velferðarstefnu Vesturlands lögð fram til umræðu á sameiginlegum dagskrárlið bæjarráðs, velferðar- og mannréttindaráðs, skóla- og frístundaráðs og skipulags- og umhverfisráðs sem fór fram í Tónbergi.

Samþykkt að vinna áfram sameiginlega að umsögninni og leggja hana fyrir á bæjarstjórn þann 26. febrúar næstkomandi.

4.Reglur um stofnun starfshópa

1901287

Bæjarráð færir fund sinn í fundarherbergi að Stillholti 16-18 en fyrstu dagskrárliðir voru til afgreiðslu á sameiginlegum vettvangi í Tónbergi.

Drög að reglum um stofnun starfshópa lagðar fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til umsagnar innan stjórnsýslunnar.

Ef engar efnislegar athugasemdir berast skal vísa reglunum til staðfestingar í bæjarstjórn þann 26. febrúar næstkomandi.

5.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning 2019

1901356

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar síðastliðinn reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði Akraness.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari upplýsinga frá velferðar- og mannréttindaráði um áhrif á þann hóp sem nýtur umræddra réttinda og möguleg fjárhagsleg áhrif breytinganna miðað við samþykkta fjárhagsáætlun.

6.Curron - samningur um þjónustukerfið CareOn

1901339

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar síðastliðinn samning við Curron um þjónustukerfið CareOn ásamt vinnslusamning. Ráðið vísar samningunum til samþykktar í bæjarráði.
Lagt fram en afgreiðslu málsins frestað.

Sævar Freyr Þráinsson víkur af fundi eftir þennan dagskrárlið.

7.Aðilaskipti að lóðum á Dalbrautarreit

1810049

Tryggingarbréf vegna veðsetningar í fasteign lagt fram til samþykktar.
Bæjarráð heimilar veðsetningu tryggingabréfs sem fyrsta veðrétt á lóð Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4, 300 Akranesi, landeignanúmer L227116, fasteignanúmer F25011, að fjárhæð 125.415.000 (eitthundraðtuttuguogfimmmilljónirfjögurhundruðogfimmtánþúsundkrónur), útgefið af Bestla þróunarfélag ehf., kt. 640518-1620, Akralind 8, 201 Kópavogi, til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á skuldum þeim sem útgefandi kann að skulda Akraneskaupstað, kt. 410169-4449, vegna kaupa, sölu eða uppbyggingar á framangreindri lóð, eða hvers konar öðrum skuldum við Akraneskaupstað. sbr. m.a. 3. gr. samnings um úthlutun og uppbyggingu á lóðinni dags. 25. maí 2018 og samþykkt bæjarráðs frá 4. október 2018 um aðilaskipti að lóðinni.

Bæjarráð samþykkir jafnframt framangreindan samning frá 25. maí 2018 og veðsetningu tryggingarbréfs, útgefnu af Bestla þróunarfélag ehf., kt. 640518-1620, vegna fjármögnunar félagsins hjá Landsbankanum hf., kt. 471008-0280, að fjárhæð 850.000.000 (áttahundruðog fimmtíumilljónirkróna) á framangreinda lóð Akraneskaupstaðar á annan veðrétt með uppfærslurétti næst á eftir tryggingarbréfi til tryggingar greiðslu félagsins til Akraneskaupstaðar vegna uppbyggingarinnar o.fl.

8.Lækjarflói 1 - umsókn um byggingarlóð

1902018

Umsókn frá Veitum ohf. um byggingarlóð við Lækjarflóa 1. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Lækjaflóa 1 til umsækjanda.

Bæjarráð fagnar umsókn Veitna ohf. um lóð í Flóahverfi sem mun marka upphaf uppbyggingar í hverfinu en fyrirtækið stefnir að því að taka í notkun nýja starfsstöð á fyrrihluta árs 2020.

9.Lækjaflói 1 - fyrirspurn um frágang byggingarsvæðis í Flóahverfi

1902054

Erindi til bæjarráðs frá Veitum ohf. varðandi gatnagerð í Flóahverfi.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs til afgreiðslu.

10.Asparskógar 19 - umsókn um byggingarlóð

1902068

Umsókn SA Byggingar ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 19. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Asparskóga 19 til umsækjanda.

11.Asparskógar 21 - umsókn um byggingarlóð

1902069

Umsókn SA Byggingar ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 21. Umsóknargjald hefur verið greitt og því umsókn tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar við Asparskóga 21 til umsækjanda.

12.Starfshópur um framtíðarskipulag mötuneytismála

1902095

Stofnun starfshóps um framtíðarskipulag mötuneytismála.
Bæjarráð samþykkir að fela skóla- og frístundaráði að móta tillögu um stofnun starfshóps um framtíðarskipulag mötuneytismála hjá Akraneskaupstað.

