Fara í efni  

Bæjarráð

3034. fundur 24. apríl 2009 kl. 12:00 í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Álitsgerð Landslaga, dags. 13.02.2009, um samkeppnisréttarleg álitaefni vegna útvistunar Byggðasafns Akraness.
Til viðræðna mættu Þorgeir Jósefsson, formaður stjórnar Akranesstofu, Adolf Friðriksson, framkvæmdastjóri Vætta ehf.
Álitsgerðin lögð fram.

2.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Minnisblað Landslaga, dags. 03.12.2008, um útvistun Byggðasafns Akraness.
Lagt fram.

3.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf sveitarstjóra Hvalfjarðasveitar, dags. 20.04.2009, varðandi bókun sem gerð var á fundi sveitarstjórnar um samning við Vættir ehf. um rekstur og uppbyggingu safnasvæðisins.
Lagt fram.

4.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Safnaráðs, dags. 15.04.2009. Ábending vegna fyrirhugaðs samnings við Vættir ehf. um útvistun Buggðasafnsins í Görðum.


Lagt fram.

5.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Þjóðminjasafns Íslands og safnaráðs, dags. 17.04.2009, þar sem ítrekað er mikilvægi þess að fyrirhugaður samningur við Vættir ehf. verði sendur safnaráði, menntamálaráðuneytinu og Þjóðminjasafni Íslands til umsagnar.

Lagt fram.

6.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Fornleifaverndar ríkisins, dags. 21.04.2009, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort gert sé ráð fyrir að minjastaðir tengist samningnum á einhvern hátt.
Lagt fram.

7.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Sjafnar Pálfríðar Jónsdóttur, fh. afkomenda sr. Jóns M. Guðjónssonar, dags. 20.04.2009, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum samningi við Vættir ehf.
Lagt fram.

8.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Bréf Sambands íslenskra sjóminjasafna, dags. 24. apríl 2009, varðandi báta í safnkosti Byggðasafnsins í Görðum.

Lagt fram.

9.Byggðasafnið í Görðum - útvistun

812054

Tölvupóstur menntamálaráðuneytis, dags. 22.4.2009, varðandi frágang samnings við fyrirtækið Vættir ehf. um rekstur hluta Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi.
Lagt fram.

10.Kútter Sigurfari - átaksverkefni.

903133

Bréf Hvalfjarðarsveitar, dags. 14.04.2009, varðandi endurgerð Kútters Sigurfara.
Lagt fram.

11.Dalbraut 1, bókasafn, sérkerfi.

810124

Til viðræðna mætti Halldóra Jónsdóttir, bæjarbókavörður.Rætt um búnaðarkaup fyrir safnið. Samþykkt að boða framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, eftirlitsmann og bæjarbókavörð til viðræðna á næsta fund bæjarráðs.

12.Stórbílastæði

809036

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 14.04.2009, varðandi bílastæði fyrir vörubíla og vinnuvélar á lóðinni nr. 5 við Kalmansvelli í stað lóðarinnar nr. 13 við Hafnarbraut.


Lagt fram. Bæjarráð heimilar nýtingu á lóðinni án þess að til komi kostnaður fyrir Akraneskaupstað.

13.Laun kjörstjórnastarfsmanna.

904093

Erindi bæjarstjóra, dags. 17.04.2009, varðandi laun til starfsmanna er koma að Alþingiskosningum á kjördag.


Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um laun kjörstjórnamanna.

14.Alþingiskosningar 25. apríl 2009 - Kjörskrá.

902213

Tilkynning Þjóðskrár, dags. 16.04.2009, um skráningu nýs íslensks ríkisborgara til leiðréttingar á kjörskrá fyrir Alþingiskosningar.

Bæjarráð samþykkir framlagðar breytingar á kjörskrá og felur bæjarstjóra að undirrita kjörskrána svo breytta.

15.Alþingiskosningar 25. apríl 2009 - Kjörskrá.

902213

Bréf Þjóðskrár, dags. 20.04.2009. Listi yfir aðila er hafa látist eftir gerð kjörskrárstofna, til leiðréttingar kjörskrár.

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að undirrita kjörskrána svo breytta.


