Fara í efni  

Bæjarráð

3076. fundur 01. júlí 2010 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson framkvæmdastjóri
Dagskrá

1.Saga Akraness - ritun.

906053

Jón Gunnlaugsson formaður ritnefndar mætti á fundinn og fór yfir stöðu verksins.

2.Fjármálastjórn Akraneskaupstaðar.

905083

Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi frá og með 1. september 2010 samþykkt bæjarráðs frá 22. maí 2009 varðandi fjármálastjórn Akraneskaupstaðar þar sem kveðið var á um að samþykki fjármálastjóra þurfi til við afgreiðslu reikninga til greiðslu hjá Akraneskaupstað. Bæjarráð áréttar við forstöðumenn stofnana og ábyrgðarmenn deilda að fara skuli eftir settum reglum um starfsskyldur stjórnenda Akraneskaupstaðar og ákvæðum sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga við ákvarðanir sínar um rekstrarútgjöld viðkomandi stofnana eða deilda. Framkvæmdastjóra falið að gera forstöðumönnum bæjarins grein fyrir ákvörðun þessari.

3.Yfirvinna starfsmanna Akraneskaupstaðar.

906076

Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi samþykkt bæjarráðs frá 10. júní 2009 varðandi algjört bann við yfirvinnu starfsmanna Akraneskaupstaðar. Bæjarráð áréttar hinsvegar að forstöðumenn stofnana og ábyrgðarmenn deilda gæti þess við ákvarðanir sínar um yfirvinnu starfsmanna að farið sé eftir samþykktum fjárhagsáætlunar hvað heimildir til yfirvinnu varðar á hverjum tíma. Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að gera forstöðumönnum bæjarins grein fyrir ákvörðun þessari.

4.Launamál

1003188

Bréf Birgis Þórs Guðmundssonar, dags. 16. júní 2010, þar sem hann ítrekar að erindi sitt til bæjarráðs frá 31. mars s.l. um launamál, verði tekið til efnislegrar umfjöllunar og ákvörðunar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og vísar til þess að launagreiðslur eru í samræmi við gildandi kjarasamning á milli aðila.

5.Íþróttamannvirki - starfshópur um uppbyggingu.

1006118

Tillaga að erindisbréfi fyrir starfshópinn kynnt.

Bæjarráð samþykkir að skipa eftirtalda aðila í starfshópinn:

Hjördís Garðarsdóttir (V), Einar Benediktsson (S) sem jafnframt verði formaður starfshópsins, Dagný Jónsdóttir (B) og Gunnar Sigurðsson (D). Bæjarráð óskar eftir tilnefningu Íþróttabandalags Akraness í starfshópinn. Bæjarráð samþykkir erindisbréfið.

6.Akraneskaupstaður - rekstrarstaða 2010

1006126

Rekstrarstaða A- hluta Akraneskaupstaðar fyrir 1/1 - 31/5 2010 kynnt. Fram kemur í uppgjörinu sem er óendurskoðað að rekstrarstaðan er í samræmi við fjárhagsáætlun en fjármunagjöld eru með hagstæða niðurstöðu í ljósi gengisþróunar.

Lagt fram til kynningar, jafnframt óskar bæjarráð eftir því að endurskoðun fjárhagsáætlun eftir tvo ársfjórðunga fari sem fyrst fram og verði lögð fyrir bæjarráð til umfjöllunar.

7.Fab Lab - tilraunastofa

1001073

Skipan Akraneskaupstaðar á fulltrúa í stjórn Fab Lab sem jafnframt er formaður stjórnar.

Bæjarráð samþykkir að Eydís Aðalbjörnsdóttir verði áfram fulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórninni.

8.Sorphirða

903109

Minnisblað framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 28. júní 2010 um samning um sorphirðu. Verið er að vinna að verksamningi við nýjan samningsaðila sem reiknað er með að taki við rekstinum þann 1. september n.k.

Lagt fram til upplýsinga.

9.Stjórnsýslukæra Eyjólfs Stefánssonar v/tölvumála.

808037

Álit Umboðsmanns Alþingis dags. 25. júní 2010 í tilefni af kvörtun Eyjólfs Rúnars Stefánssonar vegna ákvörðunar Akraneskaupstaðar um meðferð tölvumála og ákvörðun um að bjóða ekki út tölvuþjónustu sveitarfélagsins. Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis er að úrskurður samgönguráðuneytisins hvað málið varðar hafi ekki verið í samræmi við lög. Jafnframt beinir Umboðsmaður Alþingis þeim tilmælum til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna þeirra annmarka sem voru á meðferð málsins hjá ráðuneytinu, að taka mál Eyjólfs Rúnars til endurskoðunar komi fram beiðni þess efnis frá honum.

Lagt fram.

10.Móttökudiskar á fjöleignarhúsum

1006017

Greinargerð byggingarfulltrúa dags 25. júní 2010 um leyfisskyldu vegna móttökudiska vegna sjónvarps utan á hús.

Lagt fram til kynningar.

11.Samningar Akraneskaupstaðar við Langasand ehf - ósk um afrit

1006088

Bréf Lögmannsstofu Árna Árnasonar ehf dags. 8. júní 2010 þar sem óskað er eftir afriti af samningum við Langasand ehf og Golfklúbbinn Leyni.

Einar Brandsson vék af fundi vegna vanhæfis skv. 22. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu falið að afgreiða erindið.

12.Gamla Kaupfélagið ehf. - vínveitingaleyfi

1004076

Bréf lögmannsstofu Árna Árnasonar ehf dags. 8. júní 2010 þar sem óskað er eftir endurskoðun á útgáfu nýs vínveitingaleyfis.

Einar Brandsson vék af fundi vegna vanhæfis skv. 22. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð bendir bréfritara á að Akraneskaupstaður gefur ekki út vínveitingaleyfi fyrir veitingastaði, heldur annast sýslumannsembættið það lögum samkvæmt. Bréfritara er því bent á að beina erindi sínu til viðkomandi sýslumannsembættis.

13.Fyrirspurn til bæjarstjórnar

1004086

Bréf lögmannstofu Árna Árnasonar ehf dags. 8. júní 2010 þar sem ítrekað er beiðni um svör við ýmsum fyrirspurnum.

Einar Brandsson vék af fundi vegna vanhæfis skv. 22. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðarog fundarsköp bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar til fyrri afgreiðslu bæjarráðs hvað þetta mál varðar og felur framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að senda bréfritara viðkomandi gögn.

14.Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða - umsögn.

1006146

Tölvupóstur dags 25. júní 2010 frá nefndasviði Alþingis þar sem leitað er umsagnar á framlögðu lagafrumvarpi.

Lagt fram.

15.Fundargerðir fjölskylduráðs 2010

1006153

Fundargerð fjölskylduráðs frá 23. júní 2010.

Lögð fram.

16.Aðalfundur OR 2010

1006112

Fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. júní 2010.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00