Fara í efni  

Bæjarráð

3040. fundur 19. júní 2009 kl. 15:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Atvinnuátak fyrir 18-20 ára.

906131
Bæjarráð samþykkir að einstaklingar á aldrinum 18-20 ára, sem hafa engan bótarétt hjá Vinnumálastofnun, fái 40% vinnu á vegum Akraneskaupstaðar í allt að 2 mánuði í sumar. Um er að ræða 30 einstaklinga með lögheimili á Akranesi. Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu og fjármálastjóra falin útfærsla verkefna og fjármögnun í samráði við viðeigandi stofnanir.

2.Atvinnuátaksverkefni.

906073

Samningur Akraneskaupstaðar og Skógræktarfélags Íslands um átaksverkefni á vegum SÍ sem miðar að því að skapa 220 ársverk við skógrækt og önnur tengd verkefni á árinu 2009.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fyrirvara um að framlag fáist frá Vinnumálastofnun. Bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falin útfærsla verkefnisins. Bæjarstjóra falið að afla viðbótargagna sem getið er í samningnum.

3.Viskubrunnur í Álfalundi

901156

Til samþykktar er reikningur B.Ó.B. sf. vinnuvélar vegna verks við tjarnir í Skógrækt.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reikning að fjárhæð 2,8 mkr. skv. tillögu framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu.

4.Tjaldsvæði - samningur um umsjón o.fl.

905010

Samningur Akraneskaupstaðar og Öryggisþjónustu Vesturlands um umsjón tjaldsvæða o.fl.Bæjarráð samþykkir samninginn með lagfæringu á misritun í annarri mgr. 3. gr.

5.Ritun sögu Akraness.

906053


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reikning fyrir söguritun vegna vinnu í mars 2009. Ekki verður um frekari greiðslur að ræða fyrr en tillaga frá ritnefnd um sögu Akraness um verkáætlun liggur fyrir.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00