Fara í efni  

Bæjarráð

3147. fundur 01. mars 2012 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Gunnar Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Gjaldskrár íþróttamannvirkja 2012

1201089

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 21. febrúar 2012, ásamt tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar. Framkvæmdaráð hefur samþykkt gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa

1110097

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 21. febrúar 2012, varðandi tillögur framkvæmdaráðs um hagræðingu og niðurskurð útgjalda.

Málið rætt, afgreiðslu frestað.

3.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa

1110098

Bréf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu, dags. 21. febrúar 2012, varðandi tillögur um hagræðingu og niðurskurð útgjalda.

Málið rætt. Afgreiðslu frestað.

4.Fjárhagsáætlun 2012 Fjölskyldustofa - niðurskurður

1201203

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 27. febrúar 2012, þar sem óskað er eftir fresti til að leggja fram tillögur sem snúa að Fjölskyldustofu, svo og greinargerðir sem snúa að Hver og Skagastöðum.

Bæjarráð samþykkir erindið. Tillögur Fjölskyldustofu berist bæjarráði fyrir næsta fund ráðsins.

5.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Minnisblað bæjarritara dags. 27. febrúar 2012, varðandi tillögur um aðgerðir til hagræðingar og niðurskurð útgjalda hvað yfirstjórn bæjarins varðar.

Málið rætt, afgreiðslu frestað.

6.Fjárhagsáætlun 2011 - ósk um leiðréttingu

1103111

Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 22.2.2012, óskað er heimildar til að flytja fjárveitingu af Eignasjóði yfir á Fasteignafélag Akraness slf, vegna kaupa á húsnæði Faxabraut 3. Breytingin hefur ekki áhrif á heildarfjárhagsstöðu, heldur er um flutning á þegar samþykktri fjárveitingu að ræða.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

7.Afskriftir 2011

1109092

Bréf fjármálastjóra dags. 28.2.2012, þar sem gerðar eru tillögur að afskriftum krafna undir árinu 2011 að fjárhæð kr. 2.866.314.-

Á fundinn mætti til viðræðna Andrés Ólafsson, fjármálastjóri.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

8.Umhverfisvaktin við Hvalfjörð - mælingar á mengandi efnum í neysluvatni.

1201426

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 24. febrúar varðandi bréf Umhverfisvaktarinnar dags. 19. febrúar 2012. Lagt er til að fulltrúar Akraneskaupstaðar eigi fund með Umhverfisstofnun varðandi mælingatíðni og áreiðanleika mælinga.

Bæjarráð telur að yfirlýsingar og framseting upplýsinga í þá veru sem Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur látið frá sér fara sé bæði órökstudd og beinlínis villandi og sé til þess fallin að valda óþarfa tortryggni og óöryggi á meðal bæjarbúa og fyrirtækja á Akranesi um gæði neysluvatns á Akranesi.

Bæjarstjóra falið að senda Umhverfisstofnun erindi þar sem óskað er eftir viðbrögðum stofnunarinnar við bréfi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Bæjarráð samþykkir í framhaldi þess að óska eftir fundi með fulltrúum Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Orkuveitu Reykjavíkur varðandi málið.

9.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf bæjarstjórnar dags. 18. janúar 2012, þar sem afgreiðslu um breytt deiliskipulag á lóð Heiðarbrautar 40, er vísað til nánari umfjöllunar í bæjarráði, tölvupóstur Eiríks Svavarssonar hrl. hjá Draupnir lögmannsþjónustu dags. 24.-26. janúar 2012 og bréf Eiríks Svavarssonar dags. 29. febrúar 2012.

Afgreiðslu frestað.

10.Suðurgata 57 (Landsbankahús) - hugsanleg nýting

1201238

Minnisblað framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu dags. 31. janúar 2012 og minnisblað umsjónarmanns fasteigna dags. 12. febrúar 2012. Fyrir liggur tilboð Landsbankans um sölu eignarinnar til Akraneskaupstaðar.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við Landsbankann um kaup bæjarins á Suðurgötu 57. Framkvæmdastjóra framkvæmdastofu falið að leggja nánara mat á kostnaði við endurbyggingu hússins m.v. gefnar forsendur.

