Fara í efni  

Bæjarráð

3027. fundur 22. janúar 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fasteignaskattur elli- og örorkulífeyrisþega.

901065

Bréf fjármálastjóra, dags. 20.01.2009, varðandi tilögu um breytingar á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega.


Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra að reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

2.Fundargerðir stjórnar Faxaflóahafna sf. 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur fundargerð 57. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 09.01.2009.

Lögð fram.

3.Fundargerðir starfshóps um innkaupareglur Akraneskaupstaðar 2009.

901098

Fyrir fundinum liggur fundargerð 1. fundar starfshóps um innkaupareglur Akraneskaupstaðar frá 19.01.2009.




Bæjarráð staðfestir tillögu starfshópsins að fella út 5. gr. Innkaupastefnu Akraneskaupstaðar meðan unnið er að nýjum reglum. Jafnframt samþykkir bæjarráð að engin stórinnkaup verði gerð nema í samráði við framkvæmdastjóra stofa.

4.Tafabætur.

901112

Greinagerð Peter W Jessen, ódags. varðandi tafabætur á hendur Skóflunnar hf. vegna Skógarhverfis 2. áfanga - 1. hluta. Gatnagerð og lagnir.




Til viðræðna mættu Guðmundur Guðjónsson og Peter Jessen vegna Skógahverfis 2. áfanga - 1. hluta.


Bæjarráð samþykkir að taka saman öll gögn varðandi málið og kalla síðan saman til fundar þá aðila sem að verkinu hafa komið.

5.Leiðbeiningar félags- og tryggingamálaráðuneytis um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.

812132

Bréf fjölskylduráðs, dags. 22.01.2009, þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á tillögu ráðsins varðandi leiðbeiningar félags- og tryggingarmálaráðuneytisins um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.


Bæjarráð staðfestir niðurstöðu fjölskylduráðs. Fjármögnun er vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2009.

6.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Drög að dagskrá 1068. fundar bæjarstjórnar.


Lögð fram.

7.Heiðursborgari.

901108

Bréf Ríkharðs Jónssonar þar sem hann þakkar þann heiður að vera gerður að heiðursborgara Akraness.


Bæjarráð þakkar bréfritara góð orð.

8.Samkomulag Reykjavíkurborgar og Samtaka Iðnaðarins fh. tilgreindra fyrirtækja.

901097

Lagt fram.

9.Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirits Vesturlands 2009 ásamt greinargerð um starfsaðstöðu HeV.

812134

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 16.01.2009, varðandi framlag sveitarfélagsins til HeV.

Bæjarráð staðfestir hlutdeildina.

10.Fasteignagjöld á hesthús.

901083

Bæjarráð samþykkir að sömu reglum verði fylgt og á árinu 2008.

11.Styrkbeiðni.

901093

Bréf SAMAN-hópsins, dags. 12.01.2009, þar sem óskað er eftir styrk til forvarnarstarfa.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

12.Atvinnuleysi og heilsa.

901094

Bréf Alþýðusambands Íslands barst í tölvupósti dags. 15.01.2009, varðandi atvinnulausa og heilsu þeirra.


Eins og verið hefur er frítt í sund fyrir atvinnulausa. Bæjarráð og Íþróttabandalag Akraness hafa komist að samkomulagi um að frítt verði í tækjasal í íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum á virkum dögum frá kl. 09:00-11:00. Framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu falin framkvæmd og kynning málsins.


13.Svæðisáætlun ásamt umhverfisskýrslu.

901087

Bréf formanns verkefnisstjórnar sorpsamlaganna, dags. 15.01.2009, varðandi kynningu á svæðisáætlun umhverfisskýrslu.


Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til framkvæmdaráðs og skipulags- og umhverfisnefndar.


14.Eignaraðild að Orkuveitu Reykjavíkur.

901048

Bréf Umboðsmanns Alþingis, dags. 31.12.2008, varðandi eignaraðild að Orkuveitu Reykjavíkur.

