Fara í efni  

Bæjarráð

3210. fundur 11. maí 2017 kl. 08:15 - 10:15 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Ólafur Adolfsson formaður
  • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhannes K. Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.FEBAN - húsnæðismál eldri borgara

1703127

Fulltrúar FEBAN mæta á fund bæjarráðs til þess að ræða húsnæðismál félagsins.
Fulltrúar úr stjórn FEBAN sitja fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar stjórnarmönnum FEBAN fyrir komuna á fundinn og hreinskiptar og upplýsandi umræður.

2.Stefnumótun í menningar- og safnamálum 2017

1703123

Menningar- og safnanefnd óskar eftir fjárheimild í stefnumótun fyrir málaflokkinn.
Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menninga- og safnamál situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir útgjöld vegna vinnu við stefnumótun fyrir menninga- og safnamál. Fjárhæðin, allt að kr. 1,5 mkr. verður ráðstafað af liðnum 20830-4980.

3.Viðgerðir á Safnaskála

1705001

Óskað er eftir fjárheimild til að bregðast við brýnum viðhalds- og öryggisverkefnum í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum.
Sigurður Páll Harðarsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs og Ella María Gunnarsdóttir forstöðumaður menninga- og safnamála sitja fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og forstöðumanns menningar- og safnamála frekari úrvinnslu málsins innan samþykktrar viðhaldsáætlunar Akraneskaupstaðar.

4.Nýr golfskáli - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1609101

Á 3208. fundi bæjarráðs þann 26. apríl síðastliðinn voru tillögur Golfklúbbsins Leynis um nýjan golfskála lagðar fram til kynningar og bæjarstjóra falin frekari úrvinnsla málsins.
Sigurður Páll Harðarson situr fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 vegna byggingar frístundamiðstövar við Garðavöll. Breyting á heildarfjárfestingaráætlunar ársins er um 116 mkr. sem hækkar úr 643 mkr. í 759 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður að hámarki um 231 mkr. að frádregnum virðisaukaskatti vegna byggingarkostnaðar en fyrirhugað er að sækja um heimild til skattyfirvalda um svonefnda sérstaka og frjálsa skráningu sem felur í sér að heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts (innskattur) vegna byggingarkostnaðar.

Framkvæmdatími er áætlaður tvö ár og er gert ráð fyrir að kostnaðurinn dreifist jafnt á árin 2017 og 2018 eða kr. 116 mkr. hvort árið um sig (að frádregnum virðisaukaskatti). Fjárfestingaráætlun ársins 2018 hækkar úr 724 mkr. í 840 mkr. og verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð vísar ákvörðun sinni um breytingar á fjárfestingaráætlun til samþykktar í bæjarstjórn og til staðfestingar í viðauka.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að rekstrar- og fjárfestingarsamningi við Golfklúbbinn Leyni til að útfæra nánar hagsmuni Akraneskaupstaðar með tilliti til nýtingar mannvirkisins.

5.Akralundur 6 - umsókn um byggingarlóð

1705007

Umsókn Hagaflatar ehf. um byggingarlóð við Akralund 6.
Rakel Óskarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðarinnar til Hagaflatar ehf.

6.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

375. mál Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn) til umsagnar.
438. mál um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir til umsagnar.
Lagt fram.

7.Tómstundastyrkur

1703033

Erindi skóla- og frístundaráðs um tómstundastyrk Akraneskaupstaðar. Ráðið leggur til við bæjarráð að tómstundastyrkur fyrir 6-18 ára börn verði samtals kr. 35.000 á ári frá og með 1. janúar 2018.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2018.

IV leggur fram eftirfarandi bókun:

Undirrituð fagnar framkominni tillögu frá skóla- og frístundasviði um að hækka tómstundaframlag Akraneskaupstaðar og styð hana eindregið. Ég vill þó lýsa yfir vonbrigðum með að ekki komi til hækkunar strax á árinu 2017 eins og tillaga minnihlutans sem var lögð fyrir bæjarstjórn frá 28.feb. hljóðaði uppá.

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign).

8.Starfshópur um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum

1703194

Stofnun starfshóps um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbökkum. Fyrir liggur drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn ásamt tillögu að skipun fulltrúum í starfshópinn.
Bæjarráð samþykkir erindisbréf starfshópsins og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins m.a. að óska eftir tilnefningu fulltrúa frá minnihlutanum í hópinn.

Útgjöld vegna starfshópins, að hámarki kr. 500.000 verða ráðstöfuð af liðnum 20830-4980.

9.Rekstur sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi

1608135

Tillaga að gjaldskrá sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi í sumar.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá sumar- og leikjanámskeiða fyrir 6-10 ára börn á Akranesi 2017 en umsjónaraðili þeirra í ár er Þorpið. Bæjarráð telur rétt að systkinaafsláttur verði óbreyttur frá fyrra ári (10%).

Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
A. Námskeið 5 daga: kr. 11.000.
B. Námskeið 4 daga: kr. 10.000.

10.Kári AK 24 - forkaupsréttur

1705033

Forkaupsréttur Akraneskaupstaðar vegna sölu bátsins Kári Ak-024.
Bæjarráð samþykkir að falla frá heimild til að nýta forkaupsrétt samkvæmt ákvæðum laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða vegna sölu Kára AK-024 (skipaskrárnúmer 7392) til útgerðar með heimilisfesti í öðru sveitarfélagi.


11.Dullafulla búðin, Skólabraut 14 - rekstrarleyfi

1705030

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur veitingastaðar í flokki II, krá, sem rekin verður sem Dularfulla Búðin að Skólabraut 14.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

12.Akra guesthouse Skagabraut 4 - rekstrarleyfi

1705020

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er eftir umsögn Akraneskaupstaðar vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir rekstur gististaðar í flokki II, minni gistiheimili, sem rekið er sem Akra guesthouse á Skagabraut 4.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um jákvæðar umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.

13.Loftmynd af Akranesi - gjöf

1705013

Gjöf Loftmynda ehf. til Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð þakkar gjöfina sem er útprentuð lofmynd (136 sm x 272 sm) af Akranesi og prýðir nú fundarherbergi bæjarráðs.


14.Húsnæði Skagaleikflokksins

1702028

Erindi Skagaleikflokksins þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðstöðu leikfélagsins að Mánabraut 20.
Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

15.STEF - verðskrárbreyting

1705009

Tilkynning frá STEF um verðskrárbreytingar.
Lagt fram.

16.Vinnuskóli Akraness 2017 - laun

1704113

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs á tillögu að tímatöxtum 14-16 ára unglinga í vinnuskólanum fyrir starfsárið 2017.
Bæjarráð samþykkir tillögu að tímatöxtum 14 til 16 ára unglinga í vinnuskóla Akraness á árinu 2017 en gert hefur verið ráð fyrir útgjöldunum í fjárhagsáætlun ársins.

Fundi slitið - kl. 10:15.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00