Fara í efni  

Bæjarráð

3238. fundur 27. nóvember 2014 kl. 16:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015

1405055

Tillaga um hækkun fjárfestinga.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

2.OR - eigendanefnd 2014

1401093

Fundarboð eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 28.11.2014 nk. og hefst hann kl. 13:30.
Fundarboðið lagt fram til kynningar.

3.Strætisvagn Akraness - samningur 2010 - 2014

1411057

Samkomulag um framlengingu núgildandi samnings um akstur strætisvagns á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir að framlengja um eitt ár samkomulag um akstur strætisvagns á Akranesi við núverandi rekstrarhafa með breyttri akstursleið.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að breytingin verði kynnt íbúum.

4.Lóðir á Breið

1411168

Erindi Soffíu Magnúsdóttur fasteignasala dags. 29.10.2014, þar sem lóðir við Breið eru boðnar til sölu f.h. Björgunarfélags Akraness og Slysavarnadeildarinnar Lífar á Akranesi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við fulltrúa félaganna.

5.Landfyllingar á Akranesi

1411138

Erindi Faxaflóahafna dags. 14.11.2014, ásamt meðfylgjandi minnisblaði aðstoðarhafnarstjóra, þar sem landfyllingar á Akranesi eru kynntar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs og til starfshóps vegna Breiðar og hafnarsvæðisins.

Bæjarráð vekur jafnframt athygli á mikilvægi þess að greina áhrif landfyllingar á fjöruna við Langasand.

6.Höfði - fjárhagsáætlun 2015

1409229

Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimils fyrir árið 2015 og 2016-2018 sem samþykktar voru á fundi stjórnar 17.11.2014.
Fjárhagsáætlanir afhendast til umfjöllunar og afgreiðslu eins og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Höfða fyrir árið 2015 og 2016-2018 og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

7.Hagaflöt 9 - byggingargallar

1306001

Erindi húsfélagsins á Hagaflöt 9, dags. 17.11.2014, þar sem óskað er útskýringa á málsmeðferð.
IP og VE víkja af fundinum undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

8.Skagaver, Miðbær 3 - skaðabótarkrafa

1210069

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 6.11.2014 í máli Skagavers ehf. gegn Akraneskaupstað.
Lagt fram til kynningar.

9.Mæðrastyrksnefnd - jólaúthlutun 2014

1411175

Erindi Mæðrastyrksnefndar Akraness dags. 3.11.2014, þar sem óskað er eftir styrk til jólaúthlutunar eins og fyrri ár.
Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Mæðrastyrksnefndar Akraness að fjárhæð kr. 300.000.- til matarúthlutunar til stuðnings fjölskyldna nú fyrir jólin. Mæðrastyrksnefnd skal skila greinargerð um hvernig staðið hafi verið að úthlutun matarúttekta fyrir 1. febrúar nk. sem og ársreikningi vegna ársins 2014 til bæjarráðs.

Fjárhæðinni verður ráðstafað af liðnum 21-83-4980.

10.Blómalundur 2-4

1411181

Umsókn Akurs ehf. dags. 24.11.2014, um parhúsalóð við Blómalund nr. 2-4.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun Blómalundar númer 2-4 til Akurs ehf.

11.Fjólulundur 5-7

1411182

Umsókn Akurs ehf. dags. 24.11.2014, um parhúsalóð við Fjólulund nr. 5-7.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun Fjólulundar númer 5-7 til Akurs ehf.

12.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Umsókn skólastjóra Grundaskóla dags. 24.11.2014, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 1.8 millj. til kaupa á tölvubúnaði og skjavörpum.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs.

13.Afskriftir 2014

1410108

Tillögur fjármálastjóra dags. 25.11.2014, vegna afskriftabeiðna.
Bæjarráð samþykkir afskriftir að fjárhæð kr. 13.617.611.

14.SSV - starfshópur um menningarmál

1411195

Drög að erindisbréfi starfshóps SSV um menningarmál og beiðni um tilnefningu fulltrúa í hópinn.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

15.Knattspyrnufélag ÍA - styrkbeiðni

1411194

Styrkbeiðni knattspyrnufélags ÍA, vegna góðs árangurs ÍA í meistaraflokki karla í knattspyrnu.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs.

16.Álmskógar 2 - 4 - umsókn um byggingarlóð

1409112

Umsókn Callisia ehf. dags. 9.9.2014, ásamt verkáætlun sem bæjarráð óskaði eftir.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun Álmskóga númer 2 - 4 til Callisia ehf.

17.Seljuskógar 1,3 og 5 - umsókn um byggingarlóð

1409110

Umsókn Callisia ehf. dags. 9.9.2014, ásamt verkáætlun sem bæjarráð óskaði eftir.
Bæjarráð samþykkir lóðaúthlutun Seljuskóga númer 1,3 og 5 til Callisia ehf.

18.I.Á hönnun - ívilnun vegna nýfjárfestinga

1411162

Erindi Ívilnananefndar dags. 24.11.2014, þar sem óskað er umsagnar um fjárfestingaverkefni IÁ-hönnunar ehf. sem fyrirhugað er á Akranesi.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn.

19.Starfshópur um gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2015

1410181

3. og 4. fundargerð starfshóps um gjaldskrár frá 13.11.2014 og 19.11.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00