Fara í efni  

Bæjarráð

3089. fundur 23. september 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Starfsþjálfun - í samvinnu við Vinnumálastofnun fyrir Hver og Búkollu.

909019

Kl. 16:00 - Viðræður við Tómas Guðmundsson, verkefnastjóra Akranesstofu, Thelmu Hrund Sigurbjörnsdóttur, forstöðumann Endurhæfingarhússins HVER, Ingibjörgu Elfu Sigurðardóttur, verslunarstjóra Búkollu og Ástu Pálu Harðardóttur, yfirþroskaþjálfi Fjöliðjunni.

Bæjarráð heimilar gerð starfsþjálfunarsamninga til eins árs við Vinnumálastofnun, sem nemur tveimur stöðugildum vegna Búkollu.

2.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur

1009067

Viðræður við Ásgeir Kristinsson, formann Björgunarfélags Akraness og Birnu Björnsdóttur.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga til viðræðna við Björgunarfélagið um gerð styrktar- og samstarfssamnings og leggja drög að samningi fyrir bæjarráð.

3.Kútter Sigurfari

903133

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 22. sept. 2010, varðandi erindisbréf og skipan framkvæmdanefndar um framtíðarlausn varðandi Kútter Sigurfara.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi erindisbréf og tillögur stjórnar Akranesstofu um skipan framkvæmdanefndar um Kútter Sigurfara.

4.Sorphirða

903109

Bréf leikskólastjóra Akraneskaupstaðar, dags. 20. sept. 2010, varðandi sorphirðu stofnana og nýtilkomið sjálfræði stofnana. Viðræður við Þorvald Vestmann, framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu.

Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að afla frekari upplýsinga um málið og ræða við hlutaðeigandi.

5.Sorphirða

903109

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 21. sept. 2010, þar sem óskað er eftir fjárveitingu að fjárhæð 1,1 mkr. vegna viðhaldsverkefna í Gámu.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og er jafnframt lagt til að því verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

6.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 22. sept. 2010, varðandi rekstrar- og framkvæmdayfirlit Framkvæmdastofu fyrir tímabilið janúar - ágúst 2010.

Lagt fram.

7.Bókasafn Akraness - tölvubúnaður

1008096

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, varðandi athugun á tölvubúnaði á Bókasafni Akraness sem gerð var þann 26. ágúst s.l. Athugun leiddi í ljós að ekki svarar kostnaði að lagfæra tölvur á safninu og er óskað fjárveitingar að fjárhæð kr. 500.890 til endurnýjunar tölvubúnaðar.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt og er jafnframt lagt til að því verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

8.Innheimta vatns- og fráveitugjalda

1009103

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13. sept. 2010, þar sem samningi milli Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. janúar 2003, um innheimtu fráveitugjalda er sagt upp.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur um málið.

9.Smábátaútgerð á Akranesi - aðstaða

1009127

Bréf stjórnar Faxaflóahafna sf., dags. 20. sept. 2010, varðandi byggingu aðstöðu fyrir smábátaútgerð á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við hafnarstjóra Faxaflóahafna sf. um málið.

10.Faxaflóahafnir - endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010

1009128

Bréf stjórnar Faxaflóahafna sf., þar sem óskað er staðfestingar eignaraðila á endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010. Minnisblað hafnarstjóra, dags. 15. sept.2010.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

11.Hluthafafundur LS ohf. 1. okt. 2010.

1009121

Bréf hluthafafundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 1. október 2010.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

12.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010

1007109

Drög að dagskrá 1110. fundar bæjarstjórnar 28. sept. 2010.

Lögð fram.

13.Samstarfsnefnd - 144

1008023

Fundargerð 144. fundar samstarfsnefndar frá 16. sept. 2010.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslur samstarfsnefndar.

14.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

Fundargerð 78. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 20. sept. 2010.

Lögð fram.

15.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

Fundargerð 31. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. sept. 2010.

Bæjarráð staðfestir byggingarhluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00