Fara í efni  

Bæjarráð

3308. fundur 26. apríl 2017 kl. 17:00 - 20:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Kristín Sigurgeirsdóttir varaáheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2017 - Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

2.Fundargerðir 2017 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

1701022

142. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 27. mars 2017 og aðalfundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 29. mars 2017.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Fundargerðir - Sorpurðun Vesturlands 2017

1703097

86. og 87. fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands frá 6. desember 2016 og 8. mars 2017 lagðar fram.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2017 - menningar- og safnanefnd

1701009

40. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 18. apríl 2017.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2017

1702057

156. mál til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli.
87. mál til umsagnar um skipun starfshóps til að endurbæta löggjöf um vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra.
114. mál til umsagnar, þingsályktunartillaga um stefnumörkun og aðgerðaráætlun um kolefnislaust Ísland.
184. mál til umsagnar, frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum.
222. mál til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.
270. mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga.
333. mál til umsagnar um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (EES-reglur o.fl.)
Lagt fram til kynningar

6.Fagrilundur 9,11,13 og 15 - umsókn um byggingarlóðir

1702196

Umsókn Sjamma ehf. um raðhúsalóð við Fagralund 9,11,13 og 15 var vísað til umsagnar í skipulags- og umhverfisráði. Hjálögð er umsögn ráðsins.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðanna til umsækjanda.

7.Seljuskógar 20 - umsókn um byggingarlóð

1704098

Umsókn Daða Jónssonar um byggingarlóð við Seljuskóga 20
Bæjarráð samþykkir umsókn Daða Jónssonar um byggingarlóð við Seljuskóga 20.

8.Asparskógar 6 - umsókn um byggingarlóð

1704031

Umsókn frá Trjástofninn ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 6.
Umsókn Trjástofninn ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 6 hafnað með tilliti til þess m.a. að verið er að huga á breytingum á deiliskipulagi lóðar. Umsóknargjald skal því endurgreitt.

9.Asparskógar 12 - Umsókn um byggingarlóð

1703118

Umsókn HÆ ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 12.
Umsókn Hæ ehf um byggingarlóð við Asparskóga er 12 hafnað með tilliti til þess m.a. að verið er að huga á breytingum á deiliskipulagi lóðar. Umsóknargjald skal því endurgreitt.

10.Asparskógar 14 - Umsókn um byggingarlóð

1703117

Umsókn Hæ ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 14.
Umsókn Hæ ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 14 er hafnað með tilliti til þess m.a. að verið er að huga á breytingum á deiliskipulagi lóðar. Umsóknargjald skal því endurgreitt.

11.Asparskógar 16 - Umsókn um byggingarlóð

1703116

Umsókn Hæ ehf. um byggingarlóð að Asparskógum 16.
Umsókn Hæ ehf um byggingarlóð við Asparskóga 16 hafnað með tilliti til þess m.a. að verið er að huga á breytingum á deiliskipulagi lóðar. Umsóknargjald skal því endurgreitt.

12.Guðlaug - styrkumsókn 2016 Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

1703112

Tillaga skipulags- og umhverfisráðs um breytingar á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2017.
Bæjarráð samþykkir breytingu á fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun ársins 2017 en breytingin felur ekki í sér aukningu í útgjöldum.
Um er að ræða breytingu á fjárfestingu vegna rifa á Sementsreit sem verði áætluð alls 140 mkr. í stað 165 mkr. og nýja fjárfestingu í Guðlaugu (heit laug við Langasand)að fjárhæð 25 mkr.13.FEBAN - húsnæðismál eldri borgara

1703127

Erindi Félags eldri borgara á Akranesi þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um húsnæðismál félagsins.
Bæjarstjóra falið að bjóða fulltrúum FEBAN á næsta fund bæjarráðs.

14.Starfshópur um samráð og stefnumótun aldraðra

1611136

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 24. nóvember 2016 erindisbréf fyrir starfshóp um samráð og stefnumótun aldraðra á Akranesi. Bæjarráð samþykkti á sama fundi að skipa í starfshópinn fulltrúa frá FEBAN þá Jóhannes Finn Halldórsson þáverandi formann FEBAN og Júlíus Má Þórarinsson þáverandi varaformann FEBAN. Bréf barst 31. mars sl. þar sem Jóhannes Finnur og Júlíus Má segja sig úr starfshópnum þar sem þeir hafa látið af stjórnarstörfum hjá félaginu.
Lagt fram.

15."Dularfulla búðin"

1612035

Umsókn Ingimars Oddsonar um styrk fyrir rekstur Dularfullu búðarinnar.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því að þessu sinni en óskar umsækjanda velgengi með verkefnið.

16.Blakfélagið Bresi - styrkumsókn

1704129

Styrkumsókn Blakfélagsins Bresa.
Bæjarráð vísar erindinu í næstu úthlutun styrkja vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála.

17.Breiðin - kaup á landi

1704059

Erindi Sturlaugs Sturlaugssonar um kaup Akraneskaupstaðar á lóðarspildu.
Bæjarráð samþykkir kaup á lóðarhlut (8,063% ) Sturlaugs Sturlaugssonar í Breiðargötu Breið á Akranesi (landnúmer 132361). Kaupverð er um 3,6 mkr. að teknu tilliti til kostnaðar við þinglýsingu og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun löggerninga í tengslum við kaupum.

18.Starfsdagur á bæjarskrifstofunni

1603068

Erindi sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs þar sem óskað er eftir heimild um lokun bæjarskrifstofunnar föstudaginn 12. maí næstkomandi vegna starfsdags.
Bæjarráð samþykkir lokun en gera þarf ráðstafanir til að tryggja neyðarþjónustu.

19.Faxaflóahafnir - aðalfundur 2017

1704105

Aðalfundarboð Faxaflóahafna sem haldinn verður þann 26. maí næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar á fundinum verði bæjarfulltrúarnir Ólafur Adolfsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Einar Brandsson og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.

Bæjarráð samþykkir að Einar Brandsson taki sæti sem aðalfulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Faxaflóahafna og Ólafur Adolfsson taki sæti varafulltrúa.

20.Árbók Akurnesinga

1704137

Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að selja Árbækur Akurnesinga á menningarstofnunum bæjarins.
Bæjarráð samþykkir tillögu forstöðumanns menninga- og safnanefndar.

21.Nýr golfskáli - félags- og frístundaaðstaða við Garðavöll

1609101

Tillögur Golfklúbbsins Leynis um nýjan golfskála.
Erindið lagt fram til kynningar.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra endanlega úrvinnslu málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 20:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00