Fara í efni  

Bæjarráð

3251. fundur 16. apríl 2015 kl. 17:00 - 20:45 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Faxabraut 7 - stækkun lóðar

1406089

Magnús Sólmundsson mætir á fundinn.
Magnús Sólmundsson gerir grein fyrir beiðni Nótastöðvarinnar hf. um stækkun lóðar við Faxabraut 7.

2.Hafnarbraut 3 / HB Grandi - fyrirspurn

1309027

Ketill Már Björnsson mætir á fundinn.
Ketill Már Björnsson gerir grein fyrir athugasemdum varðandi ónæði af búnaði ofan á húsi HB Granda að Hafnarbraut 3.

Bréf Ketils lagt fram og fært í fundagerð þar sem hann óskar eftir því að bæjaryfirvöld láti færa kælivirki HB Granda að Hafnarbraut 3 hið fyrsta.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - A hluti

1504018

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - A hluti
1.1 Aðalsjóður
1.2.Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

A-hlutinn.
Lagður fram ársreikningur A-hluta Akraneskaupstaðar.

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 291,9 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 138,1 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur:
Skuldaviðmið er 86% en var 105% árið 2013.
Skuldahlutfall er 116% en var 119% árið 2013.
Veltufé frá rekstri er 16,52% en var 14,99% árið 2013
Framlegð er 6,9% en var 10,9% árið 2013.
Bæjarráð staðfestir ársreikninga Aðalsjóðs, Eignasjóðs og Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Gámu, Byggðasafns og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.

4.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - B hluti

1504019

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - B - hluti
2.1 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.2 Háhiti ehf.
2.3. Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

B-hlutinn.
Rekstrarniðurstaða B-hluta var neikvæð um 146,3 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 91,4 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ársreikningarnir verði samþykktir.

5.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2014 - samstæða

1504039

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2014.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar var jákvæð um 145,7 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 46,7 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Skuldaviðmið er 91% en var 113% árið 2013.
Skuldahlutfall er 126% en var 129% árið 2013.
Veltufé frá rekstri er 14,7% en var 12,8 árið 2013.
Framlegð samstæðunnar er 4,2% en var 8,2% árið 2013.
Bæjarráð staðfestir samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.

6.Laugafiskur - upplýsingar um heitloftsþurrkun

1504046

Erindi dags. 10.4.2015, frá Lögmönnum Höfðabakka f.h. hóps íbúa á Akranesi þar sem óskað er eftir upplýsingum sem tengjast starfsemi heitloftsþurrkunar HB-Granda Laugafisks).
Bæjarstjóra er falið að svara erindinu.

7.Lóðir á Breið

1411168

Lagt fram tilboð frá Björgunarfélaginu og Slysavarnarfélaginu Líf um lóðir til kaups á Breiðinni.
Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við félögin á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

8.Verklagsreglur um starfsemi leikskóla Akraneskaupstaðar

1504007

Lögð fram samþykkt skóla- og frístundaráðs dags. 7.4.2015, þar sem óskað er staðfestingar á breytingu á verklagsreglum um starfsemi leikskóla vegna sumarleyfis leikskólabarna og sumarlokun.
Bæjarráð samþykkir breytingu á verklagsreglum með smávægilegri orðalagsbreytingu:
2.3. Barn í leikskóla skal taka 4 vikna samfellt sumarleyfi ár hvert. Leikskóla- og fæðisgjald er eingöngu fellt niður þann tíma sem sumarlokun leikskóla stendur. Óski foreldrar eftir því að taka lengra sumarleyfi en lokun leikskóla varir eða taka það á öðrum tíma en í tengslum við sumarlokun leikskóla, skal fella niður fæðisgjald ef um er að ræða tvær vikur eða lengri fjarvistir samfellt.

