Fara í efni  

Bæjarráð

3249. fundur 12. mars 2015 kl. 16:00 - 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Anna Lára Steindal varaáheyrnarfulltrúi
 • Jóhannes K. Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Tölvubúnaður Akraneskaupstaðar - stækkun og endurbætur á miðlægum tölvubúnaði

1502098

Endurnýjun á hluta miðlægs tölvubúnaðar Akraneskaupstaðar.
Ingibjörg Valdimarsdóttir, víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir kaup á vélbúnaði (netþjón og diskastæðu) sem tilheyrir miðlægum tölvubúnaði Akraneskaupstaðar.

Um er að ræða eignfærða fjárfestingu að fjárhæð kr. 4,8 mkr. (með vsk) og vinnu sérfræðinga að fjárhæð kr. 400.000 (án vsk) eða samtals 5,2 mkr. sem verði mætt með samsvarandi lækkun á handbæru fé.

2.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - erindi frá Vallarseli.

1411073

Beiðni um fjárveitingu fyrir Leikskólann Vallarsel til kaupa á felliborði og 12 stólum.
Bæjarráð samþykkir kaup á felliborði og tólf stólum fyrir leikskólann Vallarsel að fjárhæð kr. 300.000.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum viðhald áhalda 20830-4660.

3.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - erindi vegna bæjarskrifstofu.

1411073

Beiðni um vélbúnað/tölvur/skjái.
Bæjarráð samþykkir kaup á tölvubúnaði fyrir bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar að fjárhæð kr. 937.000.

Fjármunum verður ráðstafað af liðnum viðhald áhalda 20830-4660.

4.Gaman saman - gjaldskrá vorönn 2015

1503027

Drög að gjaldskrá Þorpsins vegna frístundatilboðsins Gaman saman.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána með gildistöku frá og með 16. mars næstkomandi.

5.Akrasel - lengri opnunartími

1502239

Tillaga um lengri opnunartíma.
Bæjarráð samþykkir að ráðstafa fjármunum vegna aukins opnunartíma á leikskólanum Akraseli frá 1. ágúst næstkomandi.

Auknum kostnaði vegna þjónustu leikskólans verði mætt með fjárveitingu af liðnum óviss útgjöld, samtals kr. 670.000.

6.Leikskólar - fjöldi starfsmannafunda

1502240

Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna, samtals að fjárhæð kr. 640.000, til leikskólanna á Akranesi til að mæta kostnaði vegna starfsmannafunda utan opnunartíma.

Skipting fjármunanna á milli leikskólanna er eftirfarandi:
1. Akrasel kr. 217.000.
2. Garðasel kr. 126.000.
3. Teigasel kr. 108.000.
4. Vallarsel kr. 189.000.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

7.Eyrarlundur 2-4-6 - umsókn um byggingarlóð

1503038

Umsókn Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar ehf. dags. 4.3.2015, um byggingarlóð við Eyrarlund 2-4-6.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Eyrarlundur 2-4-6 til Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar ehf.

8.Asparskógar 29 - umsókn um byggingarlóð

1502249

Umsókn Uppbyggingar ehf. dags. 26.2.2015, um byggingarlóð við Asparskóga 29.
Lóðin er ekki laus og umsókninni því synjað.

9.Asparskógar 27 - umsókn um byggingarlóð

1502250

Umsókn Uppbyggingar ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 27.
Lóðin er ekki laus og umsókninni því synjað.

10.Asparskógar 24 - umsókn um byggingarlóð

1502248

Umsókn Uppbyggingar ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 24.
Lóðin er ekki laus og umsókninni því synjað.

11.Asparskógar 18 - umsókn um byggingarlóð

1502247

Umsókn Uppbyggingar ehf. um byggingarlóð við Asparskóga 18.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Asparskógar 18 til Uppbyggingar ehf.

12.Lóðir á Breið

1411168

Lagt fram erindi Fasteignasölu Vesturlands, f.h. Björgunarfélags Akraness og Slysavarnardeildarinnar Lífar, með tilboði til Akraneskaupstaðar um kaup á lóðum á Breið. Ennfremur lögð fram greinargerð sviðsstjóra skípulags- og umhverfissviðs um málið.

