Fara í efni  

Bæjarráð

3035. fundur 07. maí 2009 kl. 16:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.FIMA - staða og starfsemi.

904097

Til viðræðna mætti Sævar Haukdal, formaður FIMA, til að fara yfir stöðu, starfsemi, framtíð og aðstöðu félagsins.



Sævar gerði bæjarráði grein fyrir viðhorfi FIMA, framtíðarhorfum og stöðu. Málið rætt. Bæjarráð þakkar veittar upplýsingar.


Bæjarráð felur rekstrarstjóra íþróttamannvirkja og íþróttafulltrúa ÍA í samstarfi við FIMA að skoða möguleika á fjölgun og hagræðingu á tímum í íþróttamannvirkjum.

2.Dalbraut 1, bókasafn, sérkerfi.

810124

Til viðræðna mættu Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu, Runólfur Þór Sigurðsson, byggingarfulltrúi og Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður, til að ræða um búnaðarkaup fyrir bókasafnið.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu allt að kr. 4.500.000 vegna bókasafns. Málinu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009 og jafnframt til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.Málefni Dvalarheimilisins Höfða.

905013

Til viðræðna um málefni Höfða mættu Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti Hvalfjarðarsveitar og Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Dvalarheimilisins Höfða.
Bréf Dvalarheimilisins Höfða, dags. 5. júní 2008, varðandi stækkun þjónusturýmis Höfða.





Rætt um stöðu mála. Afstaða bæjarráðs er óbreytt frá 21. júní 2007.



4.Innkaupastefna Akraneskaupstaðar.

811111

Drög að innkaupareglum Akraneskaupstaðar.





Bæjarráð samþykkir að senda drögin til umsagnar framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs.

5.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 05.05.2009, varðandi uppkaup á landi undir fráveitulögn með Krókalóni.





Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu að ganga til samninga við landeigendur.

6.Vélhjólabraut

904156

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 05.05.2009, varðandi stækkun svæðis sem Vélhjólaíþróttafélag Akraness hefur til umráða úr 34.100 m² í ca. 58.500m².



Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um mótun og formun svæðisins til umræddra framtíðarnota í samræmi við tillögur skipulags- og umhverfisnefndar. Uppdráttur lagður fram.

7.Slökkvilið - Bílaskipti.

905016

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 06.05.2009, þar sem óskað er eftir leyfi til að skipta á sléttu á bíl slökkviliðsins sem er M. Bens, árg. 1979, fastanúmer FM 931 fyrir Ford Econoline, árg. 1993 fastanúmer YV 465.

Bæjarráð samþykkir erindið.

8.Akstur strætisvagns á Akranesi.

905019

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 05.05.2009, varðandi tillögu að breyttri akstursleið strætisvagns innanbæjar.


Afgreiðslu frestað.

9.Tjaldsvæði - samningur um umsjón o.fl.

905010

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 06.05.2009, varðandi rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík.


Afgreiðslu frestað.

10.Viskubrunnur - undirbúningur

901156

Bréf iðnaðarráðuneytisins, dags. 21.04.2009, þar sem tilkynnt er um veitingu styrks vegna ?Viskubrunns í Álfalundi" að upphæð kr. 8,0 milljónir.



Bæjarráð fagnar framlagi iðnaðarráðuneytisins og felur Akranesstofu að gera tillögu um nýtingu fjármunanna


í samræmi við skilyrði sem þeim fylgja.

11.Kútter Sigurfari - átaksverkefni ofl.

903133

Bréf verkefnastjóra Akranesstofu, dags. 06.05.2009, varðandi tillögur um leiðir til að varðveita Kútter Sigurfara.



Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi og tillögu Akranesstofu. Erindið að öðru leyti lagt fram.

12.Garðasel - þakviðgerð

901161

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 26.03.2009, varðandi þakviðgerðir á Garðaseli - áætlaður kostnaður er kr. 13,0 milljónir.


Erindinu vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2009 og jafnframt til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Álitsgerð Landslaga lögfræðistofu, dags. 27.04.2009, um samkeppnisréttarleg álitaefni vegna útvistunar Byggðasafnsins.


Lagt fram.

14.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Húsafriðunarnefndar, dags. 30.04.2009, þar sem óskar er eftir upplýsingum varðandi útvistun Byggðasafnsins í Görðum.



Bæjarráð felur verkefnastjóra Akranesstofu að svara bréfi Húsafriðunarnefndar.

15.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Ríkisendurskoðunar, dags. 21.4.2009, þar sem gerð er fyrirspurn varðandi áform bæjarstjórnar um að ganga til samninga við einkaaðila án undanfarandi útboðs, um að annast rekstur safnsins næstu 5 árin.



Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara erindinu.

16.Seljuskógar 16 - sala lóðarinnar til Akraneskaupstaðar.

904144

Bréf Jens Viktors Kristjánssonar og Kristínar Svölu Jónsdóttur, dags. 20.04.2009, þar sem óskað er eftir að Akraneskaupstaður kaupi tilbaka lóð nr. 16 á því verði sem eigendur lóðarinnar hafa lagt í hana, eða rúmar 6 milljónir kr. vegna efnahagsástands.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

17.Fráveituframkvæmdir 2008 - styrkur.

904159

Bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 27.04.2009, þar sem tilkynnt er um höfnun á umsókn Akraneskaupstaðar um styrk vegna fráveituframkvæmda á árinu 2008, sbr. lög nr. 53/1995 um stuðning við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.


Bæjarráð felur bæjarstjóra að greina Orkuveitu Reykjavíkur frá svari ráðuneytisins.

18.Strætómál.

812038

Bréf stúdentaráðs Háskóla Íslands, dags. 04.05.2009, þar sem sveitarfélög eru hvött til að veita öllum námsmönnum frítt í strætó.


Bæjarráð upplýsir stúdentaráð um að frítt er í strætó innanbæjar á Akranesi og ferðir með Strætó bs eru verulega niðurgreiddar fyrir þá sem nota þann ferðamáta milli Akraness og Reykjavíkur.

19.Styrkbeiðni - Ólympíuleikar í stærðfræði.

905002

Bréf Ingólfs Eðvarðssonar, dags. 04.05.2009, þar sem óskað er eftir styrk sem nemur bæjarstarfsmannslaunum í 6-8 vikur, vegna þátttöku í Ólympíuleikunum í stærðfræði sem haldnir verða í Þýskalandi 13.- 22. júlí nk.


Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

20.Stjórnsýslukæra Soffíu Magnúsdóttur, Kirkjubraut 40, Akranesi f.h. Kalmansvíkur ehf.

811073

Bréf samgönguráðuneytisins, dags. 24.04.2009, þar sem tilkynnt er um seinkun úrskurðar stjórnsýslukæru Kalmansvíkur, vegna anna. Stefnt er að því að ljúka málinu í maí.


Lagt fram.

21.Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga 2009.

903138



Bæjarráð samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 250 milljónir króna til 15 ára, verðtryggt í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdaáætlun Akraneskaupstaðar, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Andrési Ólafssyni, fjármálastjóra kt. 060951-4469, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess fh. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

22.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaðar - ársreikningur 2008.

905011



Lagður fram.

23.Ársskýrsla Menningarráðs Vesturlands 2008.

905018

Hægt er að nálgast ársskýrslu og ársreikning Menningarráðs Vesturlands 2008 á vefsíðu Menningarráðs www.menningarviti.is.

Lagt fram.

24.Faxaflóahafnir sf. - Aðalfundarboð

904145

Bréf Faxaflóahafna, dags. 20.04.2009. Fundarboð aðalfundar Faxaflóahafna verður haldinn í Sjóminjasafninu Grandagarði 8, Reykjavík, miðvikudaginn 20. maí nk.og hefst hann kl. 16:00.



Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

25.Aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

905017

Bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, dags. 04.05.2009. Fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands sem haldinn verður að Hótel Búðum Staðarsveit, miðvikudaginn 13. maí nk. og hefst hann kl. 13:30.


Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð Akraneskaupstaðar á fundinum.

26.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Dagskrá 1074. fundar 12. maí 2009.

Lögð fram.

27.Samstarfsnefnd - fundargerðir 2009.

905012

Fyrir fundinum liggur fundargerð 142. fundar samstarfsnefndar frá 07.04.2009.


Bæjarráð staðfestir afgreiðslu samstarfsnefndar skv. framlagðri fundargerð.

28.Innkaupareglur Akraneskaupstaðar - fundargerðir starfshóps 2009.

901098

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 2., 3. og 4. funda starfshóps um innkaupareglur Akraneskaupstaðar frá 25.03., 07.04. og 30.04.2009.


Lagðar fram.

29.Fundargerðir Menningarráðs Vesturlands 2009.

902019

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 28., 30. og 31. funda Menningarráðs Vesturlands frá 12.01., 02.02. og 28.04.2009.

Lagðar fram.

30.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fundargerð 763. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29.4.2009.
Lögð fram.

31.Kirkjuhvoll - húsnæði.

904009

Bréf umsjónarmanns fasteigna, dags. 15.3.2009. Kostnaðargreining vegna Kirkjuhvols, lista- og fræðsluaðstöðu, flotun-, gólfefni og snyrting. Áætlaður kostnaður er kr. 2.660.371.-

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00