9.Sorphirðugjöld 2015

1504040

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 27.3.2015, vegna kæru íbúa á Akranesi um álagningu sorphirðu- og sorpeyðingargjalda vegna ársins 2014.
Úrskurðarnefndin taldi gjaldtöku Akraneskaupstaðar ólögmæta þar sem ekki hafi verið gætt réttra málsmeðferðarreglna samkvæmt lögum númer 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og að kaupstaðnum bæri að endurgreiða gjaldþega álagt gjald.
Ennfremur lagt fram álit Sambands íslenskra sveitarfélaga um úrskurðinn.
Bæjarstjóra falið að senda fyrirspurn til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands um hvernig standa skuli að umsagnarferli því sem áskilið er í 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

10.Faxabraut 3 - leiga/sala á húsnæði

1401166

Auglýsing um sölu eða leigu á eignarhluta Akraneskaupstaðar í Faxabraut 3 lögð fram.
Auglýsing um sölu eða leigu á eignarhluta bæjarins í Faxabraut 3 samþykkt og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að ljúka málinu.

11.Faxaflóahafnir - Landfyllingar á Akranesi

1411138

Erindi Faxaflóahafna dags. 10.4.2015, ásamt frumtillögum að landfyllingum á hafnarsvæði Akraneskaupstaðar.
Lagt fram.

12.Veikindaleyfi

1504041

Óskað er eftir heimild til að ráða í tímabundið starf vegna veikindaleyfis Helgu Gunnarsdóttur sviðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ráða í tímabundið starf til 1. september vegna veikindaleyfis sviðsstjóra.
Kostnaði verði ráðstafað af liðnum 20830-1690, aðrar launagreiðslur.

13.HBGrandi - starfsmannaskemmtun tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi

1504017

Umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi og tímabundið áfengisleyfi vegna starfsmannaskemmtunar HB Granda sem halda á þann 17. apríl 2015 frá kl. 17:00-03:00.
Umsögn Akraneskaupstaðar lögð fram til kynningar.

14.FVA - styrkur til tækjakaupa 2015

1409009

Erindi FVA dags. 8.4.2015, þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á búnaði: TIG suðuvél kr. 420.000 og endurnýjunar gasbúnaðar kr. 750.000.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.
Fylgiskjöl:

15.Vesturlandsvaktin - hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

1401198

Erindi Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands dags. 8.4.2015, þar sem þakkaður er stuðningur vegna söfnunar til kaupa á tölvusneiðmyndatæki fyrir HVE., sem afhent verður á aðalfundi 25.4.2015 og er bæjarstjóra og fulltrúum sveitarfélagsins boðið að sitja aðalfundinn og vera viðstödd afhendinguna.
Bæjarráð óskar Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Hollvinasamtökunum til hamingju með kaupin á nýju tölvusneiðmyndtækinu og þakkar fyrir gott boð.

16.OR - aðalfundur 2015

1504043

Fundarboð vegna aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 27.4.2015, kl. 13:00 á efri hæð veitingarstaðarins Sólon, Bankastræti 7a.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri og Valdís Eyjólfsdóttir bæjarfulltrúi mæta á fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

17.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1501335

Fundarboð XXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður 17.4.2015 í Salnum í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar Akraneskaupstaðar verði:
Ólafur Adolfsson, Sigríður Indriðadóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir auk bæjarstjóra.

18.Lánasjóður sveitarfélaga ohf - aðalfundur 2015

1503269

Fundarboð aðalfundar lífeyrissjóðs sveitarfélaga ohf. fyrir árið 2014, sem haldinn verður 17.4.2015 í Salnum í Kópavogi.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri mætir á fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

19.Umhverfisvöktun iðjuveranna á Grundartanga 2014

1504033

Fundarboð kynningarfundar á niðurstöðum umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga vegna ársins 2014, sem haldinn verður 30.4.2015 hjá Norðuráli á Grundartanga.
Bæjarráð þakkar boðið og bæjarfulltrúarnir Ólafur Adolfsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir mæta á fundinn fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

20.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

8. og 10. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 17.2.2015 og 12.3.2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

21.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2015

1503107

Til máls tóku:
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
18. aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 25.3.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2015 - Faxaflóahafnir

1501216

131. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 10.4.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

827. fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.3.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:45.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00