Fara í efni  

Bæjarráð

3110. fundur 17. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Starfsmanna- og gæðastjóri

1102123

Bæjarstjóri gerir grein fyrir ráðningu í starf starfsmanna- og gæðastjóra. Ráðin hefur verið Inga Ósk Jónsdóttir.

2.Menningarsamningur - endurnýjun

1102086

Erindi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 17.febrúar 2011 ásamt drögum að nýjum menningarsamningi fyrir Vesturland. Lagt er til að sveitarfélögin samþykki samninginn og að framlög þeirra vegna ársins 2011 verði þau sömu og voru á árinu 2010.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti svo og að framlag ársins 2011 verði óbreytt til Menningarráðs Vesturlands frá fyrra ári.

3.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur

1009067

Drög að samstarfs- og styrktarsamningi fyrir tímabilið 2011 - 2015.

Bæjarritari gerði grein fyrir samningsdrögunum. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningnum við Björgunarfélagið.

4.Skyldur sveitastjórna

1101215

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 25.janúar 2011 ásamt áliti vegna fyrirspurnar Gunnars Sigurðssonar og Einars Brandssonar dags. 5. nóvember 2010 til ráðuneytisins um hæfi bæjarfulltrúa.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma upplýsingum til ráðuneytisins varðandi reglur um styrki til félagasamtaka vegna fasteignagjalda, en svo virðist vera að álit ráðuneytisins hvað þann þátt varðar sé ekki byggt á réttum upplýsingum.

Álit ráuneytisins ásamt gögnum lagt fram.

5.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

912056

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 31.janúar s.l. ásamt drögum að nýjum reglum um afrekssjóð.

Málinu vísað til umfjöllunar í Fjölskylduráði.

6.Bókasafn - lengri opnunartími

1003173

Bréf Tómasar Guðmundssonar f.h. stjórnar Akranesstofu dags. 2.febrúar s.l. þar sem óskað er eftir að bæjarráð endurskoði ákvörðun sína um hvort leyfa eigi að hafa bókasafnið opið á laugardögum.

Bæjarráð samþykkir breytingar á opnunartíma safnsins þannig að opið verði á laugardögum frá kl. 11:00 - 14:00. Áætluðum kostnaði kr. 562.000.- á ári er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

7.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Bréf Tómasar Guðmundssonar f.h. stjórnar Akranesstofu dags. 2.febrúar s.l. þar sem ítrekuð er sú afstaða að nauðsynlegt sé að halda verkefninu "Viskubrunnur í Álfalundi" áfram.

Lagt fram.

8.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 7.febrúar s.l. ásamt tímaplani og sundurliðun viðhaldsverkefna í mannvirkum Framkvæmdastofu á árinu 2011.

Lagt fram.

9.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2010.

1003012

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 7.febrúar s.l. ásamt sundurliðuðu uppgjöri á stöðu ársins 2010. Um er að ræða frumdrög að uppgjöri sem sýnir nokkru betri stöðu en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir. Endurskoðun hefur ekki farið fram.

Lagt fram.

10.Frumvarp til sveitarstjórnarlaga - umsögn

1102067

Umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 9.2.2011.

Bæjarráð tekur undir fyrirliggjandi umsögn Sambands ísl sveitarfélaga á frumvarpinu.

11.Námskeið Sambands íslenskra sveitarfélaga vorið 2011

1102066

Upplýsingar um námskeið frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi móttekið 10.2.2011.

Bæjarráð vekur athygli bæjarstjórnarmanna á umræddu námskeiði.

12.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2012-2014.

1102111

Þriggja ára áætlun Akraneskaupstaðar 2012-1014, fyrir A og B hluta.
Andrés Ólafsson fjármálastjóri mætir á fundinn.

Fjármálastjóri gerði grein fyrir áætluninni.

13.Leiguíbúðir

1102071

Erindi Framkvæmdastofu dags. 14.2.2011 þar sem gerð er tillaga um leiguverð á íbúðum Akraneskaupstaðar. Lagt er til að leiguverð á leiguíbúðum í eigu Akraneskaupstaðar verði kr. 800 - 900 pr. m2.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu framkvæmd málsins.

14.Sameiginlegur fundur sveitarfélaganna

1102077

Fundargerð sameiginlegs fundar sveitarstjórna Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradals og Akraness dags. 4.2.2011.

Lögð fram.

15.Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands 2011

1102041

Fundargerð frá 18.janúar 2011.

Lögð fram.

16.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011

1102040

Fundargerð nr. 783 frá 28.janúar 2011.

Lögð fram.

17.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerði nr. 49 og 50 frá 5. og 19.janúar 2011.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00