Fara í efni  

Bæjarráð

3079. fundur 22. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Starf bæjarstjóra

1007049

Til viðræðna mætti Helga Jónsdóttir frá Capacent Ráðningar.

2.Kosningar (2010) skv. 57. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

1006052

Kosning þriggja aðalmanna í samstarfsnefnd skv. grein 11.2.1 kjarasamnings LN og StRv og VLFA.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi aðila í nefndina:

Einar Benediktsson, formaður

Jón Jónsson

Karen Jónsdóttir

3.Aðalskrifstofa - rekstraryfirlit 2010

1006125

Rekstraryfirlit 01.01.10 - 30.06.10.

Lagt fram.

4.Akranesstofa - rekstraryfirlit 2010

1006124

Rekstraryfirlit 01.01.10 - 30.06.10.

Lagt fram.

5.Launakjör starfsmanna Akraneskaupstaðar.

1007081

Bréf hluta starfsmanna Akraneskaupstaðar, dags. 15. júlí 2010, þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að nú þegar verði afturkölluð sú kjaraskerðing sem gerð var á kjörum starfsmanna árið 2009.

Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að afla frekari gagna um málið. Afgreiðslu frestað.

6.Námskeið um lýðræði í sveitarfélögum

1007067

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 13.07.2010, varðandi námskeið um lýðræði í sveitarfélögum 6. september nk. Þátttaka tilkynnist í tölvupósti fyrir 15. ágúst nk.

Lagt fram.

7.Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

1006137

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 14. júlí 2010. Meðf. er fundargerð aðalfundar frá 23. júní sl., skýrsla formanns, ársskýrsla HeV og ársreikningur 2009.

Lagt fram.

8.Kirkjugarður - Garðaprestakall.

912066

Samkomulag Akraneskaupstaðar og Sóknarnefndar Akraneskirkju vegna uppgjörs á ýmsum framkvæmdum á árunum 2007-2010 í og við kirkjugarðinn á Akranesi. Akraneskaupstaður greiði sóknarnefnd kr. 3.254.779 sem er fullnaðaruppgjör milli aðila.

Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu gerði grein fyrir samningnum. Bæjarráð samþykkir samninginn, fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

9.Styrkbeiðni - badmintoniðkendur

1007079

Bréf Ragnars Harðarsonar, Egils Guðlaugssonar og Ármanns Steinars Gunnarssonar, dags. í júlí 2010, þar sem sótt er um styrk vegna náms í Topdirect Badmintonakademíu í Hilleröd í Danmörku.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að bæjarfélagið styrkir aðildarfélög innan ÍA í samræmi við reglur þar um.

10.Vallarsel - sumarræsting

1007039

Endurskoðaður verksamningur Akraneskaupstaðar og Huldu Sigurðardóttur um ræstingar í leikskólanum Vallarseli.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning. Fjárveitingu er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

11.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerð 129. fundar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 12. júlí 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00