Fara í efni  

Bæjarráð

3318. fundur 10. ágúst 2017 kl. 08:15 - 09:50 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Þórður Guðjónsson varamaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Frístundamiðstöð við Garðavöll - nýr golfskáli

1609101

Bygging frístundarmiðstöðvar við Garðavöll Akranesi.
Endanleg samningsdrög og fylgigögn.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi húsaleigusamning á milli Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. og Akraneskaupstaðar, fyrirliggjandi húsaleigusamning á milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis, og fyrirliggjandi yfirlýsingu/samkomulag á milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis vegna uppbyggingar frístundamiðstöðvar við Garðavöll.

Bæjarráð leggur til við stjórn Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. að fyrirliggjandi yfirlýsing og húsaleigusamningar verði samþykktir.

2.Akranes ferja - flóasiglingar

1701281

Óskað er heimildar bæjarráðs um könnunarviðræður við Sæferðir ehf. og Reykjavíkurborg um áframhaldandi ferjusiglingar milli Akraness og Reykjavíkur á árinu 2018.
Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Sæferðir ehf. og Reykjavíkurborg um framhald ferjusiglinga á milli Akraness og Reykjavíkur á árinu 2018.

Fundi slitið - kl. 09:50.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00