Fara í efni  

Bæjarráð

3091. fundur 21. október 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

Bréf Trésmiðjunnar Akurs ehf., dags. 13. okt. 2010, þar sem óskað er viðræðna við bæjarráð um byggingaframkvæmdir á Akranesi og stöðu byggingafyrirtækja.


Viðræður við Teit Stefánsson og Halldór Stefánsson.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að skipaður verði þriggja manna starfshópur vegna byggingaframkvæmda á Akranesi.

2.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld

1010036

Minnisblað PACTA, dags. 13. okt. 201, um framkvæmd breytinga á gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald o.fl.


Til viðræðna mættu Jón Haukur Hauksson hdl. og Andrés Ólafsson fjármálastjóri.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra útfærslu á breytingu á gjaldskrá vegna gatnagerðargjalda, þar sem fjárhæðir verði festar í tiltekna krónutölu.

3.Höfðasel - Akrafjallsvegur

1007019

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 14. okt. 2010, þar sem svarað er fyrirspurn Bjarmars ehf., um hvernig staðið var að öflun tilboða í verkið ,,Höfðasel - Akrafjallsvegur".

Lagt fram. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfritara.

4.Garðakaffi

1009018

Bréf bæjarstjóra, dags. 19. okt. 2010, varðandi fyrirspurn frá bæjarstjórnarfundi um sölumeðferð á kaffivél í Safnaskála og drög að reglum um sölumeðferð eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans.

Bæjarráð samþykkir að vísa drögum að reglum um sölumeðferð eigna í eigu Akraneskaupstaðar og stofnana hans til afgreiðslu bæjarstjórnar.

5.Langisandur ehf.- hótelbygging

1003189

Minnisblað framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 8. okt. 2010, varðandi kostnað vegna aðal- og deiliskipulags vegna breytinga sem gera þurfti á skipulagi bæjarins vegna væntanlegrar hótelbyggingar Langasands ehf.

Sú fjárhæð sem kæmi til greiðslu hjá Akraneskaupstað er samtals kr. 1.028.473 og er vsk þar af kr. 208.986 sem fæst endurgreiddur. Nettó kostnaður kaupstaðarins er þannig kr. 819.487.-

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar fjármögnun til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

6.Bæjarskrifstofur - endurnýjun ljósritunarvéla

1010141

Bréf deildarstjóra þjónustudeildar, dags. 19. okt. 2010, varðandi endurnýjun ljósritunarvéla á bæjarskrifstofum. Um er að ræða rekstrarleigu til ársins 2015 vegna vélar að fjárhæð kr. 2.905.594 og kaup á nýrri vél að fjárhæð kr. 99.900 m.vsk.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.

7.OneSystems - Yfirfærsla úr Exchange yfir í SQL netþjón

1010136

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar og deildarstjóra þjónustudeildar, dags. 18. okt. 2010, þar sem óskað er fjárveitingar vegna yfirfærslu á One kerfi úr Exchange yfir í SQL netþjón. Kostnaður er áætlaður samtals kr. 1.100.000.-

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.

8.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2010

1002242

Rekstrar- og framkvæmdayfirlit Framkvæmdastofu fyrir tímabilið janúar - september 2010 ásamt skýrslu framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags, 18. okt. 2010. Á fundi framkvæmdaráðs 19. okt. s.l. gerði framkvæmdastjóri grein fyrir fjárhagsstöðu Framkvæmdastofu, en rekstrar- og framkvæmdaliðir eru í heild sinni innan samþykktra fjárheimilda að mati framkvæmdastjóra. Framkvæmdaráð samþykkti að senda bæjarráði ásamt aðalskrifstofu gögnin til frekari úrvinnslu við endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010.

Lagt fram.

9.Íþróttahúsið Vesturgötu/Bjarnalaug

1009161

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 20. okt. 2010, varðandi beiðni rekstrarstjóra íþróttamannvirkja, dags. 27. sept. 2010, um heimild til búnaðarkaupa vegna kennslu í Bjarnalaug og íþróttahúsinu við Vesturgötu, samtals að fjárhæð kr. 464.000. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2010 var ekki áætluð nein fjárhæð til endurnýjunar búnaðar eða viðhalds tækja í fjárhagsáætlun íþróttamannvirkja. Lagt er til við bæjarráð og bæjarstjórn að veitt verði umbeðin aukafjárveiting til kaupa á búnaðinum.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

