Fara í efni  

Bæjarráð

3184. fundur 11. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:10 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
 • Andrés Ólafsson fjármálastjóri og settur bæjarritari
 • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.Starfsmannamál - trúnaðarmál

1304055

Lagt fram.

2.Krókatún - endurnýjun gangstéttar o. fl.

1304058

Bréf framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 10.apríl 2013, vegna erindis Orkuveitu Reykjavíkur um þáttöku Akraneskaupstaðar í kostnaði við endurnýjun á gangstétt við Krókatún, vegna endurnýjunar á dreifikerfi rafveitu svo og hitaveitu í götunni.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð allt að 5,0 mkr. vegna verkefnisins. Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveitingin tekin af liðnum ,,óviss útgjöld" 21-95-4995.

Guðmundur Páll Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

3.Grundaskóli - lausar kennslustofur

1304047

Minnisblað framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 10.4.2013, um stöðu verkefnisins.

Bæjarráð samþykkir tillögu starfshópsins og felur umhverfis- og framkvæmdasviði framkvæmd málsins. Gert er ráð fyrir fjárveitingu af liðnum ,,óráðstafað" skv. áætlun 31-83-7.

Hrönn Ríkharðsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

4.Upplýsingaskilti

1304051

Tillaga bæjarstjóra um uppsetningu skilta sunnan Hvalfjarðarganga og norðan við gatnamót þjóðvegar nr. 1 og nr. 51.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að fjárhæð um 2,2 mkr. til uppsetningar á skilti sunnan Hvalfjarðarganga. Fjárhæðar verði getið í viðauka fjárhagsáætlunar ársins 2013 og fjárveitingin tekin af liðnum ,,óviss útgjöld" 21-95-4995-1. Framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að ræða við Vegagerðina og óska heimildar til uppsetningar skiltisins.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að sett verði upp skilti norðan við gatnamót þjóðvegar nr. 1 og nr. 51 á árinu 2014 í samráði við Vegagerðina og felur framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð. Fjárveitingu er vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2014.

5.Sólmundarhöfði 7, aðgerðir v/ áframhaldandi framkvæmda

1210168

Erindi Hamla ehf. f.h. HÍ1 ehf., dags. 4. apríl 2013, varðandi Sólmundarhöfða 7, Akranesi, dagsektir.

Lagt fram.

6.Óviss útgjöld 2013 - yfirlit

1304048

Yfirlit yfir útgjaldaliðinn 21-95 Óviss útgjöld.

Lagt fram.

7.Fjöliðjan - búnaðarkaup

1303203

Tillaga bæjarstjóra um endurnýjun tölvubúnaðar í Fjöliðjunni.

Bæjarráð samþykkir ráðstöfun á 5 tölvum og kaup á 5 skjáum fyrir Fjöliðjuna, vinnu- og hæfingarstað. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum ,,óviss útgjöld", viðhald áhalda 21-95-4660-1.

Guðmundur Páll Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

8.Bókasafn - búnaðarkaup

1303096

Tillaga bæjarstjóra um endurnýjun tölvubúnaðar í Bókasafni Akraness.

Bæjarráð samþykkir ráðstöfun á 2 tölvum og kaup á tölvubúnaði fyrir Bókasafn Akraness. Fjárveiting komi fram í viðauka fjárhagsáætlunar og komi af liðnum ,,óviss útgjöld", viðhald áhalda 21-95-4660-1.

9.Málskotsnefnd

1303154

Tillaga fjölskylduráðs til bæjarráðs um að tímabundið verði stofnuð málskotsnefnd til loka árs 2013. Verkefni málskotsnefndar verða m.a. að fjalla um erindi sem berast á grundvelli reglna um fjárhagsaðstoð á Akranesi skv. 33. gr.

Bæjarráð samþykkir tillögu fjölskylduráðs um að stofnuð verði málskotsnefnd til loka árs 2013.

10.OR - Planið framvinduskýrsla

1204074

Skýrsla Orkuveitu Reykjavíkur, PLANIÐ FRAMVINDA 2012, dags. 21. mars 2013.

Lagt fram til kynningar.

11.Bótakrafa v. vinnuslyss - Trúnaðarmál

1302225

Bréf Vátryggingafélags Íslands, dags. 11. mars 2013, varðandi bótakröfu.

Bæjarráð samþykkir erindið.

12.Þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara

1302181

Tilkynning FEBAN í tölvupósti, dags. 26. mars 2013, um tilnefningu frá félaginu í starfshóp um þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara.

Lagt fram.

13.FVA - Comeniusarverkefni móttaka erlendra gesta

1303196

Beiðni Fjölbrautaskóla Vesturlands, dags. 25. mars 2013, þar sem óskað er stuðnings bæjaryfirvalda við móttöku erlendra gesta vegna Comeniusarverkefnis.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Þröstur Þór Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

14.Karlakórinn Svanir endurvakinn - styrkbeiðni

1303197

Bréf Karlakórsins Svana, dags. 12. mars 2013, þar sem óskað er fjárstuðnings til starfsemi kórsins.

