Fara í efni  

Bæjarráð

3244. fundur 29. janúar 2015 kl. 16:00 - 21:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Laugafiskur - lyktarmengun

1206151

Kvartanir vegna lyktarmengunar frá Laugafiski.
Bæjarráð þakkar Óskari Arnórssyni og Rannveigu Þórisdóttur fyrir komuna á fundinn og að gera grein fyrir þeirra sjónarmiðum sem íbúar í nágrenni við fyrirtækið Laugafisk.

2.Kútter Sigurfari - staða mála

1501415

Erindi menningar- og safnanefndar dags. 21.1.2015 vegna Kútters Sigurfara.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir formlegu samstarfi við þjóðminjavörsluna, forsætisráðuneytið og mennta- og menningarmálaráðuneytið varðandi framhald málsins. Kanna þarf hvort umrædd styrkveiting geti falið í sér vinnu við gerð verndunaráætlunar fyrir skipið að hluta eða heild. Slík vinna yrði unnin undir forystu Þjóðminjasafnsins.

3.Liðveisla - endurskoðun á reglum Akraneskaupstaðar

1403148

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 17.12.2014 reglur um liðveislu, lagt er til við bæjarráð að reglurnar verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.

4.Sementsverksmiðjan stjórnstöð - myndlistarhópar útleiga

1501379

Drög að samningi við myndlistarhóp á Akranesi um leigu á stjórnstöð í Sementsverksmiðjunni.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi leigusamning og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

5.Starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs

1411044

Farið yfir stöðu ráðningarferilsins.
Bæjarstjóri upplýsir að heildarkostnaður til ráðgjafa vegna þessa er um kr. 200.000.

6.Styrkir og auglýsingar 2015

1501159

Erindi Skessuhorns dags. 21.1.2015, vegna auglýsinga í Vestulandsþætti á ÍNN.
Bæjarráð samþykkir kaup á auglýsingum á INN sem sýndar verða í tengslum við þætti um Vesturland. Í þáttunum verður lögð áhersla á fjölbreytt mannlífs,- menningar,- og atvinnutengt efni af öllu Vesturlandi. Þættirnir verða alls 12 talsins og verða endursýndir all oft.

Fjárhæðinni, allt að kr. 220.000, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

7.Starfshópur um starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar

1409231

Bæjarráð telur mikilvægt að vinna sem fyrst að heildarstefnumótun fyrir Akraneskaupstað og felur bæjarstjóra undirbúning vegna þessa.

Bæjarráð samþykkir beiðni formanns starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Akraneskaupstaðar um að hópurinn skili tillögum sínum þegar heildarstefnumótun liggur fyrir.

8.Deilisk. - Nýlendureitur, Melteigur 11 - 13 og Suðurgata 31 - 33

1406200

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning varðandi Nýlendureit við Kala ehf.

Kostnaði vegna samningsgerðar, þinglýsinga o.fl. allt að fjárhæð kr. 200.000 verði ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

9.Baugalundur 20 - umsókn um byggingarlóð

1501319

Umsókn Grenja ehf. um byggingalóð við Baugalund nr. 20.
Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Baugalundur 20 til Grenja ehf.

10.Leigu- og rekstrarsamningur ÍA og Akraneskaupstaður

1412007

Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum, þann 20.1.2015, að leggja til við bæjarráð að leigu- og rekstrarsamningur Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness verði endurnýjaður og framlengdur. Ráðið leggur til að í 5. grein samningsins verði skipting tekna á þann veg að 20% renni til leigusala og 80% til leigutaka. Einnig leggur ráðið til að samningstímabilið samkvæmt 11. grein verði til og með 31.12.2016.
Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins.

11.Búnaðar- og áhaldakaup 2015 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1411073

Erindi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs dags. 22.1.2015, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 270.000,- til endurnýjunar á húsbúnaði fyrir Vallarsel og kaup á þremur spjaldtölvum.
Bæjarráð samþykkir úthlutun úr tækjakaupasjóði að fjárhæð kr. 270.000 til Vallarsels.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum viðhald áhalda 20830-4660.

12.Dalbraut 6 - afhending á húsi og lóð

1410165

Erindi frá ÞÞÞ ehf. dags. 19.1.2015, þar sem óskað er eftir að afhendingu á húsi og lóð að Dalbraut 6 verði frestað til 1. maí 2015.
Bæjarráð samþykkir beiðni Þórðar Þórðarsonar f.h. Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf. um frestun á afhendingu á húsi og lóð að Dalbraut 6 frestist til 1. maí næstkomandi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins með tilliti til fyrirliggjandi kaupsamnings.

13.Flóasiglingar

1501150

Viljayfirlýsing Akraneskaupstaðar og Reykjavíkurborgar lögð fram.
Bæjarráð fagnar þessari niðurstöðu og leggur áherslu á að ráðist verði sem fyrst í markaðsrannsókn og könnun á áhuga íbúa og fyrirtækja á þessum valkosti.

14.Árbók Akurnesinga - endurnýjun samnings

1501370

Bæjarráð samþykkir að kaupa 40 eintök af Árbók Akurnesinga ásamt kaup á auglýsingu, samtals að fjárhæð kr. 412.580.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld 20830-4995.

15.Veraldarvinir - sjálfboðaliðar 2015

1501153

Tölvupóstur frá Veraldarvinum dags. 8.1.2015, þar sem óskað er eftir að endurvekja samstarf ef áhugi er fyrir hendi.
Lagt fram til kynningar.

16.Frumvarp til laga nr. 403 - um örnefni (heildarlög)

1501360

Frumvarp til laga frá nefndasviði Alþingis, um örnefni.
Lagt fram til kynningar.

17.Ábendingar um málefni innflytjenda

1501154

Ábendingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 8.1.2015, um málefni innflytjenda.

18.Fundargerðir 2015 - menningar- og safnanefnd

1501212

4. fundargerð menningar- og safnanefndar frá 20.1.2015.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2014 - starfshópur um Sementsreit

1412164

4. fundargerð starfshóps um Sementsreit frá 15.12.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 21:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00