10.Íþróttamannvirki - aðstöðumál ÍA

1008087

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 20. okt. 2010, varðandi erindi starfshóps um uppbyggingu íþróttamannavirkja, þar sem Framkvæmdastofu er falið að kostnaðarmeta endurbætur í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Meðf. er minnisblað verkefnastjóra Framkvæmdastofu, dags. 17. okt. 2010, varðandi áætlaðan kostnað vegna loftræstingu í tveimur æfingasölum (,,speglasal" og aðstöðu boxara). Áætlaður kostnaður við verkið er 1.415 þús.kr. Framkvæmdaráð samþykkti með vísan til tillögu starfshópsins að leggja til við bæjarráð og bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til framkvæmda á verkinu.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og jafnframt til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð áréttar að ekki verði ráðist í framkvæmdir nema fyrir liggi fjárheimild frá bæjarstjórn.

11.Reglur um ráðningu starfsmanna.

1009159

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, dags. 24. sept. 2010, varðandi tilmæli til sveitarstjórna vegna reglna um ráðningar starfsmanna sveitarfélaga.

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að skoða þau atriði erindisins sem ráðuneytið mælist til að verði tekin til skoðunar.

12.Strætisvagn Akraness

908106

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 5. okt. 2010, varðandi fjölgun ferða strætisvagns Akraness. Bæjarráð óskaði á fundi sínum 2. sept. s.l. eftir umsögn Fjölskyldustofu á tímatöflu strætisvagns með hliðsjón af nýtingu leikskóla á vagninum. Óskað var umsagnar leikskólastjóra sem mæla með fjölgun ferða fyrir hádegi þ.e. kl. 10:30 og 11:30. Ekki er hægt að nýta ferðir strætisvagnsins í dag í þágu leikskólastarfs.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2011.

13.Haustfundur Samtaka félagsmálastjóra 11. - 12. nóv. 2010

1010140

Bréf Sveinborgar Kristjánsdóttur, félagsmálastjóra, dags. 13. okt. 2010, varðandi haustfund Samtaka félagsmálastjóra á Íslandi. Sveitarfélögin skiptast á um að standa fyrir vor- og haustfundum samtakanna og er á um tíu ára fresti sem hvert sveitarfélag heldur slíkan fund og býður fundargestum til kvöldverðar. Kostnaður er áætlaður kr. 195.000.-

Bæjarráð samþykkir erindið.

14.Úrsögn úr undirkjörstjórn.

1010100

Bréf Stefáns Lárusar Pálssonar, dags. 14. okt. 2010, þar sem hann segir af sér setu í undirkjörstjórn á Akranesi.

Lagt fram.

15.Þjóðahátíð Vesturlands 2010.

1010137

Bréf Félags nýrra Íslendinga, mótt. 19. okt. 201, þar sem óskað er styrks að fjárhæð kr. 250.000 vegna 4. Þjóðahátíðar Vesturlands sem haldin verður í tengslum við Vökudaga sunnud. 31. okt. n.k.

Bæjarráð samþykkir erindið sem hluta af dagskrá Vökudaga.

16.Ágóðahlutagreiðsla 2010

1010118

Bréf Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands, dags. 12. okt. 2010, þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu 2010. Hlutdeild Akraneskaupstaðar í Sameignarsjóði EBÍ er 3.466% og greiðsla ársins þann 15. okt. n.k. verður þá hlutfall 300 mkr. eða kr. 10.395.000.-

Lagt fram.

17.Landsfundur félags bókasafns og upplýsingafræða - styrkur

1004101

Bréf landsfundarnefndar Upplýsingar, dags. 4. okt. 2010, þar sem þakkað er fyrir veittan styrk á landsfundi sem haldinn var í Stykkishólmi 17. og 18. sept. 2010.

Lagt fram.

18.Fab Lab - tilraunastofa

1001073

Tilnefning í verkefnisstjórn FabLab í stað Eydísar Aðalbjörnsdóttur. Frestað á fundi bæjarráðs 9. sept. 2010.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Samúel Jón Gunnarsson í verkefnisstjórn FabLab, sem verði jafnframt formaður verkefnisstjórnarinnar.

19.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerð 135. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. október 2010.

Lögð fram.

20.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

Fundargerð 79. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 8. október 2010.

Lögð fram.

21.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2010

1010035

Fundargerð 93. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 18. okt. 2010.

Lögð fram.

22.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2010

1007007

Fundargerðir 777. og 778. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. sept. og 29. sept. 2010.

Lagðar fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00