Fara í efni  

Bæjarráð

3248. fundur 26. febrúar 2015 kl. 16:00 - 18:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Dalbraut 6 - kaupsamningur f. þjónustumiðstöð fyrir aldraða

1410165

Lögð fram greiðsluáætlun vegna húsnæðis að Dalbraut 6. Sviðsstjóri velferðar-og mannréttindasviðs situr fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi greiðsluáætlun vegna húsnæðisins að Dalbraut 6 en afhendingu húsnæðisins seinkar til 1. maí næstkomandi.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að undirbúa erindisbréf vegna samráðshóps Akraneskaupstaðar og FEBAN um skipulag þess hluta lóðarinnar sem tengist fyrirhugaðri þjónustumiðstöð að Dalbraut 6.

2.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014

1409066

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins sem haldinn var þann 18. nóvember 2014, skorar á bæjarráð að skoða í fullri alvöru að veita ungu fólki aðkomu að nefndum bæjarins sem áheyrnarfulltrúum með tillögurétt.
Bæjarráð þakkar Sindra Snæ Alfreðssyni formanni ungmennaráðs og Önnu Mínervu Kristinsdóttur varaformanni ungmennaráðs fyrir komuna á fundinn og felur bæjarstjóra að útfæra nánar hvernig efla megi tengsl ungmennaráðs og stjórnsýslunnar á Akranesi, sérstaklega í málum sem snerta ungmennin beint.

3.Fasteignagjöld v. Presthúsabraut 26

1405174

Minnisblað fjármálastjóra dags. 26.01.2015, vegna niðurfellingar eða lækkunar fasteignagjalda af Presthúsabraut 26 vegna endurbyggingar hússins.
Bæjarráð samþykkir, með vísan til ákvæða laga um menningarminjar nr. 80/2012, að fella tímabundið niður fasteignagjöld vegna Presthúsabrautar 26. Niðurfellingin gildir vegna ársins 2015.

4.Stuðningsfjölskyldur - hækkun greiðslna

1502159

Erindi Þjónusturáðs Vesturlands ásamt bókun velferðar- og mannréttindaráðs lögð fram.
Bæjaráð tekur undir mikilvægi þess að endurskoða greiðslur til stuðningsforeldra fatlaðra barna en óskar eftir kostnaðarmati frá Þjónusturáði vegna tillögunnar.

5.Bakkatún 30 - byggingarleyfisgjöld

1410205

Erindi Þorgeir & Ellert hf. með beiðni um greiðslufrest af hluta af gatnagerðar- og þjónustugjöldum vegna viðbyggingar við Bakkatún 30.
Bæjarráð samþykkir beiðni Þorgeir & Ellerts hf. um greiðslufrest á hluta af gatnagerðargjaldi, skv. 2. mgr. 12. gr. gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald og stofngjald fráveitu á Akranesi þar sem ekki er komin niðurstaða varðandi beiðni fyrirtækisins um sérstakan ívilnunarsamning vegna framkvæmdanna.
Ingibjörg Valdimarsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.

6.100 ára kosningaréttur kvenna

1408142

Bréf menningar- og safnanefndar dags 23.02.2015.
Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um stofnun starfshóps til að undirbúa sýningu í tengslum við 100 ára kosningarafmæli kvenna. Hópinn skipa Ingibjörg Pálmadóttir sem verður formaður, Guðjón Brjánsson og Anna Leif Elídóttir.

7.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411069

Bréf velferðar- og mannréttindaráðs dags. 19.02.2015.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2016.

8.Þjónustugjaldskrár 2015 - ráðstöfun fjármuna

1411069

Bréf skóla- og frístundaráðs dags. 19.02.2015.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2016

9.Eldvarnabandalagið - samstarf um auknar eldvarnir

1502213

Erindi Eldvarnabandalagsins dags. 18.2.2015, þar sem óskað er eftir viðræðum við fulltrúa Akraneskaupstaðar um samstarf vegna eldvarna.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi Eldvarnarbandalagsins um samstarf vegna eldvarna og felur bæjarstjóra að vinna frekar að málinu í samstarfi við skipulags- og umhverfissvið.

10.Baski - Þrettándinn á malarvellinum málverk

1502183

Erindi frá Bjarna Skúla Ketilssyni (Baska) dags. 16.02.2015, þar sem hann býður Akraneskaupstað málverkið "Þrettándinn á malarvellinum" til kaups.
Bæjarráð samþykkir að kaupa málverkið "Þrettándinn á malarvellinum" og felur bæjarstjóra að ganga frá kaupunum. Fjárhæðinni, kr. 216.000 verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

11.Nordjobb - sumarstörf 2015

1502154

Erindi NORDJOBB á Íslandi dags. 11.02.2015, um að Akraneskaupstaður taki þátt í verkefninu og ráði tvo Nordjobbara til starfa á komandi sumri.
Bæjarráð þakkar NORDJOBB fyrir erindið en telur sér ekki fært að verða við því fyrir sumarið 2015.

12.Faxaflóahafnir - Landfyllingar á Akranesi

1411138

Bréf Faxaflóahafna dags. 20.02,2015.
Svarbréf Faxaflóahafna dags. 20.02.2015 við bréfi bæjarstjóra dags. 12.02. 2015 lagt fram.
Faxaflóahafnir samþykkja ósk Akraneskaupstaðar að hefja þríhliða viðræður Faxaflóahafna, Akraneskaupstaðar og HB Granda vegna hugmynda um landfyllingar við Akraneshöfn.

13.Samband Íslenskra sveitarfélaga - samkomulag við Kennarsamband Íslands

1502205

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 23.02.2015, ásamt samkomulagi um breytingu á kjarasamningum milli Sambandsins og Kennarafélags Íslands fh. Félags Grunnskólakennara.
Lagt fram til kynningar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr 512 - frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur).
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 454 - frumvarp til laga um aðbúnað og hollustuhætti,öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta).
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

16.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 427 - frumvarp til laga um uppbygingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög)
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

17.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 511 - frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu EES reglur).
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

18.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 455 - frumvarp til laga um náttúrupassa.
Frumvarpið ásamt umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.

19.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 416- frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

20.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr. 503 - frumvarp til laga um farmflutninga á landi (aukið eftirlit, starfsleyfi o.fl. EES reglur)
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

21.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar

1502110

Mál nr.504 - frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni (heildarlög EES reglur)
Frumvarpið lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2015 - SSV

1501217

114. fundargerð SSV frá 28.01.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Fundargerðir 2015 - Samband ísl. sveitarfélaga

1501219

825. fundagerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16.02.2015.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00