Fara í efni  

Bæjarráð

3130. fundur 27. október 2011 kl. 16:00 - 19:30 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
 • Guðmundur Páll Jónsson formaður
 • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
 • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
 • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
 • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur

1102007

Jóhann Þórðarson endurskoðandi, kynnti stöðu mála.

2.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Andrés Ólafsson fjármálastjóri mætti á fundinn til viðræðna.

Fjármálastjóri kynnti stöðu mála varðandi vinnu við tekju- og útgjaldaliði í fjárhagsáætlun ársins 2012.

3.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar

1012105

Minnisblað bæjarritara dags. 5. október 2011, um næstu skref varðandi upplýsingamál sbr. samþykkt bæjarráðs frá 19. október 2011.

Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting vegna gerðar útboðsgagna og kostnaðar við auglýsingar starfs upplýsingatæknistjóra, samtals kr. 1,1 m.kr. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

4.Ágóðahlutagreiðsla 2011

1110266

Bréf Brunabótar dags. 20. október 2011 þar sem gerð er grein fyrir samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ m.a. um ágóðahlutagreiðslu 2012. Ekki er gert ráð fyrir greiðslu arðs á árinu 2012.

Lagt fram.

5.Leiguhúsnæði - stofnun samvinnufélags

1110236

Bréf hóps, um stofnun samvinnufélags og reksturs leiguhúsnæðis, dags. 18. október 2011.

Bæjarráð telur ekki tilefni til þátttöku Akraneskaupstaðar í fyrirhuguðu samvinnufélagi.

6.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2012 og greinargerð

1110198

Fjárhagsáætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2012 og langtímaáætlun rekstrar og framkvæmda fyrir árin 2013-2017.

Lögð fram.

7.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld

1010036

Bréf framkvæmdastjóra Skipulags- og umhverfisstofu dags. 25. október 2011 um tillögu að endurskoðun gjaldskrár fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingaleyfis- og þjónustugjöld skipulags- og umhverfisstofu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt að boða framkvæmdastjóra á næsta fund bæjaráðs. Afgreiðslu málsins frestað.

8.Samkomulag um rekstur Snorrastofu

1110243

Bréf bæjarstjórnar dags. 26. október 2011, þar sem samkomulagi um rekstur Snorrastofu, er vísað aftur til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð ítrekar samþykkt sína frá síðasta fundi varðandi staðfestingu á samkomulagi við Snorrastofu.

9.Kvennafrídagurinn 25. október n.k. - hvatning

1110061

Bréf bæjarstjórnar dags. 26. október 2011, um skipan í 5 manna starfshóp, sem vinni að gerð jafnréttisáætlunar, ásamt framkvæmdaáætlun fyrir Akraneskaupstað og stofnanir hans.
Bæjarráði er falið að leggja starfshópnum til erindisbréf, tilnefna í starfshópinn og skipa formann hans.

Bæjarráð felur þjónustu- og upplýsingastjóra og starfsmanna- og gæðastjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Bæjarráð mun skipa í starfshópinn þegar erindisbréf hans liggur fyrir.

10.Heilbrigðismál - ályktun frá fundi framkvæmdastjóra og oddvita sveitarfélaga á Vesturlandi

1110286

Tölvupóstur mótt: 25. október 2011, þar sem gerð er grein fyrir ályktun um heilbrigðismál, á fundi framkvæmdastjóra og oddvita sveitarfélaga á Vesturlandi þann 17. október 2011.

Bæjarráð tekur undir ályktunina og felur bæjarstjóra að koma áhyggjum bæjaryfirvalda á Akranesi á framfæri við ráðherra og fjárlaganefnd Alþingis.

11.Húsnæðismál - áfrýjun

1110046

Bréf félagsmálastjóra dags. 5. október 2011 þar sem óskað er eftir samþykkt bæjarráðs fyrir kaupum á fasteign að upphæð kr. 14,9 m.kr.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt að fjárhæð 14,9 m.kr. til kaupa á húsnæðinu. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáæltunar 2011.

12.Orkuveita Reykjavíkur - staðfesting eigenda vegna lána

1103053

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. október 2011, þar sem óskað er heimildar eignaraðila að OR til að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1.600.000.000.- kr og allt að 10.000.000 EUR vegna fráveituverkefna. Lánið er með veði í tekjum eigenda og þannig háð samþykki þeirra.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila umrædda lántöku á þeim lánakjörum sem fram koma í erindi OR.

Fundi slitið - kl. 19:30.

   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00