16.Akranesstofa - styrkur - samkomulag.

904083

Samningur Menningarráðs Vesturlands og Akranesstofu, dags. 27.03.2009, um styrk að upphæð kr. 2.400.000.-.


Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.17.Styrkbeiðni - Cosmic Call - plötuútgáfa.

904056

Bréf Cosmic Call, hljómsveitar frá Akranesi, ódags. Styrkbeiðni vegna plötuúgáfu.


Bæjarstjóra falið að afgreiða erindið.

18.Styrkbeiðni - Hagsmunasamtök heimilanna.

904071

Bréf Hagsmunasamtaka heimilanna, dags.11.04.2009, þar sem óskað er eftir fjárhagslegum stuðningi til rekstrarkostnaðar að upphæð kr. 300.000.-.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en þess ber að geta að Akraneskaupstaður ver miklum fjármunum til hagsmuna heimilanna á Akranesi.

19.FIMA - staða og starfsemi.

904097

Bréf Fimleikafélags Akraness, barst í tölvupósti dags. 16.04.2009, þar sem óskað er eftir kynningar- og umræðufundi með bæjarráði.


Bæjarráð samþykkir að boða fulltrúa félagsins á fund bæjarráðs 5. maí nk. kl. 16:00.

20.Faxaflóahafnir sf. - endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009.

904096

Bréf Faxaflóahafna, dags. 17.04.2009, varðandi endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 ásamt greinargerð hafnarstjóra.

Áætlunin lögð fram.

21.Fjallskil - skýrsla.

904085

Bréf Bændasamtaka Íslands, dags. 15.04.2009, varðandi endurskoðun fjallskilasamþykktar ásamt kynningu á skýrslu milliþinganefndar búnaðarþings um fjallskil.

Lagt fram. Vísað til afgreiðslu framkvæmdaráðs.

22.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020.

904116

Bréf Sorpurðunar Vesturlands, dags. 20.04.2009, þar sem kynnt er sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2008-2020. Lokaútgáfu er að finna á heimasíðu verkefnisins www.samlausn.is

Lagt fram. Vísað til skipulags-og umhverfisnefndar.

23.Ársreikningur SSV 2009.

904115

Bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, dags. 16.04.2009, þar sem tilkynnt er um samþykkt ársreiknings SSV fyrir árið 2008.


Lagt fram.

24.Sundfélag Akraness - þakkir.

904086

Bréf Sundfélags Akraness, dags. 03.04.2009, þar sem færðar eru þakkir fyrir gjöf sem veitt var í tilefni 60 ára afmælis félagsins í desember 2008.


Lagt fram. Bæjarráð óskar sundfélaginu allra heilla í framtíðinni.

25.Vinnumarkaðsaðgerðir.

904100

Bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 08.04.2009, þar sem vakin er athygli á vinnumarkaðsaðgerðum á vegum Vinnumálastofnunar.

Lagt fram. Erindinu vísað til fjölskylduráðs.

26.Vátryggingar Akraneskaupstaðar.

904082

Bréf Sjóvá, dags. 02.04.2009, þar sem óskað er eftir að gera tilboð í vátryggingar fyrir næstu endurnýjun sveitarfélagsins.

Akraneskaupstaður er með bundna samninga við Vátryggingafélag Íslands um vátryggingar.

27.Drög að dagskrá bæjarstjórnar 2009.

901046

Dagskrá 1073. fundar 28. apríl 2009.
Lögð fram.

28.Strætómál - fundargerðir starfshóps 2009.

903183

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 3. og 4. fundar starfshóps um strætómál frá 02.04. og 16.04.2009

Lagðar fram.

29.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009.

901068

Fyrir fundinum liggur fundargerð 60. fundar Faxaflóahafna sf. frá 17.04.2009.

Lögð fram.

30.Heilbrigðisnefnd Vesturlands - fundargerðir 2009.

903132

Fyrir fundinum liggur fundargerð 84. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 08.04.2009.

Lögð fram.

31.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2009.

901171

Fyrir fundinum liggur fundargerð 762. fundar stjórnar íslenskra sveitarfélaga frá 26.03.2009.

Lögð fram.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00