Fara í efni  

Bæjarráð

3338. fundur 15. mars 2018 kl. 08:15 - 11:25 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018

1801190

178. mál til umsagnar - frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum).

236. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum.

200. mál til umsagnar - skipting útsvarstekna milli sveitarfélaga

339. mál til umsagnar - frumvarp laga um Þjóðskrá Íslands

Frumvarp til laga um persónuvernd
Lagt fram.

2.Fyrirkomulag varðandi veitingarekstur á Safnasvæðinu

1802159

Á fundi menninga- og safnanefndar 20. febrúar 2018 var samþykkt að ekki verði framhald á veitingarekstri í Safnaskála og í þess stað verði útbúin aðstaða í safnhúsi þar sem safngestum verði boðið upp á molakaffi.

Bæjarráð óskar nánari skýringa á fyrirhugaðri útfærslu ákvörðunarinnar. Forstöðumaður menninga- og safnamála tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar Ellu Maríu Gunnarsdóttur fyrir skýringarnar og felur henni frekari úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

3.Starfsdagur á Bókasafni

1803069

Forstöðumaður menningar- og safnamála óskar eftir heimild til þess að hafa Bókasafn Akraness lokað fimmtudaginn 5. apríl. Stefnt er að starfsdegi hjá starfsmönnum á höfuðborgarsvæðinu þennan dag.

Forstöðumaður menninga- og safnamála tekur sæti á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu Ellu Maríu Gunnarsdóttur um lokun Bókasafnsins 5. apríl næstkomandi vegna starfsdags starfsmanna.

4.Leikskólar - fjölgun skipulagsdaga

1802023

Skóla- og frístundaráð samþykkti að falla frá fyrri ákvörðun fjölskylduráðs að binda tvo skipulagsdaga leikskólanna við fyrsta virkan dag nýs ár og fyrsta dag eftir páskaleyfi. Ennfremur samþykkir ráðið að hálfur mannauðsdagur Akraneskaupstaðar, sem haldinn er annað hvert ár, verði til viðbótar við þá fjóra skipulagsdaga sem fyrir eru.

Einn leikskólastjóri og sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs um að falla frá bindingu starfsþróunar- og skipulagsdaga leikskólana við tiltekna daga og að mannauðsdagur Akraneskausptaðar (1/2 dagur) annað hvert ár verði viðbót við þá daga.

Bæjarráð leggur áherslu á góða upplýsingagjöf og samvinnu við foreldra leikskólabarna um framkvæmdina.

5.Heilsueflandi samfélag

1802269

Á 78. fundi skóla- og frístundaráðs þann 6. mars 2018 fjallaði ráðið um tillögu ÍA um heilsueflandi samfélag á Akranesi. Ráðið samþykkti að leggja til við bæjarráð að stofnað yrði þverfaglegt teymi sem geri tillögu að stefnumörkun og framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar í átt að heilsueflandi samfélagi.

Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs situr áfram á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu skóla- og frístundaráðs og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

6.Gjaldskrár skóla- og frístundasviðs árið 2018

1710094

Tillaga skóla- og frístundaráðs um endurskoðun á gjaldskrá íþróttamannvirkja og tónlistarskóla Akraness.
Gjaldskránum er vísað til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá íþróttamannavirkja og Tónlistarskóla Akraness og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

7.Stytting vinnuvikunnar

1803083

Tillaga frá bæjarfulltrúa Ingibjörgu Pálmadóttur um að fela sviðsstjórum Akraneskaupstaðar að leita leiða og koma með tillögur til að stytta fjölda vinnustunda Akraneskaupstaðar og/eða auka möguleikann á sveigjanlegri vinnutíma. Bæjarstjórn vísaði erindinu til bæjarráðs á fundi á 1270. fundi sínum þann 13. mars 2018.
VÞG víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð telur mikilvægt að aflað verði upplýsinga um fyrirliggjandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg sem unnið er í samvinnu við heildarsamtök launþega. Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins í samræmi við umræður á fundinum.

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

VÞG tekur sæti á fundinum á ný.

8.Dalbrautarreitur - útboðsgögn

1803087

Útboðsgögn vegna Dalbrautarreits lögð fram til samþykktar.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir útboðsgögn vegna Dalbrautareits að teknu tilliti til umræðna á fundinum og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst á tímabilinu 3. apríl til 3. maí næstkomandi

9.Fagrilundur 7 -Umsókn um byggingarlóð

1803022

Umsókn Engilberts Runólfssonar um byggingarlóð við Fagralund 7. Umsóknargjald hefur verið greitt og er því umsóknin tæk til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.

10.Lóðaumsóknir febrúar 2018 - útdráttur

1802185

Á fundi bæjarráðs þann 8. mars síðastliðinn var 11 lóðum úthlutað til umsækjenda sem sóttu um lóðir í Skógarhverfi 2.

Eftir standa 9 lóðir sem fara því á lista yfir lausar lóðir að undanskildum lóðunum við Asparskóga númer 17 og Beykiskóga nr. 17 sem Akraneskaupsstaður heldur eftir að sinni. Lóðirnar sem fara til úthlutunar eru eftirfarandi:

Akralundur 1-5
Akralundur 7-11
Asparskógar 15
Asparskógar 19
Asparskógar 21
Asparskógar 18
Beykiskógar 19
Bæjarráð samþykkir að byggingarlóðirnar við Asparskóga 17 og Beykiskóga 17 fari ekki til úthlutunar að sinni þar sem til skoðunar er að nýta lóðirnar til uppbyggingar búsetuþjónustukjarna.

11.Afskriftir 2018 vegna ársins 2017

1803091

Afskriftartillaga vegna ársins 2017.
Bæjarráð samþykkir afskriftir að fjárhæð kr. 6.624.901 vegna ársins 2017.

12.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - aðalfundur 2018

1803045

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. verður haldinn þann 23. mars næstkomandi kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Bæjarráð samþykkir að Ólafur Adolfsson formaður bæjarráðs og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á aðalfundi Lánasjóðs sveitarfélaga.
Fylgiskjöl:

13.SSV - aðalfundur 2018

1802324

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verður haldinn þann 19. mars næstkomandi kl. 09:30-17:00 á Hótel Hamri í Borgarnesi.
Bæjarráð samþykkir að Þórður Guðjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Kristín Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir auk bæjarstjóra verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum.

14.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2018

1802407

Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands verður haldinn þann 19. mars næstkomandi kl. 13:00 á Hótel Hamri í Borgarnesi.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Jónsson og Karítas Jónsdóttir verði fulltrúar Akraneskaupstaðar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands.

15.Spölur - aðalfundarboð 2018

1803090

Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. verður haldinn þann 23. mars næstkomandi kl. 11 á Gamla kaupfélaginu á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sæki aðalfund Spalar. Bæjarráð hvetur bæjarfulltrúa til að sækja þennan síðast aðalfund Spalar.

16.Handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa

1803088

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um handbók um íbúasamráð í sveitarfélögum og þátttöku íbúa.
Lagt fram.

17.Umhverfisvaktin - ályktanir aðalfundar

1803089

Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2018.
Lagt fram.

18.Nordjobb - sumarstörf 2018

1803080

Erindi Nordjobb um sumarstörf fyrir ungt fólk á aldrinum 18-30 ára í gegnum samnorrænt verkefni.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00