Fara í efni  

Bæjarráð

3160. fundur 26. júlí 2012 kl. 08:00 - 10:00 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá

1.FEBAN - húsnæðismál

1207042

Viðræður við fulltrúa FEBAN um húsnæðismál félagsins.
Til viðræðna mættu Ingimar Magnússon, Ólafur Guðmundsson, Jóhannes Ingibjartsson og Svavar Sigurðsson.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarritara að greina málið og leggja tillögur fyrir bæjarráð í samráði við fulltrúa FEBAN.

2.EFS - Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga.

1207001

Afrit af bréfi bæjarstjóra til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 17. júlí 2012.

Lagt fram.

3.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar.

1206088

Bréf forseta bæjarstjórnar, dags. 24. júlí 2012, þar sem lagt er til að bæjarráð fari yfir bæjarmálasamþykkt og skipurit bæjarins og geri tillögur til bæjarstjórnar um breytingar skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 12. júní s.l.

Bæjarráð fellst á tillögu forseta bæjarstjórnar að fulltrúar í bæjarráði gegni hlutverki starfshóps um breytingar á skipuriti bæjarins skv. samþykkt bæjarstjórnar frá 12. júní s.l.

4.Starfshópur um skólamál

1108133

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu, dags. 24. júlí 2012, þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á gjaldskrá Tónlistarskólans á Akranesi.

Bæjarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá Tónlistarskólans við upphaf skólaárs.

5.Leyfi frá störfum í ár

1206209

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu dags. 24. júlí 2012 þar sem mælt er með því að Birgir Guðmundsson fái ársleyfi.

Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

6.Cafe Eyðimörk - rekstrarleyfi

1207004

Tölvupóstur sýslumannsins á Akranesi, dags. 19. júlí 2012, þar sem áframsent er erindi Gunnars Þórs Gunnarssonar, dags. 16. júlí 2012,varðandi umsögn bæjarráðs um rekstrarleyfi Eyðimerkur ehf. að Skólabraut 14, Akranesi.

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að koma ábendingum á framfæri við umsækjanda. Bæjarráð mun fjalla um málið síðar.

7.Kaffi ást ehf. Kirkjubraut 8 - rekstrarleyfi

1205119

Bréf Högna Gunnarssonar, dags. 19. júlí 2012, f.h. Kaffi Ástar ehf., þar sem gerð er athugasemd við umsögn bæjarráðs varðandi rekstrarleyfi.

Lagt fram. Bæjarstjóra falið að koma ábendingum á framfæri við umsækjanda. Bæjarráð mun fjalla um málið síðar.

8.Slökkvilið - endurnýjun á körfubíl

1207053

Erindi slökkviliðsstjóra, dags. 9. júlí 2012, um möguleika á endurnýjun á körfubíl.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

9.Sorpurðun - staðarval

1207080

Bréf Sorpu, dags. 18. júlí 2012, um nýtt staðarval fyrir urðunarsvæði.

Lagt fram.

10.Nýsköpun í opinberum rekstri

1207041

Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 6. júlí 2012, um nýsköpun í opinberum rekstri og nýsköpunarráðstefnu 30. október n.k. á Grand Hótel Reykjavík.

Lagt fram.

11.Smiðjuvellir deiliskipulag - (Kalmansvellir 6)

1204088

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 19. júlí 2012, vegna breytinga á deiliskipulagi Kalmansvalla 6.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og umhverfisnefndar um grenndarkynningu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00