11.Grenjar-hafnarsvæði, deiliskipulag

1202219

Bréf bæjarstjórnar dags. 29. febrúar 2012, þar sem lagt er til að málinu verði vísað til frekari umfjöllunar í bæjarráði. Fyrir liggur tillaga skipulags- og umhverfisnefndar dags. 24. febrúar 2012, þar sem lagt er til að lýsing verkáætlunar vegna deiliskipulagstillögu verði auglýst.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar, en nánari kynningarfundur verði haldinn fyrir bæjarstjórnarmenn áður en að fundinum kemur.

12.Skipulags- og umhverfisstofa - verkaskipting

1202232

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu, dags. 23. febrúar 2012. Lagt er til að verkefni sem snúa að skipulagsmálum verði færð til byggingarfulltrúa og starfsheiti hans breytt í byggingar- og skipulagsfulltrúi.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu frágang málsins í samráði við bæjarstjóra.

13.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

Bréf framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu, dags. 23. febrúar 2012, þar sem óskað er heimildar til endurnýjunar tölvu fyrir umsjónarmann fasteigna. Áætlaður kostnaður er 160 þús. kr. Einnig bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar, dags. 28. febrúar 2012 þar sem óskað er fjárveitingar til kaupa á tveimur myndvörpum. Kostnaður er 326.028 kr.
Bréf deildarsjóra bókhaldsdeildar, dags. 28. febrúar 2012 þar sem óskað er fjárveitingar til kaupa á tölvu fyrir bæjarskrifstofu, hún yrði ein af þeim tuttugu sem beiðni um kaup á liggur fyrir á fundinum.
Bréf deildarstjóra bókhaldsdeildar dags. 22. febrúar 2012, þar sem óskað er heimildar til að taka tilboði frá Omnis í tölvukaup vegna ársins 2012, en viðhaft var útboð við kaup á allt að 20 tölvum á árinu 2012, með möguleikum á að auka magnkaup ef til þess þurfi að koma.

Hrönn vék af fundi við umfjöllun 13, 14 og 15 liðar með vísan til vanhæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð staðfestir tillögu deildarstjóra bókhaldsdeildar um kaupum á tölvum og fyrirkomulag vegna ársins 2012. Bæjarráð samþykkir jafnframt þá tilhögun vegna beiðna stofnana um tækjakaup, að bæjarritari og deildarstjóri bókhaldsdeildar leggi mat á þær tillögur sem fram koma frá stofnunum, afgreiði eftir atvikum tilfallandi og nauðsynlegar beiðnir um endurnýjanir tækjabúnaðar stofnana og leggir fyrir bæjarráð mánaðarlega til staðfestingar tillögur og fram komnar beiðnir þar að lútandi.

Bæjarráð samþykkir fram komnar beiðnir að fjárhæð kr. 626.000.-Fjárráðstöfun verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum "óviss útgjöld" 21-95-4660-1.

14.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

Bréf skólastjóra Grunda- og Brekkubæjarskóla dags. 20. febrúar 2012, þar sem óskað er heimildar til kaupa á 30 tölvum í hvorn grunnskóla, ásamt bréfi framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 27. febrúar 2012, um kaup á tölvu fyrir Garðasel og kaup á matvinnsluvél fyrir Teigasel.

Bæjarráð getur ekki fallist á framkomnar beiðnir að svo komnu máli með vísan til þeirra fjármuna sem fyrir liggja í fjárhagsáætlun, en samþykkir að ráðstafa til hvors skóla fjármunum til kaupa á 5 tölvum, samtals 1.500.000.-, tölvukaup vegna Garðasels kr. 150.000.- og kaup á matvinnsluvél fyrir Teigasel að fjárhæð kr. 115.000.-Fjárráðstöfun verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum "óviss útgjöld" 21-95-4660-1.

15.Búnaðarkaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.

1112141

Bréf forstöðumanns Ljósmyndasafns Akraness, dags. 27. febrúar 2012, þar sem óskað er heimildar til kaupa á prentara að fjárhæð 118 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir erindið. Fjárráðstöfun verði getið í viðauka við fjárhagsáætlun og komi af liðnum "óviss útgjöld" 21-95-4660-1.

