Fara í efni  

Bæjarráð

3284. fundur 22. júní 2016 kl. 10:15 - 10:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Rakel Óskarsdóttir varamaður
 • Valgarður L. Jónsson varamaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes Karl Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Lopapeysan, Írskir dagar 2016 - tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi 2. júlí

1606101

Umsókn Vina Hallarinnar ehf. um tækisfærisleyfi vegna tónlistarviðburðarins Lopapeysan 2016.
Bæjarráð samþykkir leyfisveitinguna.

2.Starfslok sviðsstjóra

1606099

Uppsögn sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs
Bæjarráð þakkar Jóni Hróa fyrir hans góðu störf í þágu Akraneskaupstaðar og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

3.Sorphirðugjöld 2016 - endurákvörðun

1606056

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi gjaldskrá sorpmála á Akranesi, dags. 20. júní 2016.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrá sorpmála hjá Akraneskaupstað vegna ársins 2016.

4.Upplýsingaskilti við Hvalfjarðargöng

1605174

Tillaga um upplýsingaskilti við Hvalfjarðargöng.
Bæjarráð samþykkir að setja upp upplýsingaskilti við Hvalfjarðargöng, norðan megin við hringtorgið, þar sem svokallað Krónuskilti var áður staðsett, og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir gagnvart Hvalfjarðarsveit og óska eftir formlegri heimild. Einnig er bæjarstjóra falið að óska eftir því að landið verði skilgreint sem þéttbýli í aðalskipulagi þannig að hægt sé að setja upp auglýsingaskilti í framtíðinni.

Kostnaði við gerð upplýsingaskiltis og leigu verði mætt af liðnum 13640-2890.

Fundi slitið - kl. 10:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00