Fara í efni  

Bæjarráð

3067. fundur 18. mars 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Gísli S. Einarsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Grundaskóli / Þak / Útboðsgögn

1001013

Tillaga forseta bæjarstjórnar um að taka næstlægsta tilboði í verkið.

Á fundi sínum þann 21. ágúst 2008 samþykkti bæjarráð að öll útboðsgögn, vegna verka á vegum Akraneskaupstaðar, skyldu lögð fyrir bæjarráð til endanlegrar ákvörðunar um hvort útboð skyldi fara fram. Í því máli sem hér um ræðir var það ekki gert. Útboðið fór því fram án heimildar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir því að hafna öllum fram komnum tilboðum.
Hrönn tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins þar sem hún telur hana brjóta í bága við núverandi skipurit bæjarins.

2.Fab Lab - tilraunastofa

1001073

Samningur um Fab Lab smiðju á Akranesi dags. 16. mars 2010.


Samningur lagður fram.

3.Slökkviliðsmenn - launakjör

1003096

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 15.3.2010 um greiðslur launa til slökkviliðsmanna.

Bæjarráð samþykkir að verða við erindinu um mánaðarlegar greiðslur launa.

4.Launamál

1003100

Bréf Sveinborgar Kristjánsdóttur dags. 15. mars 2010.


Bæjarráð samþykkir erindi bréfritara.

5.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag

1003078
Bæjarráð samþykkir niðurstöður og tillögur framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu. Kostnaður færist af liðnum 2195 - óviss útgjöld, tegundarlykill -1690.

6.Skjalavarsla

1003008

Bréf Halldóru Jónsdóttur f.h. Héraðsskjalasafnsins dags. 2.mars 2010 um skjalavörslu sveitarfélaga.


Vísað til kynningar hjá Akranesstofu og lagt fram í bæjarráði.

7.Byggðasafnið í Görðum - rekstur

811087

Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 11.3.2010.Bæjarráð samþykkir að vísa bréfinu til Akranesstofu.

8.Hvalfjarðarsveit - samstarfssamningar

911055

Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar dags. 11.3.2010.Bæjarráð vísar til samþykktar bæjarráðs frá 7.janúar 2010 um málið.

9.Menningarráð Vesturlands - úthlutun styrkja

1003083

Bréf Menningarráðs Vesturlands dags. 12. febrúar 2010 þar sem tveimur fulltrúum sveitarstjórnar er boðið að vera viðstöddum afhendingu styrkja í Átthagastofu í Snæfellsbæ föstudaginn 26. mars 2010 kl. 15:00.
Senda þarf staðfestingu um mætingu:Forseta bæjarstjórnar og verkefnastjóra Akranesstofu er falið að vera við afhendingu styrkjanna fyrir hönd Akraneskaupstaðar.

10.Framlög 2009 - Jöfnunarsjóður.

903043

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 2. mars 2010.Lagt fram.

11.Framlög 2010 - Jöfnunarsjóður.

909073

Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 26. febrúar 2010.


Lagt fram.

12.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

902107

Aðalfundarboð.

Bæjarstjóra falið að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

13.Dagur umhverfisins 2010.

1003067

Bréf umhverfisráðherra dags. 2.3.2010.


Lagt fram.

14.Nýsköpunarsjóður námsmanna - styrkur

1003013

Bréf Rannís dags. 26.2.2010 vegna umsóknar um styrk til Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Bæjarráð vekur athygli á samningi um Fab/Lab smiðju á Akranesi og framlag Akraneskaupstaðar til nýsköpunar vegna þessa.

15.Faxaflóahafnir - ársreikningur

1003015

Greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2009.


Lagður fram.

16.Sorpurðun Vesturlands hf. 2010.

1002231

Skýrsla stjórnar til aðalfundar.

Skýrslan lögð fram.

17.Afskriftarbeiðni Kolbrúnar Kjarval.

1003059

Bréf Kolbrúnar Kjarval dags. 5.3.2010.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

18.Fab Lab starfshópur - fundargerðir 2010

1002032

Fundargerð frá 11. mars 2010 lögð fram.

Þar sem starfshópurinn hefur lokið störfum vill bæjarráð þakka góð störf og óskar nýrri verkefnisstjórn velfarnaðar. Bæjarráð samþykkir að Eydís Aðalbjörnsdóttir verði fulltrúi Akraneskaupstaðar og verði formaður verkefnisstjórnar.

19.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

73. fundargerð
Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00