Jóhannes Karl Guðjónsson víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður um mögulega kaup lóðanna samkvæmt þeim umræðum sem fram fóru á fundinum.

13.Faxabraut 7 - stækkun lóðar

1406089

Erindi Nótastöðvarinnar hf. um stækkun lóðar við Faxabraut 7.
Bæjarráð synjar Nótastöðinni hf. um stækkun lóðar við Faxabraut 7.

14.Íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs

1402046

Minnisblað framkvæmdastjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs dags. 1.3.2015.
Minnisblað framkvæmdastjóra eignasviðs Íbúðalánasjóðs lagt fram til kynningar.

15.Írskir dagar 2015

1411125

Erindi menningar- og safnanefndar dags. 10.3.2015, þar sem óskað er eftir að bæjarráð samþykki að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að taka að sér framkvæmd Írskra daga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra hugmyndina í samráði við formann menningar- og safnanefndar.

16.Íslandsmótið í golfi 2015

1503071

Drög að framkvæmdasamningi við Golfklúbbinn Leyni vegna Íslandsmóts í golfi 2015
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni vegna Íslandsmóts í golfi sem fram fer á Garðavelli dagana 23. júlí til 26. júlí næstkomandi og felur bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.

Í samþykktri framkvæmdaáætlun vegna ársins 2015 er gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 2.000.000.

Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

17.Fræðsluferð starfsmanna til Malmö í Svíþjóð.

1502106

Ósk um leyfi föstudaginn 15. maí nk. vegna fræðsluferðar.
Bæjarráð samþykkir að veita þeim starfsmönnum Akraneskaupstaðar sem eru að fara til Malmö í fræðsluferð dagana 14.-17. maí næstkomandi, leyfi til að sækja fræðslufund föstudaginn 15. maí.

18.Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga - endurgreiðsluhlutfall B- deildar Akraneskaupstaðar 2015

1503049

Erindi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga dags. 26.2.2015, þar sem gerð er grein fyrir tillögu tryggingastærðfræðings sjóðsins um endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS.

lagt er til að hlufallið haldist óbreytt eða 56% fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir að hlutfall endurgreiðslu lífeyris vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS verði 56%.

Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til samþykktar.

19.SSV - aðalfundur 2015

1503021

Aðalfundarboð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, sem haldinn verður á Hótel Hamri í Borgarnesi miðvikudaginn 25. mars nk. og hefst hann kl. 10.
Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi fulltrúar sæki fundinn f.h. Akraneskaupstaðar: Valdís Eyjólfsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Sigrún Inga Guðnadóttir.

20.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1501335

Fundarboð XXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn verður í Salnum í Kópavogi föstudaginn 17.4.2015 og hefst hann kl. 10:00.
Bæjarráð samþykkir að eftirfarandi fulltrúar sæki fundinn f.h. Akraneskaupstaðar: Ólafur Adolfsson, Sigríður Indriðadóttir, Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir og Ingibjörg Valdimarsdóttir.

21.Spölur - aðalfundur 2015

1503023

Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. sem haldinn verður föstudaginn 20. mars nk. kl. 11 á Gamla Kaupfélaginu.
Aðalfundarboðið lagt fram til kynningar.

22.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 338 - um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Lagt fram til kynningar.

23.Húsmæðraorlof 2015 - Orlofsnefnd Mýra- og Borgarfjarðars.

1503048

Erindi Orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu dags. 4.3.2015 varðandi lögbundið framlag vegna orlofs húsmæðra.
Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til laga þar að lútandi.

24.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

9. fundargerð menningarmálanefndar frá 5.3.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynnningar.

25.Fundargerðir 2015 - starfshópur um Breið

1501213

7. fundargerð starfshóps um Breið frá 10.2.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynnningar.
Fylgiskjöl:

26.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

826. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.2.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynnningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 16:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00