Fara í efni  

Bæjarráð

3146. fundur 16. febrúar 2012 kl. 16:00 - 19:35 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar

1202132

Bréf fjármálastjóra dags. 12. febrúar 2012 ásamt gjaldskrá.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Hreyfingin - stjórn fiskveiða

1202097

Bréf Hreyfingarinnar dags. 7. febrúar 2012 ásamt fylgigögnum.

Lagt fram.

3.Strætó bs. - útboð á akstri

1103168

Tölvupóstur Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. dags. 6.-7. febrúar 2012 og yfirlýsing frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Strætó bs. dags. 14. febrúar 2012.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar janúar - desember 2011. Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 15. febrúar 2012 þar sem gerð er grein fyrir rekstrarniðurstöðu fyrir janúar - desember 2011.
Fyrir fundinum lágu upplýsingar um 12 mánaða bráðabirgðauppgjör A- og B hluta Akraneskaupstaðar.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða í A- hluta sýna halla sem nemur 0,1 millj. kr. á móti áætluðum tekjum í fjárhagsáætlun sem nemur 9,6 millj. kr. Halli A- hluta með fjármagnsliðum nemur 128,6 millj. kr. á móti áætluðum halla sem nemur 40,9 millj. kr. Samstæðan í heild sinni sýnir halla án fjármagnsliða sem nemur 23,2 millj. kr á móti áætlun 24,4 millj. kr. halla, en 153,4 millj. kr. halla með fjármagnsliðum á móti 72,8 millj. kr. halla í fjárhagsáætlun.

Lagt fram.

5.Dreyri - leiðrétting á fasteignagjöldum

1202124

Bréf Hestamannafélagsins Dreyra dags. 7. febrúar 2012 þar sem óskað er eftir endurskoðun á álagningu fasteignagjalda á hesthús félagsmanna í Æðarodda og víðar. Minnisblað fjármálastjóra dags. 13. febrúar 2012.

Bæjarráð lítur jákvætt á málið en frestar afgreiðslu málsins, þar til skorið hefur verið úr um heimild sveitarfélaga til lækkunar eða veitingu afsláttar vegna álagningar fasteignagjalda á hesthús.

6.Hagræðingar í skólakerfinu á Akranesi

1202091

Bréf Skagaforeldra, samtaka foreldra á Akranesi, dags. 6. febrúar 2012 þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að leggja sig fram við að verja grunnþjónustu við börn og barnafjölskyldur á Akranesi í niðurskurðartillögum sínum.

Lagt fram.

7.Grundaskóli - þemavika

1202032

Skjöl sem hópar frá Grundaskóla færðu bæjarstjóra í tilefni á þemaviku skólans og var þemað í þessu tilviki "Ef við værum bæjarstjóri".

Lagt fram.

8.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur

1202145

Aðalfundarboð og dagskrá Sorpurðunar Vesturlands 9. mars 2012 kl. 13:30 að Hótel Hamri ásamt tölvupósti Kristins Jónassonar bæjarstjóra í Snæfellsbæ dags. 14. febrúar 2012.

Framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á aðalfundinum.

Einar minnir á áður framkomna tillögu um að einn fulltrúi í stjórninni verði tilnefndur af minnihluta bæjarstjórnar og einn af meirihluta.

9.Samband íslenskra sveitarfélaga - XXVI. landsþing

1202168

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 14. febrúar 2012 þar sem boðað er til XXVI. landsþings sambandsins 23. mars 2012 á Hótel Reykjavík Natura, nánara boð verður sent síðar.

Lagt fram.

10.Samstarfsnefnd - 147

1202003

147. fundargerð samstarfsnefndar frá 1. febrúar 2012.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

10.1.Kjarasamningur - bókanir

1202023

10.2.Mannauðssjóður

1202027

10.3.Mat á menntun - launahækkun

1202025

10.4.Íþróttamannvirki - starfsmat

1202028

10.5.Málefni fatlaðra - nýráðningar

1202029

10.6.Þjónustu- og upplýsingasvið - starfsmat

1106159

10.7.Búkolla - starfsmat

1202035

10.8.Samstarfsnefnd 2012

1202030

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

1202024

793. fundargerð frá 27. janúar 2012.