16.Átak í atvinnumálum 2012 - framlag

1112149

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra, dags. 17. febrúar 2012, varðandi fyrirkomulag og ráðstöfun á framlagi til atvinnuátaks á árinu 2012. Heildarfjárveiting að teknu tilliti til tekna er um 14,5 m.kr.

Bæjarráð samþykkir tillögur starfsmanna- og gæðastjóra, enda verði þess vandlega gætt að verkefni bæjarins í atvinnuátaksmálum verði innan fjárheimilda ársins.

17.Vinnandi vegur - Í nám til vinnu

1202118

Kynningargögn frá aðilum vinnumarkaðarins um vinnumarkaðsúrræði til minnkunar atvinnuleysis.

Lagt fram.

18.Verklagsreglur um ráðningar hjá Akraneskaupstað

1112104

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

19.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað

1112125

Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

20.Atvinnumálanefnd

1107114

Samantekt um stöðu og framtíð atvinnumála á Akranesi, unnin af verkefnastjóra og starfshóp um atvinnumál á Akranesi í janúar 2012 ásamt upplýsingar um verkefni starfshópsins á árinu 2011.

Lagt fram.

21.Frumvarp til laga, mál nr. 50 - lög um félagslega aðstoð

1202166

Óskað er umsagnar um frumvarpið fyrir 6. mars 2012.

Lagt fram.

22.Tillaga til þingsályktunar, mál nr. 319 um faglega úttekt á réttargeðdeildinni á Sogni

1202178

Óskað er umsagnar um þingsályktunina fyrir 6. mars 2012.

Lagt fram.

23.Frumvarp til laga, mál nr. 290 - barnalög

1202179

Óskað er umsagnar um lögin fyrir 7. mars 2012.

Lagt fram.

24.Strætó bs. - útboð á akstri

1103168

Tölvupóstur frá Strætó bs varðandi afgreiðslu samnings við Hópbíla vegna aksturs á milli Akraness og Reykjavíkur.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Hópbíla í akstur á leið 57.

Bæjarráð samþykkir jafnframt að ganga til samninga við Hópbíla um notkun 70 sæta bíla á álagstímum leiðar 57 og jafnframt að ekki verði gert ráð fyrir standandi farþegum á þessari leið.

25.Sundfélag Akraness - afreksviðurkenningar

1202163

Bréf stjórnar Sundfélags Akraness dags. 13. febrúar 2012, þar sem þess er óskað að Akraneskaupstaður endurskoði í ljósi afgreiðslu til KFÍA, styrkveitingu til sundfélagsins.

Bæjarráð þakkar bréfið og vísar því til umfjöllunar starfshóps um íþrótta- og æskulýðsmál.

26.Almenningssamgöngur milli Vesturlands og höfuðborgarsvæðisins.

1109059

Bréf SSV, dags. 21. febrúar 2012, þar sem óskað er tilnefningar í starfshóp um mótun fyrirkomulags almenningssamgangna á Vesturlandi í framhaldi af gerð samnings á milli SSV og Vegagerðarinnar.

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Svein Kristinsson í starfshópinn. Til vara verði Gunnar Sigurðsson.

27.Fundargerðir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmanna.

1202107

Fundargerðir dags. 30. nóvember 2011 og 9. febrúar 2012.

Lagðar fram.

28.Samband íslenskra sveitarfélaga - XXVI. landsþing

1202168

Dagskrá landsþings Sambands ísl. sveitarfélaga sem fer fram 23. mars 2012 í Hótel Reykjavík Natura.

Lagt fram.

29.Jafnréttisáætlun.

912027

Minnisblað starfsmanna- og gæðastjóra dags. 29. febrúar 2012, ásamt tillögu að erindisbréfi fyrir starfshóp um gerð jafnréttisáætlun ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Akraneskaupstað.

Lagt fram. Tilnefningu í starfshópinn og afgreiðslu erindisbréfsins frestað til næsta fundar.

30.Menningarráð Vesturlands - fundargerðir 2012

1202065

Fundargerð frá 24. febrúar 2012.

Lögð fram.

31.Samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og VLFA - 1

1202015

Fundargerð frá 21. febrúar 2012.

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

32.Starfshópur um atvinnumál - 16

1201011

Fundargerð frá 18. janúar 2012.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00