Fara í efni  

Bæjarráð

3276. fundur 10. mars 2016 kl. 16:30 - 16:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes Karl Guðjónsson
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir 2016 - samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1601358

22. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 1. mars 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2016 - menningar- og safnarnefnd

1601010

24. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 4. febrúar 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2016 - Samband ísl. sveitarfélaga

1603032

835. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2016.
836. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2016.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016

1601444

32. mál um endurskoðun laga um lögheimili.
275. mál um hæfisskilyrði leiðsögumanna.
352. mál um málefni aldraða (réttur til sambúðar á stofnunum).
Lagt fram.

5.KPMG - bættur rekstur og upplýsingaflæði um fjármál

1602228

Drög að samkomulagi við KPMG um endurskoðun á verkferlum og skipulagi fjárhagsáætlunargerðar auk greiningar á stöðu B-hluta og markmiðssetningu fyrir árin 2017-2020.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við KPMG og felur bæjarstjóra frágang málsins.

Kostnaðinum, samtals allt að fjárhæð 4 mkr.,verður mætt af liðnum 20830-4995.

6.Krókalón - fyrirspurn vegna bóta

1410218

Tilteknir fasteignaeigendur hafa beint erindi til Akraneskaupstaðar um að skoðað verði hvort eigendur fasteigna við Krókalón hafi setið við sama borð varðandi bótagreiðslur sem inntar voru af hendi vegna eignarnáms lóðahluta (landspildna) á Akranesi árið 2010 í kjölfar skipulags sem tók gildi 22. júlí 2008.

Með skipulaginu var ætlað að leggja nýjar frárennslislagnir við Krókalónið og leggja þar göngustíg til almannanota.

Bætur voru greiddar út til 32 lóðarhafa í kjölfar úrskurðar matsnefndar eignarnámsbóta frá 23. ágúst 2011.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur, með vísan til sérfræðiálits lögmanns Akraneskaupstaðar, ekki grundvöll fyrir bótagreiðslum af hálfu sveitarfélagsins og felur bæjarstjóra að svara fyrirspyrjendum í samræmi við umræður á fundinum.

7.Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga - endurgreiðsluhlutfall B- deildar Akraneskaupstaðar 2016

1603052

Erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 4. mars 2016, þar sem gerð er grein fyrir tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS.

Lagt er til að hlufallið haldist óbreytt eða 56% fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir að hlutfall endurgreiðslu lífeyris vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS verði 56%.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til samþykktar.

8.Konukvöld ÍA 2016 - umsögn

1602272

Erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Akraneskaupstaåar um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna konukvölds ÍA í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum 18. mars 2016 kl. 19:00 til 19. mars 2016 kl. 01:00.
Afgreiðsla bæjarstjóra samkvæmt 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

9.Eikarskógar 9 - umsókn um byggingarlóð

1602268

Umsókn Margrétar Þóru Jónsdóttur um byggingarlóð að Eikarskógum 9.
Bæjarráð samþykkir úthlutun byggingarlóðar að Eikarskógum 9 til Margrétar Þóru Jónsdóttur.

10.Slökkviliðsmenn hjá Akraneskaupstað - samningur um launakjör

1502091

Kjarasamningur hlutastarfandi slökkviliðsmanna hjá Akraneskaupstað lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir kjarasamning Akraneskaupstaðar og félags slökkviliðsmanna á Akranesi.
Kostnaðarauka vegna samningsins, samtals að fjárhæð 1.1 mkr. verður ráðstafað af liðnum 20830-4995.

11.Starfshópur um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi

1603057

Erindisbréf starfshóps um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að skipa starfshóp um byggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk á Akranesi og fyrirliggjandi erindisbréf hópsins.

12.Starfsdagur á bæjarskrifstofunni

1603068

Starfsdagur starfsfólks bæjarskrifstofunnar.
Bæjarráð samþykkir að heimila lokun bæjarskrifstofunnar frá kl. 12:00 -15:30 þann 1. apríl 2016 vegna starfsdags.

13.Betra Akranes - áskorun

1603047

Erindi frá íbúasamtökunum Betra Akranes þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að ganga til samninga við HB Granda um að leita lausna um annað staðarval fyrir hausaþurrkunarverksmiðjuna, innan bæjarfélagsins en fjarri íbúabyggð.
Jóhannes Karl Guðjónsson víkur af fundi undir þessum lið.

Erindið kynnt og vþví vísað til bæjarstjórnar.

14.Sparkvellir - athugasemd

1603040

Erindi Jóns Pálma Pálssonar dags. 5. mars 2016 um dekkjakurl á sparkvöllum á Akranesi.
Erindið lagt fram.

Bæjarráð samþykkir að dekkjarkurl á sparkvöllum við grunnskólana verði fjarlægt á árinu á og felur skipulags- og umhverfisráði að gera tillögu að breytingu í framkvæmda- og fjárfestingaráætlun ársins með tilliti til þessa.

15.Skagarásin - styrkbeiðni (útvarpsrás)

1603028

Styrkumsókn útvarpsstöðvarinnar Skaga-rásin vegna kaupa á tækjum.
Bæjarráð fagnar framtakinu en telur rétt að bíða með formlega afgreiðslu erindins þar til niðurstaða umsóknar um styrkveitingu frá SSV liggur fyrir.

16.Húsnæði fyrir sýningu safnara sumarið 2016

1603054

Óskað hefur verið eftir afnotum af húsnæði í eigu Akraneskaupstaðar vegna sýningarinnar.

Bæjarstjóri kynnir hugmynd að sýningu safnara á Akranesi í sumar.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu.

17.OR - eigendanefnd 2015

1503066

Á fundi bæjarráðs þann 26. mars 2015 frestaði bæjarráð afgreiðslu á erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. mars 2015 þar sem óskað var eftir umfjöllun um samþykkt stjórnar um stofnun nýs félags um eigin tryggingar OR.

Samkvæmt erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. febrúar 2016 samþykkti stjórn Orkuveitunnar á fundi sínum þann 23. febrúar 2016 að fella úr gildi samþykkt um stofnun félags fyrir eigin tryggingar og dró þar með ósk um umfjöllun félagsins tilbaka.
Lagt fram.

18.XXX. landsþings sambandsins 8. apríl 2016

1603007

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsþing sambandsins 8. apríl næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar á landsþinginu verði bæjarfulltrúarnir Ólafur Adolfsson, Sigríður Indriðadóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir.

Jafnframt mun staðgengill bæjarstjóra sækja þingið.

19.Faxaflóahafnir - ársreikningar 2015

1602269

Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2015.
Lagt fram.

20.Spölur - aðalfundur 2016

1603034

Aðalfundur Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og aðalfundur Spala ehf. fer fram þriðjudaginn 15. mars 2016 á Gamla Kaupfélaginu Akranesi.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúarnir IV, VE og VÞG leggja fram eftirfarandi bókun:

Undirritaðar skora á Spöl að hætta gjaldtöku síðustu mánuði fyrir afhendingu Hvalfjarðarganga til ríkisins í þeim tilgangi að gera það erfiðara að halda gjaldtöku áfram eftir þann tíma.

21.Spölur ehf. - ársreikningar

1603049

Ársreikningur Spalar ehf. fyrir árið 2015
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00