Fara í efni  

Bæjarráð

3363. fundur 13. desember 2018 kl. 08:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Elsa Lára Arnardóttir formaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp, reglur og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

409. mál til umsagnar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess.
Lagt fram.

2.Guðlaug, heit laug - starfsleyfi o.fl.

1612106

Starfsmannaaðstaða og salerni við Guðlaugu.
Bæjarráð samþykkir kaup á færanlegu mannvirki vegna starfsmannaaðstöðu og salerna við Guðlaugu og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Gert er ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun 2019 vegna útgjaldanna en áætlaður kostnaður vegna kaupanna og framkvæmdanna er að hámarki um 12 mkr.

3.Veðurstöð á Akranesi

1812065

Veðurstofan kynnir helstu atriði er snerta Veðurstöð á Akranesi og möguleika því tengda.

Theódór Freyr Hervarsson viðskiptaþróunarstjóri og Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri athugunar- og tæknisviðs hjá Veðurstofu Íslands og fulltrúar skipulags- og umhverfisráðs, bæjarfulltrúarnir Ragnar B. Sæmundsson formaður og Ólafur Adolfsson ráðsmaður taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Theódóri Frey og Óðni fyrir komuna og kynninguna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

4.Orkuveita Reykjavíkur - arðgreiðslumál

1812064

Arðgreiðslumál Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Bjarni Bjarnason forstjóri OR og Ingvar Stefánsson fjármálastjóri OR taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitunnar kom einnig inn á fundinn og fjallaði um málefni Gagnaveitunnar.

Ólafur Adolfsson vék af fundi kl. 10:00.
Bæjarráð þakkar forstjóra og fjármálastjóra Orkuveitunnar og framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar fyrir komuna á fundinn og fulltrúum skipulags - og umhverfisráðs fyrir fundarsetuna.

Ragnar B. Sæmundsson bæjarfulltrúi víkur af fundi.

5.Langtímaveikindi starfsmanna 2018 - ráðstöfun fjármuna (veikindapottur)

1806108

Umsóknir stofnana Akraneskaupstaðar í veikindapott vegna tímabilsins júlí til og með desember ásamt eftirstöðvum óúthlutaðra umsókna vegna tímabilsins janúar til og með júní.
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr veikindapotti vegna kostnaðar stofnana við afleysingar sem er tilkominn vegna veikindaforfalla starfsmanna. Ráðstöfun fjármuna vegna þessa verður afgreitt með gerð viðauka en umsóknir eru um 32,8 mkr. umfram áætlaða fjárhæð í fjárhagsáætlun 2018. Heildarúthlutun til stofnana Akraneskaupstaðar vegna veikindaforfalla starfsmanna á árinu er samtals um 66,8 mkr.

Kostnaðaraukanum er mætt með hærri skattgreiðslutekjum en áætlun gerði ráð fyrir.

6.Sementsverksmiðja - samningur um niðurrif

1711014

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var þann 10. desember sl., var fjallað um samkomulag um niðurfellingu á sementsstrompinum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð, að samþykkja fyrirliggjandi samkomulag við Work North ehf. um niðurrif sementsstromps að fjárhæð um kr. 30 mkr.
Bæjarráð samþykkir fjárveitingu til verkefnisins að fjárhæð um 30 mkr. sem verður mætt með tilfærslu á milli fjárfestingarliða annars vegar og með auknum skatttekjum hins vegar.

7.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun árins 2018 lagður fram til samþykktar í bæjarráði. Viðaukinn tekur til tímabilsins 1. september til og með 31. desember 2018.
Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.

8.Samstarf við FVA- húsnæðismál

1811222

Á fundi skóla- og frístundaráðs 4. desember 2018 var samþykkt að vísa tillögu til bæjarráðs um að fela bæjarstjóra í samstarfi við skólastjórnendur að vinna að frekari útfærslu á hugmyndinni. Einnig var lagt til að leitað verði eftir því við Menntamálaráðuneytið að FVA og grunnskólarnir á Akranesi vinni að tilraunaverkefni sem miði að samstarfi milli skólastiga.
Bæjarráð þakkar öllum hlutaðeigandi fyrir greinargóða samantekt og þá vinnu sem fram hefur farið fram til þessa í málinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram með málið í samráði við sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs og stjórnendur grunnskólanna.

9.SSV - Árgjald sveitarfélaga 2019

1811207

Yfirlit yfir árgjöld sveitarfélaga til Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) árið 2019.
Lagt fram.

10.Neytendasamtökin - styrkbeiðni

1812006

Beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2019 frá Neytendasamtökunum.
Fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 hefur verið samþykkt og bæjarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.

11.Kjarasamningar - umboð til kjarasamningsgerðar

1812010

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um umboð Akraneskaupstaðar til kjarasamningsgerðar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umboð og vísar málinu til bæjarstjórnar til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að fella niður reglulegan fund ráðsins sem fyrirhugaður er 27. desember næstkomandi og að halda aukafund 20. desember næstkomandi.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00