Bæjarráð samþykkir stofnstyrk að fjárhæð kr. 200.000.- Fjárveiting verði tekin af liðnum 21-89-5948-1.

15.Orlofsnefnd húsmæðra - styrkbeiðni

1303202

Bréf Orlofsnefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu þar sem óskað er fjárstuðnings við orlof húsmæðra lögum samkvæmt.

Bæjarráð samþykkir erindið með vísan til laga þar að lútandi.

16.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - arður ársins 2012

1303210

Tilkynning um arðgreiðslu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna ársins 2012.

Lagt fram til kynningar.

17.Almenningssamgöngur - Uppgjör vegna 2012 og reikningar vegna 2013

1303209

Erindi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 26. mars 2013, varðandi uppgjör við almenningssamgöngur 2012 og mánaðarlegt framlag vegna fyrstu þriggja mánaða ársins 2013.

Lagt fram.

18.Menningarráð - aðalfundur 2013

1302202

Aðalfundarboð Menningarráðs Vesturlands 19. apríl nk. ásamt tillögu til aðalfundar um að Menningarráð skuli lagt niður.
Meðfylgjandi er ársreikningur Menningarráðs fyrir árið 2012.

Lagt fram.

Bæjarstjóri fer með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum skv. samþykkt bæjarráðs frá 16. mars 2013.

19.Sorpurðun Vesturlands - aðalfundur 2013

1303171

Tilkynning um aðalfund Sorpurðunar Vesturlands hf. föstud. 19. apríl nk.
Meðfylgjandi er grænt bókhald vegna ársins 2102 ásamt ársreikningi Sorpurðunar 2012.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

Bæjarráð samþykkir einnig að Sævar Jónsson og Magnús Freyr Ólafsson verði fulltrúar Akraneskaupstaðar í nýrri stjórn.

20.Brunabótafélag - aukafundur fulltrúaráðs EBÍ

1303148

Fundarboð vegna aukafundar í fulltrúaráði Brunabótafélags Íslands 19. apríl n.k.

Lagt fram.

21.Húsnæðismál - áfrýjun 2013 - TRÚNAÐARMÁL

1302115

Afgreiðslu frestað.

22.Umsókn um lán - áfrýjun - TRÚNAÐARMÁL

1302193

Bæjarráð samþykkir erindið og felur fjármálastjóra að leggja fyrir bæjarráð drög að samkomulagi vegna málsins.

23.Alþingiskosningar 27. apríl 2013

1303045

Samþykkt bæjarstjórnar 9. apríl 2013 varðandi framkvæmd og launagreiðslur vegna kosninga til Alþingis 27. apríl 2013. Samþykktin er svohljóðandi:

,,Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að semja kjörskrá. Jafnframt er bæjarráði veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugsemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.
Bæjarstjórn samþykkir að greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna verði með sama fyrirkomulagi og var viðhaft við síðustu kosningar í október 2012."

Samþykkt bæjarstjórnar lögð fram.

Á kjörskrá á Akranesi mv. 11. apríl 2013 eru alls 4673, karlar 2369 og konur 2304.

Bæjarráð samþykkti kjörskrána með áritun sinni til framlagningar.

24.Alþingiskosningar 27. apríl 2013

1303045

Erindi innanríkisráðuneytis í tölvupósti, dags. 9. apríl 2013, þar sem sveitarfélög eru minnt á að kjörskrár vegna kosninga til Alþingis sem fram eiga að fara laugardaginn 27. apríl 2013 skuli lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 17. apríl 2013.

Lagt fram til kynningar.

25.Alþingiskosningar 27. apríl 2013

1303045

Erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 27. mars 2013, varðandi fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá Þjóðskrá Íslands vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013.

Lagt fram til kynningar.

26.Samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

1302073

Drög að samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar með breytingartillögum.

Afgreiðslu frestað.

27.Starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs

1303028

Listi umsækjenda um starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum en 25 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra. Einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

28.Menningarráð - fundargerðir 2013

1302203

Fundargerð 75. fundar Menningarráðs Vesturlands frá 27. mars 2013.

Lögð fram.

29.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - aðalfundur 2013.

1304073

Tilkynning um aðalfund Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2013.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

Bæjarráð samþykkir einnig að fulltrúar Akraneskaupstaðar í nýrri stjórn verði Þröstur Þór Ólafsson sem aðalmaður og Rún Halldórsdóttir til vara.

30.Markaðsstofa Vesturlands - aðalfundur 2013

1304074

Tilkynning um aðalfund Markaðsstofu Vesturlands sem haldinn verður föstudaginn 19. apríl nk.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00