Fara í efni  

Bæjarráð

3084. fundur 19. ágúst 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Sorphirða

903109

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 17. ágúst 2010, varðandi sundurliðun kostnaðar vegna nýs verksamnings um sorphirðu.
Viðræður við Þorvald Vestmann kl. 16:00

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu lagt fram.

Kynningarfundur fyrir sveitarstjórnarmenn verður haldinn fimmtudaginn 26. ágúst n.k. kl. 17:00 í Safnaskálanum í Görðum.

2.Launamál

1003188

Bréf Birgis Þórs Guðmundssonar, dags. 16. júní og 31. mars 2010 um launamál.

Á grundvelli ákvörðunar fyrrv. bæjarstjóra frá 19. desember 2006, samþykkir bæjarráð að fela framkvæmdastjóra að ganga frá nýjum ráðningarsamningi við Birgi Þór.

3.Tjaldsvæðið í Kalmansvík

810044

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 17. ágúst 2010, varðandi tjaldsvæðið í Kalmansvík. Deiliskipulagstillaga um nýtt tjaldsvæði við Kalmansvík var auglýst skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur var til og með 20. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt.

Afgreiðslu frestað.

4.Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag

1003080

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 17. ágúst 2010, varðandi Hafnar- og Breiðarsvæði, deiliskipulag. Deiliskipulagsbreyting vegna lóða við Faxabraut 1, 3 og 5 var grenndarkynnt skv. 2. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Athugasemdafrestur var til og með 7. júlí 2010. Engar athugasemdir bárust. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

5.Grundaskóli - endurbætur á skólalóð

1008073

Bréf fjölskylduráðs dags. 18. ágúst 2010 þar sem lagt er til að veitt verði 2,5 m.kr til kaupa á kastala og endurbóta á lóð Grundaskóla.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar framkvæmdaráðs.

6.Kútter Sigurfari

903133

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 16. ágúst 2010, þar sem stjórnin mælist til þess við bæjarráð að gengið verði frá samningum við mennta- og menningarmálaráðuneytið um varðveislu Kútter Sigurfara eins fljótt og kostur er.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samningsdrög um breytingu á samningi um varðveislu Kútters Sigurfara frá 16. janúar 2007 og felur bæjarstjóra undirritun hans.

7.Vökudagar 2010

1008026

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 16. ágúst 2010, þar sem tilkynnt er um að Vökudagar 2010 verði haldnir dagana 28. október til 7. nóvember n.k.

Lagt fram.

8.Upplýsingamiðstöð ferðamanna

1008029

Bréf stjórnar Akranesstofu, dags. 16. ágúst 2010, þar sem stjórnin óskar eftir staðfestingu bæjarráðs á staðsetningu upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn á Akranesi á Safnasvæðinu.
Einnig leggur stjórnin til að kannaðir verði möguleikar á því að efla upplýsingagjöf og aðra slíka þjónustu við gesti og ferðafólk á öðrum opinberum stöðum þar sem ferðamenn eru tíðir gestir s.s. á tjaldsvæði bæjarins, í íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum, á bókasafni og í þjónustuveri bæjarins á Stillholti.

Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð samþykkir að boða formann stjórnar Akranesstofu og verkefnastjóra til viðræðna.

9.Aukaframlag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2010

1006150

Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 25. júní 2010, varðandi aukaframlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2010.

Lagt fram.

10.SSV - aðalfundur 10.-11. sept. 2010

1008064

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), mótt. 16. ágúst 2010, þar sem tilkynnt er um aðalfund SSV sem haldinn verður 10. og 11. sept. 2010 í félagsheimilinu Klifi í Snæfellsbæ.
Meðf. er ársreikningur SSV fyrir árið 2009.

Lagt fram.

11.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2010

1006132

Fundargerð 42. fundar framkvæmdaráðs frá 12. ágúst 2010.

Lögð fram.

12.Fundargerðir stjórnar Akranesstofu 2010

1006135

Fundargerð 31. fundar stjórnar Akranesstofu frá 12. ágúst 2010.

Lögð fram.

13.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja

1008071

Fundargerð 1. fundar starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 11. ágúst 2010.

Lögð fram.

14.Fundargerðir Skipulags- og umhverfisnefndar 2010.

1007025

Fundargerð 29. fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 16. ágúst 2010.

Bæjarráð samþykkir byggingahluta fundargerðarinnar. Aðrir töluliðir lagðir fram.

15.Bæjarstjórn Akraness - dagskrár 2010

1007109

Drög að dagskrá 1108. fundar bæjarstjórnar Akraness, sem haldinn verður 24. ágúst 2010.

Lögð fram.

16.Orkuveita Reykjavíkur

1008082

Rætt var um málefni Orkuveitu Reykjavíkur og var samþykkt að óska eftir að haldinn verði eigendafundur í fyrirtækinu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00