Bæjarráð óskar þess að tillaga um framangreint verði lögð fyrir næsta fundi ráðsins sem verður þann 28. febrúar næstkomandi.

13.Prentaralausnir

1902093

Tillaga sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um prentaralausnir fyrir Akraneskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að ganga til samningaviðræðna við Opin kerfi um prentararekstur fyrir allar stofnanir Akraneskaupstaðar.

14.Styrkir vegna menningar- og íþróttamála 2019

1812034

Umsóknir til styrktar menningar- og íþróttamálum var auglýst í nóvember sl. og rann umsóknarfrestur út þann 16. desember. Skóla- og frístundaráð og menningar- og safnanefnd hafa farið yfir umsóknir og samþykkt tillögur að úthlutun.
Bæjarráð samþykkir úthlutun styrkja samkvæmt tillögu skóla- og frístundaráðs og menningar- og safnanefndar að fjárhæð kr. 7.140.850.

Bæjarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að afla frekari upplýsinga.

15.Persónuupplýsingar / persónuvernd á heimasíðu - gagnaleki

1805017

Niðurstaða Persónuverndar vegna gagnaleka við "Opna bókhaldið" í apríl 2018.

Sævar Freyr Þráinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagt fram.

Bæjarstjóra falið að tryggja að ákvörðun Persónuverndar verði framfylgt í hvívetna.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri víkur af fundi.

16.Afmælishóf - umsókn um styrk

1812167

Umsókn FEBAN um styrk vegna 30 ára afmælis félagsins í ár.
Bæjarráð óskar FEBAN innilega til hamingju með 30 ára afmælið og samþykkir að veita félaginu styrkveitingu samtals að fjárhæð kr. 500.000 árinu.

Viðbótarútgjöldum frá samþykktri fjárhagsáætlun til FEBAN vegna sérstakra viðburða, að fjárhæð kr. 200.000, verður mætt af liðnum 20830-4995.

17.Faxabraut 7 - hækkun á álagningu fasteignagjalda á atvinnufyrirtæki

1901379

Erindi frá Nótastöðinni ehf. um hækkun á álagningu fasteignagjalda á atvinnufyrirtæki á Akranesi.

Vek athygli á meðfylgjandi excel skjali sem sýnir samanburð á milli sveitarfélaga samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Nótastöðvarinnar um fasteignagjöld atvinnufyrirtækja á Akranesi.

Bæjarráð vill benda á að undanfarin tvö ár hafa bæjaryfirvöld lækkað álagningarprósentur bæði á atvinnuhúsnæði og íbúðahúsnæði á Akranesi til að mæta hækkun fasteignamats Þjóðskrár sem byggir á verðmæti eigna samkvæmt kaupsamningum. Þar með hefur markvisst verið dregið úr álögum vegna fasteignaskatta þó vissulega sé það rétt að umrædd gjöld hafi hækkað í krónutölu á milli ára.

Á hverju ári meta bæjaryfirvöld svigrúm vegna þessa skattstofns sveitarfélagsins. Rétt er einnig að geta þess sérstaklega að í samanburði við önnur sambærileg sveitarfélög er skattheimta á íbúðar- og atvinnuhúsnæði á Akranesi lág og er það staðfest í opinberum gögnum sbr. t.d. skýrslu Byggðastofnunar frá 15. ágúst 2018 um samanburð fasteignagjalda en frekari grein verður gerð fyrir þessu í væntanlegu svari Akraneskaupstaðar til Nótastöðvarinnar.

18.Landsþing Sís 29. mars 2019

1901357

Boð Sambands íslenskra sveitarfélaga á XXXIII. landsþing Sambandsins föstudaginn 29. mars næstkomandi sem haldið verður á Grand hótel.
Fulltrúar Akraneskaupstaðar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verða bæjarfulltrúarnar Valgarður L. Jónson, Ragnar B. Sæmundsson, Rakel Óskarsdóttir og Sandra Sigurjónsdóttir. Varamenn, verði forföll einstakra bæjarfulltrúa, eru bæjarfulltrúarnir Gerður Jóhannsdóttir, Liv Aase Skarstad, Ólafur Adolfsson og Einar Brandsson. Auk bæjarfulltrúa sækir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri landsþingið.

19.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - aðalfundur 29. mars 2019

1902089

Auglýsing Lánasjóðs sveitarfélaga um framboð í stjórn sjóðsins.
Lagt fram.

Auglýsing um framboðsfrest til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga hefur þegar verið komið á framfæri við alla bæjarfulltrúa í tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 15:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00