Fara í efni  

Bæjarráð

3237. fundur 13. nóvember 2014 kl. 17:00 - 19:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Ólafur Adolfsson formaður
 • Valdís Eyjólfsdóttir varaformaður
 • Kristinn Hallur Sveinsson varamaður
 • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingibjörg Pálmadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Málefni tónlistarskólakennara

1411065

Fulltrúar tónlistarkennara á Akranesi mæta á fundinn.
Bæjarráð lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu málsins og hvetur samningsaðila til að ná saman sem fyrst.

2.Námsgjöld í Tónlistarskólann á Akranesi haustið 2014

1411095

Borist hafa fyrirspurnir um innheimtu námsgjalda meðan á verkfalli tónlistarkennara stendur
Bæjarráð samþykkir að fallið verði frá innheimtu námsgjalda vegna þeirra nemenda sem ekki fá notið tónlistarkennslu meðan á verkfalli kennara stendur.

3.Starf sviðsstjóra velferðar- og mannréttindasviðs

1411044

Bæjarráð samþykkir að auglýsa stöðu sviðsstjóra velferðar-og mannréttindasviðs og felur bæjarstjóra að annast umsjón með ráðningaferlinu, ásamt utanaðkomandi ráðgjafa og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Ráðningu í stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs verður frestað um eitt ár. Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, hefur fallist á að gegna hinni nýju stöðu tímabundið á árinu 2015 þar til nýr sviðsstjóri verður ráðinn. Með þessari tilhögun verður meiri samfella í skiptingu verkefna á milli málaflokka þar sem núverandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs mun aðstoða við að koma nýjum stjórnanda í velferðar-og mannréttindamálum inn í starfið. Einnig er þessi ráðstöfun gerð til að draga úr kostnaðaraukningu vegna stjórnkerfisbreytinganna.

Kostnaði vegna ráðgjafa verði ráðstafað af liðnum 21-83-4990.

4.Starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs

1411043

Ráðning nýs sviðsstjóra skóla og frístundasviðs vegna stjórnkerfisbreytinga hjá Akraneskaupstað
Bæjarráð samþykkir að fresta ráðningu í stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um eitt ár.

Helga Gunnarsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri hefur fallist á að gegna hinni nýju stöðu tímabundið á árinu 2015 þar til nýr sviðsstjóri verður ráðinn.

Með þessari tilhögun verður meiri samfella í skiptingu verkefna á milli málaflokka þar sem núverandi sviðsstjóri fjölskyldusviðs mun aðstoða við að koma nýjum stjórnanda í velferðar-og mannréttindamálum inn í starfið. Einnig er þessi ráðstöfun gerð til að draga úr kostnaðaraukningu vegna stjórnkerfisbreytinganna.

5.Búnaðar- og áhaldakaup 2014 (tækjakaupasjóður) - ráðstöfun fjármuna

1312029

Erindi sviðsstjóra skóla og frístundasviðs dags. 11.11.2014, þar sem óskað er eftir heimild til að kaupa tvo skjávarpa fyrir Brekkubæjarskóla að upphæð kr. 200.000,-.
Bæjarráð samþykkir úthlutun fjármuna til kaupa á tveimur skjávörpum fyrir Brekkubæjarskóla.

Fjármununum verður ráðstafað af liðnum 21-83-4980.

6.Suðurgata 57 gamla Landsbankahúsið - auglýst til sölu

1409054

Tilboð lagt fram.
Bæjarráð hafnar tilboðinu og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að gera gagntilboð.

7.Fjólulundur 6-8 - umsókn um lóð

1411094

Umsókn Gests ehf. dags. 12.11.2014, þar sem óskað er eftir lóðum nr. 6 og 8 við Fjólulund undir parhús.
Bæjarráð verður við umsókninni og úthlutar parhúsalóðum við Fjólulund nr. 6 og nr. 8. til lögaðilans Gestur efh.

8.Ríkisendurskoðun - skýrsla rekstrarafkoma og fjárhagsstaða hjúkrunarheimila 2013

1411016

Í ársbyrjun 2014 óskaði Kristján Júlíusson heilbrigðisráðherra eftir að Ríkisendurskoðun gerði sérstaka úttekt á afkomu og fjárhagslegri stöðu hjúkrunarheimila, óháð rekstrarformi eða eignarhaldi.
Niðurstaða úttektarinnar lögð fram.

9.Skaginn - ívilnun vegna uppbyggingar

1411029

Erindi Skagans ehf. um ívilnun vegna uppbyggingar.
Lagt fram til kynningar.

10.Saga samfélagsins - ismus.is

1410192

Erindi Bjarka Sveinbjörnssonar tónlistarfræðings dags. 26.10.2014, þar sem óskað er eftir styrk til að taka viðtöl við nokkra af elstu íbúum sveitarfélagsins sem verður síðan aðgengilegt fyrir almenning á vefsíðunni ismus.is.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því núna. Bæjarráð bendir umsækjanda á að sækja um samkvæmt styrkjareglum Akraneskaupstaðar en úthlutun úr sjóðnum fer fram í byrjun næsta árs.

11.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ árið 2014

1410193

Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands dags. 24.10.2014, þar sem gerð er grein fyrir ágóðahlutdeild fyrir árið 2014. Ágóðahlutur Akraneskaupstaðar er kr. 1.732.500,-.
Lagt fram til kynningar.

12.Heilbrigðiseftirlit - fjárhagsáætlun 2015

1411031

Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2015 ásamt 122. fundargerð.
Bæjarráð samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2015.

Fundargerð Heilbrigðieftirlits Vesturlands nr. 122 lögð fram til kynningar.

13.Stjórnkerfisbreytingar 2014

1406126

Bæjarráð samþykkir að ráða Björn Steinar Pálmason viðskiptafræðing til að skoða rekstur menningarstofnana Akraness með það í huga að ná fram hagræðingu. Skýrslu verði skilað fyrir árslok 2014. Kostnaði vegna verksins verði mætt af liðnum 21-83-4980.

14.Starfshópur um gjaldskrár vegna fjárhagsáætlunar 2015

1410181

1. og 2. fundargerð starfshóps um gjaldskrár, frá 3. og 7.11.2014.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2014 - Samband ísl. sveitarfélaga

1402050

821. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00