Bæjarráð
1.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur
1102007
2.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
3.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar
1012105
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting vegna gerðar útboðsgagna og kostnaðar við auglýsingar starfs upplýsingatæknistjóra, samtals kr. 1,1 m.kr. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.
4.Ágóðahlutagreiðsla 2011
1110266
Lagt fram.
5.Leiguhúsnæði - stofnun samvinnufélags
1110236
Bæjarráð telur ekki tilefni til þátttöku Akraneskaupstaðar í fyrirhuguðu samvinnufélagi.
6.Faxaflóahafnir sf. - fjárhagsáætlun 2012 og greinargerð
1110198
Lögð fram.
7.Gjaldskrá fyrir gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis- og þjónustugjöld
1010036
Samþykkt að boða framkvæmdastjóra á næsta fund bæjaráðs. Afgreiðslu málsins frestað.
8.Samkomulag um rekstur Snorrastofu
1110243
Bæjarráð ítrekar samþykkt sína frá síðasta fundi varðandi staðfestingu á samkomulagi við Snorrastofu.
9.Kvennafrídagurinn 25. október n.k. - hvatning
1110061
Bæjarráði er falið að leggja starfshópnum til erindisbréf, tilnefna í starfshópinn og skipa formann hans.
Bæjarráð felur þjónustu- og upplýsingastjóra og starfsmanna- og gæðastjóra að gera tillögu að erindisbréfi fyrir starfshópinn. Bæjarráð mun skipa í starfshópinn þegar erindisbréf hans liggur fyrir.
10.Heilbrigðismál - ályktun frá fundi framkvæmdastjóra og oddvita sveitarfélaga á Vesturlandi
1110286
Bæjarráð tekur undir ályktunina og felur bæjarstjóra að koma áhyggjum bæjaryfirvalda á Akranesi á framfæri við ráðherra og fjárlaganefnd Alþingis.
11.Húsnæðismál - áfrýjun
1110046
Bæjarráð samþykkir tillöguna og leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt að fjárhæð 14,9 m.kr. til kaupa á húsnæðinu. Fjárveitingu vísað til endurskoðunar fjárhagsáæltunar 2011.
12.Orkuveita Reykjavíkur - staðfesting eigenda vegna lána
1103053
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að heimila umrædda lántöku á þeim lánakjörum sem fram koma í erindi OR.
Fundi slitið - kl. 19:30.
Fjármálastjóri kynnti stöðu mála varðandi vinnu við tekju- og útgjaldaliði í fjárhagsáætlun ársins 2012.