Fara í efni  

Bæjarráð

3039. fundur 10. júní 2009 kl. 18:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Yfirvinnugreiðslur starfsmanna Akraneskaupstaðar.

906076


Bæjarráð samþykkir að umsamin greiðsla fastrar yfirvinnu starfsmanna Akraneskaupstaðar verði lækkuð um 7,5%. Yfirvinna sem færð hefur verið inn í föst laun skerðist einnig um 7,5%. Lagt er til að breytingin taki gildi 1. júlí 2009 og gildi út árið 2010, en verði endurskoðað að þeim tíma liðnum. Þá er öll önnur yfirvinna en kjarasamningsbundin með öllu óheimil án heimildar bæjarstjóra frá sama tíma.

2.Kaffimeðlæti

906074


Bæjarráð samþykkir að þar sem kaffibrauð er frítt í stofnunum Akraneskaupstaðar verði það aflagt. Bæjarráð leggur jafnframt til að hætt verði að bjóða upp á veitingar á fundum nefnda, stjórna og ráða Akraneskaupstaðar. Bæjarstjóra falið að koma samþykkt þessari á framfæri við stofnanir bæjarins.

3.Starfslokasamningar.

906077
Bæjarráð samþykkir að kannað verði hvort hagkvæmt geti reynst að gera starfslokasamninga við þá starfsmenn sem eru að nálgast starfslok sín svo og þá starfsmenn sem heyra undir svokalla 32 ára reglu og 95 ára reglu. Bæjarstjóri geri bæjarráði grein fyrir niðurstöðunni.

4.Endurfjármögnun lána.

906083

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, fjármálastjóra og endurskoðanda að leita eftir endurfjármögnun á lánasafni Akraneskaupstaðar með það að markmiði að minnka fjárþörf til afborgana langtímalána Akraneskaupstaðar. Allir möguleikar verði skoðaðir og áríðandi að þessi vinna hefjist sem fyrst.5.Húsverndunarsjóður.

906082

Bæjarráð samþykkir að ekki verði gert ráð fyrir fjárhæð á fjárhagsáætlun ársins 2010 til Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar.


6.Innkaup á pappír og ritföngum.

906081Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla tilboða í innkaup á pappír og ritföngum fyrir allar stofnanir Akraneskaupstaðar. Fyrirliggjandi samningar um innkaup verði yfirfarnir með tilliti til þessa.

7.Innkaup á matar- og hreinlætisvörum.

906080Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla tilboða í innkaup á matar- og hreinlætisvörum fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar.

8.Endurskoðun deilda Aðalskrifstofu.

906079Bæjarráð samþykkir að fela endurskoðanda bæjarins ásamt bæjarstjóra að gera úttekt á hagkvæmi þess að endurskipuleggja deildir innan Aðalskrifstofu Akraneskaupstaðar. Úttekt og tillaga að endurskipulagningu liggi fyrir þann 15. júní 2009.

9.Hátíðahöld og viðburðir.

906078


Bæjarráð samþykkir að framlög til hátíða og viðburða verði lækkuð enn frekar eða um allt að 3,0 mkr. Þannig má miða við lækkun vegna eftirtalinna viðburða:


· Hátíð hafsins kr. 500.000


· 17. Júní kr. 500.000


· Írskir dagar kr. 1.000.000


· Vökudagar kr. 500.000


· Aðrir viðburðir kr. 500.000


Samtals kr. 3.000.00010.Opnunartími bókasafns

906075


Bæjarráð samþykkir að almennur opnunartími Bókasafns Akraness verði styttur síðdegis um eina klukkustund á dag virka daga. Laugardagsopnun verði fell niður. Þá verði bókasafnið lokað í 2 mánuði sumarið 2009 vegna sumarleyfa og flutnings í nýtt húsnæði við Dalbraut.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00