Fara í efni  

Bæjarráð

3083. fundur 12. ágúst 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2010 - endurskoðun

1004064

Bréf fjölskylduráðs, dags. 11. ágúst 2010, þar sem gerðar eru tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun 2010.

Bæjarráð samþykkir tillögur fjölskylduráðs um breytingu á fjárhagsáætlunum leik- og grunnskóla. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

2.Sorphirða

903109

Verksamningur milli Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps annars vegar og Íslenska Gámafélagsins ehf. hins vegar um sorphirðu, rekstur móttökustöðva og ráðstöfun þess sorps sem til fellur í viðkomandi sveitarfélögum. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um endanlega staðfestingu sveitarstjórnanna.
Samningurinn tekur gildi 1. september n.k. og er til 5 ára eða 31. ágúst 2015.

Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og felur framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að standa fyrir nauðsynlegri kynningu á breyttu fyrirkomulagi í sorpmálum fyrir íbúa og fyrirtæki á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því við framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að hann upplýsi um sundurliðun á tilboðinu hvað varðar kostnað Akraneskaupstaðar í tilboðinu í samanburði við núverandi kostnaðartölur.

3.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 11. ágúst 2010, ásamt kostnaðaráætlun.

Bæjarráð samþykkir að fela Framkvæmdastofu að annast framkvæmd verksins að undanteknu yfirboðsfrágangi vegarins með slitlagi. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

4.Grundaskóli - búnaðarkaup

1008042

Bréf skólastjóra Grundaskóla, dags. 10. ágúst 2010, þar sem óskað er heimildar til búnaðarkaupa.

Bæjarráð felur deildarstjóra bókhaldsdeildar að láta leggja mat á núverandi tölvubúnað Grundaskóla og þörf fyrir endurnýjun. Erindinu frestað þar til það mat liggur fyrir.

5.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - heildarendurskoðun á reglum

1007006

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 28. júlí 2010, varðandi skýrslu starfshóps um endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Skýrslan er birt á vef ráðuneytisins.

Lagt fram.

6.Thai-A - Rekstrarleyfi

1008001

Bréf Sýslumannsins á Akranesi, dags. 29. júlí 2010, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Thai-A, Stillholti 23, Akranesi. Bent er sérstaklega á 22. og 23. gr. rgj. nr. 585/2007 varðandi umsagnaraðila, umsagnir og efni þeirra.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2010

1006132

Fundargerð 41. fundar framkvæmdaráðs frá 21. júlí 2010.

Lögð fram.

8.Fundargerðir fjölskylduráðs 2010

1006153

Fundargerðir 42., 43. og 44. funda fjölskylduráðs frá 7. júlí, 4. ágúst og 10. ágúst 2010.

Lagðar fram.

9.Fundargerðir skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands 2010

1008043

Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Vesturlands frá 15. júní 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00