Lagt fram.

12.Menningarráð Vesturlands fundargerðir 2011

1101174

Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands númer 58 og 59 frá árinu 2011.

Lagt fram.

13.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands númer 60,61,62 og 63.

Lagt fram.

14.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar

1111088

Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður starfshóps um atvinnumál mætir á fundinn.

Atvinnumálanefnd falið að taka reglurnar til nánari skoðunar og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

15.Háhiti ehf - fjárveiting

1202073

Bréf Háhita ehf. dags. 14. febrúar 2012 vegna fyrirhugaðrar kynningar á uppsetningu á Calsium Silicat verksmiðju á Íslandi.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárveiting komi af tekjum Háhita ehf.

16.Reglur um innkaupakort

1201211

Markmið og greinargerð

Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

17.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins

1109059

Bréf samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi dags. 30. janúar 2012 ásamt samningi um almenningssamgöngur dags. 29.12.2011.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti, enda hafi aðilar orðið sammála um að virða sérstöðu leiðar 57 á svæðinu og að ekki verði gerðar breytingar á þeirri leið, nema með fullu samráði við bæjaryfirvöld á Akranesi og leggur til við bæjarstjórn að hann verði samþykktur.

18.OR - úttektarnefnd

1201419

Tölvupóstur Halls Símonarsonar innri endurskoðanda Reykjvaíkurborgar dags. 29. janúar 2012 og erindisbréf úttektarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 23. júní 2011.

Lagt fram.

19.Akraneshöfn 2012 - starfshópur v. uppbyggingar

1112153

Erindisbréf fyrir starfshóp vegna uppbyggingar Akraneshafnar.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

20.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf bæjarstjórnar dags. 18. janúar 2012 þar sem afgreiðslu um breytt deiliskipulag á lóð Heiðarbrautar 40, er vísað til nánari umfjöllunar í bæjarráði og tölvupóstur Eiríks Svavarssonar hrl. hjá Draupnir lögmannsþjónusta dags. 24.-26. janúar 2012.

Afgreiðslu frestað.

21.Suðurgata 57 (Landsbankahús) - hugsanleg nýting

1201238

Minnisblað framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dag.s 31. janúar 2012 og minnisblað umsjónarmanns fasteigna dags. 12. febrúar 2012.

Lögð fram viðbótargögn varðandi tilboð Landsbankans til Akraneskaupstaðar um kaup á húsnæðinu. Einar Brandsson óskar eftir frestun á málinu í ljósi mögulegs vanhæfis hans á grundvelli laga þar um. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

22.Aðstoð vegna húsnæðis

1107396

Trúnaðarmál.

Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið.

23.Fráveitugjöld - krafa um endurgreiðslu (v/Grenjar ehf.)

1201197

Bréf lögmannsstofu Árna Ármanns Árnasonar ehf. dags. 17. janúar 2012 í umboði Ingólfs Árnasonar framkvæmdastjóra Grenja ehf.

Lagt fram.

24.Frumvarp til laga - stjórn fiskveiða, mál nr. 202

1202047

Lagt fram.

25.Frumvarp til laga - samgönguáætlun 2011-2022 mál nr. 393.

1202057

Lagt fram.

26.Frumvarp til laga, mál nr. 342 - fjarskiptaáætlun til tólf ára

1202102

Lagt fram.

27.Frumvarp til laga, mál nr. 343 - fjarskiptaáætlun til fjögurra ára

1202103

Lagt fram.

28.Frumvarp til laga - stjórn fiskveiða mál. 408

1202072

Lagt fram.

29.FVA - ársskýrsla 2011

1202058

Ársskýrsla Fjölbrautaskóla Vesturlands fyrir árið 2011.

Lagt fram.

30.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2013-2015

1201106

Frekari umræður um 3. ára áætlun. Á fundinn mætti Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

Bæjarráð samþykkir að vísa áætluninni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

31.Menningarráð Vesturlands - ársreikningur 2011

1202066

Aðalfundarboð 25. apríl n.k. kl. 14:00 ásamt ársskýrslu 2011.

Bæjarritara falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 19:35.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00