Bæjarráð felur Landslögum að gera tillögu að svari til umboðsmanns Alþingis.

15.Meðferð opinberra gagna

901105

Bréf deildarstjóra þjónustudeildar, dags. 21.01.2009, þar sem óskað er heimildar til textabreytinga í reglum og samþykktum Akraneskaupstaðar.


Bæjarráð staðfestir heimildina.

16.Fasteignaskattur elli- og örorkulífeyrisþega.

901065

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 07.01.2009, varðandi afslátt á fasteignaskatti elli- og örorkulíofeyrisþega.


Akraneskaupstaður hefur þegar upplýst ráðuneytið um gildandi reglur sem eru lögum samkvæmt.

17.Haustfundur þingmanna Norðvesturkjördæmis með sveitastjórnum á Vesturlandi í Ólafsvík 21. okt. 2008.

811051

Afrit af svarbréfi menntamálaráðuneytisins til Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, dags. 04.12.2008, varðandi framhaldsskóla í Norðurlandskjördæmi vestra.

Lagt fram.

18.Tónlistarskólar.

901067

Bréf Félags tónlistarskólakennara, dags. 06.01.2009, varðandi atvinnuöryggi tónlistarkennara.



Erindi vísað til skólanefndar Tónlistarskólans.

19.Framlög vegna nýbúafræðslu 2009.

901049

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 05.01.2009, varðandi áætlað framlag til sveitarfélagsins vegna nýbúafræðslu fjárhagsárið 2009.



Bréfi vísað til Fjölskyldustofu og fjármálastjóra.

20.Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2009.

810034

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 05.01.2009, varðandi áætlaða úthlutun vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2009.




Erindi vísað til Fjölskyldustofu og fjármálastjóra.

21.Úttektir á sjálfsmatsaðferðum grunnskóla.

901084

Bréf menntamálaráðuneytisins, dags. 12.01.2009, varðandi eftirfylgni við úttektir vegna ófullnægjandi sjálfsmatsaðferða Brekkubæjarskóla.


Málinu vísað til afgreiðslu Fjölskyldustofu.

22.Almennar húsaleigubætur.

901058

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 07.01.2009, varðandi yfirlit yfir greiddar bætur fjárhagsárið 2008 vegna almennra húsaleigubóta.


Erindi vísað til Fjölskyldustofu.

23.Sérstakar húsaleigubætur.

901059

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 07.01.2009, varðandi yfirlit yfir greiddar bætur fjárhagsárið 2008 vegna sérstakra húsaleigubóta.


Erindi vísað til Fjölskyldustofu.

24.Tekju- og eignamörk v/leiguíbúða.

901060

Bréf félags- og tryggingamálaráðuneytisins, dags. 05.01.2009, varðandi uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða.


Erindi vísað til Fjölskyldustofu og Framkvæmdastofu.

25.Tekjumörk v/húsaleigubóta.

901063

Bréf félags- og tryggingarmálaráðuneytisins, dags. 05.01.2009, varðandi uppreiknuð eignamörk vegna húsaleigubóta.


Erindi vísað til Fjölskyldustofu og Framkvæmdastofu.

26.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.

811073

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 15.01.2009, þar sem sveitarstjórn er gefinn kostur á að tjá sig um umsögn kæranda á umsögn sveitarstjórnar sem barst ráðuneytinu 12. jan. sl.

Bæjarráð felur Landslögum að svara erindinu.

27.Alþjóðleg sviðslistamiðstöð á Breið.

812077

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 19.01.2009, þar sem óskað er staðfestingar bæjarráðs á starfshópi sem skipaður hefur verið með því markmiði að útfæra nánar skipulag og starfsemi menningarmiðstöðvar á Breið.

Bæjarráð staðfestir tillögu Akranesstofu, en ekki er gert ráð fyrir launakostnaði Akraneskaupstaðar vegna þessa.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00