Fara í efni  

Bæjarráð

3260. fundur 27. ágúst 2015 kl. 17:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún Inga Guðnadóttir
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fundargerðir 2015 - Samráðshópur um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6

1504123

2. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að
Dalbraut 6 frá 12. maí 2015.
3. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að
Dalbraut 6 frá 26. maí 2015.
4. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að
Dalbraut 6 frá 2. júlí 2015.
5. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 7. júlí 2015.
6. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að Dalbraut 6 frá 21. júlí 2015.
7. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að
Dalbraut 6 frá 11. ágúst 2015.
8. fundargerð samráðshóps um þjónustumiðstöð að
Dalbraut 6 frá 18. ágúst 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

2.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

13. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 5. maí 2015.
16. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 23. júní 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

3.Fundargerðir 2015 - samstarfsnefndar Akraneskaupstaðar og VLFA

1506164

9. fundargerð samstarfsnefndar Akraneskaupstaðar og VLFA frá 18. ágúst 2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Hvalfjarðargöng og öryggismál

1508116

Gísli Gíslason stjórnarformaður, Gylfi Þórðarson framkvæmdarstjóri Spalar ehf. og Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mæta á fund bæjarráðs.

Bæjarráð þakkar forsvarsmönnum Spalar og slökkviliðsstjóra fyrir yfirferð á öryggismálum í Hvalfjarðargöngum. Mikilvægt er að öryggismál séu ávallt til skoðunar og ekki síst í ljósi vaxandi umferðar um Hvalfjarðargöng og Vesturlandsveg. Fyrir liggur að gera þarf vandaða umferðarspá fyrir Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng til næstu 10 ára sem tekur mið af vaxandi fjölda ferðamanna á Íslandi og aukinna umsvifa á Grundartanga.
Eins og fram kemur í umsögn bæjarráðs til samgöngu- og umhverfisnefndar Alþingis dags 4. júní síðastliðinn er orðið brýnt að ráðast í framkvæmdir við Vesturlandsveg til að tryggja öryggi vegfarenda á Vesturlandi. Vesturlandsvegur er 1 1 vegur og akstursskilyrði oft erfið vegna veðurfars á Kjalarnesi og í Kollafirði.

5.Lambhúsasund - uppbygging hafnarsvæðis

1505010

Á fundi bæjarráðs þann 30. júlí óskaði ráðið eftir að skipulags- og umhverfisráð komi að gerð umsagnar til Faxaflóahafna vegna erindis forsvarsmanns fyrirtækisins Þorgeirs & Ellerts hf. er varðar uppbyggingu hafnarsvæðis í Lambhúsasundi.

Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 10. ágúst síðastliðinn.
Bæjarráð tekur undir umsögn skipulags- og umhverfisráðs og áréttar mikilvægi þess að Akraneshöfn verði efld sem fiskihöfn og endurbætt til að höfnin geti tekið á móti stærri skipum. Ennfremur telur bæjarráð afar mikilvægt að styðja við atvinnuuppbyggingu á sviði skipasmíða og að Faxaflóahafnir kanni fýsileika verkefnisins við Lambhúsasund.

6.Framlenging á samningi við Omnis

1508323

Framlenging á samningi við Upplýsingatæknifélagið Omnis ehf. til eins árs, frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2016.

Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlenginguna og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi þess efnis.

7.Umferðarforvarnir - umsókn um styrk

1508161

Erindi Berents Karls Hafsteinssonar þar sem óskað er eftir styrk samtals kr. 120.000 vegna fyrirlestrar um umferðarforvarnir fyrir 10 bekk í grunnskólum Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs.

8.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1411073

Umsókn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs vegna kaupa á fartölvu samtals kr. 200.000.

Umsókn sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs vegna kaupa á húsgögnum samtals kr. 1.054.000.
Bæjarráð samþykkir erindið.

9.Hestamannafélagið Dreyri - Framkvæmdasamningur 2016

1508203

Erindi Hestamannafélagsins Dreyra um áframhaldandi fjárhagslegan stuðning við reiðveganefnd félagsins. Óskað er eftir að Akraneskaupstaður leggi félaginu áfram til kr. 3.000.000 á ári næstu þrjú árin.
Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og framkvæmdaáætlunar til þriggja ára.

10.Gjaldfrjáls grunnskóli - áskorun til sveitarfélaga

1508256

Áskorun frá Barnaheill um gjaldfrjálsan grunnskóla.
Bæjarráð þakkar erindið og sendir það til kynningar í skóla- og frístundaráð.

11.Dagur íslenkrar náttúru 16. september 2015

1508271

Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna dags íslenskrar náttúru sem er haldinn þann 16. september næstkomandi.
Bæjarráð tekur vel í erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og mun gera degi íslenskrar náttúru góð skil.

12.Þjóðarsáttmáli um læsi

1508011

Stefnt er að undirritun samnings um læsi á Akranesi þann 22. september næstkomandi.
Bæjarráð vísar samningnum til skoðunar í skóla- og frístundaráði og leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja faglegt sjálfstæði skóla og sveitarfélaga hvað varðar val á aðferðarfræði í lestrarkennslu.

13.Ferðamál á Akranesi

1506116

Samningur um vitavörslu lagður fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Hilmar Sigvaldason um vitavörslu og móttöku gesta frá 1. september 2015 til 31. maí 2016. Um er að ræða tilfallandi móttöku hópa í vetur en vitinn hefur verið opinn alla daga frá 1. maí til 1. september. Bæjarráð vill koma á framfæri þökkum til Hilmars Sigvaldasonar fyrir óeigingjarnt starf við að koma Akranesvita og Akranesi á framfæri við innlenda sem og erlenda gesti.

14.Framkvæmdaáætlun 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411071

Endurskoðun framkvæmdaáætlunar.
Bæjarráð óskar eftir tillögu frá skipulags- og umhverfisráði um breytingar á framkvæmdaáætlun 2015 í ljósi þess að verkefni hafa frestast. Lögð er á áhersla á að fá kostnaðarmat á framkvæmdum við Jaðarsbakkalaug.

15.Blómalundur 1-3, 5-7-9, 11-13 - umsókn um lóðir

1412193

Umsókn Grenjar ehf. dags. 16.12. 2014 um lausar lóðir í Skógarhverfi. Málinu var frestað á fundi bæjarráðs þann 17.12. 2014.
Bæjarráð samþykkir umsókn Grenjar ehf. um byggingarlóðir við Blómalund 1-3, 5-7-9 og 11-13, samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Umsækjandi þarf að greiða 50% gatnagerðar- og tengigjalds fráveitu innan mánaðar frá úthlutun lóðanna til staðfestingar á úthlutun bæjarráðs sbr. 1. mgr. 11. gr. gjaldskrár nr. 710/2015.

Bæjarráð tekur ekki á þessu stigi málsins afstöðu til beiðni umsækjanda um afslátt en um sérstaka ákvörðun er að ræða sem háð er skilyrðum sbr. 4. gr. gjaldskrár nr. 710/2015.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00