Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

158. fundur 22. október 2008 kl. 18:00 - 19:00

158. fundur atvinnumálanefndar var haldinn miðvikudaginn 22. október  2008 á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.

_____________________________________________________________ 

Mættir voru:                 Þórður Þ. Þórðarson, formaður

                                    Björn Guðmundsson

                                    Haraldur Helgason

                                    Dagný Jónsdóttir

                                    Helga Haug Jónsdóttir 

Auk þeirra sat fundinn Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari, sem einnig ritaði fundargerð.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

1.   Staða atvinnumála á Vesturlandi.  Minnisblað 

      Atvinnuráðgjafar Vesturlands, dags. 14.10.2008, lagt fram til

      kynningar.

      Fram kemur í minnisblaðinu að fyrirsjáanlegur verkefnaskortur sé í

      byggingariðnaði, en hinsvegar sé vöntun á iðnaðarmönnum hjá

      stóriðjunni á Grundartanga.  Almennt sé staða fyrirtækja á svæðinu

      óljós, en vitað er um fyrirtæki á svæðinu sem eru í erfiðleikum sem

      jafnvel voru tilkomin áður en fjármálakerfið fór í uppnám.

      Atvinnumálanefnd óskar eftir að Atvinnuráðgjöf Vesturlands geri

      nánari úttekt á atvinnuástandi og horfum á Akranesi og  

      Grundartangasvæðinu, þannig að betri upplýsingar liggi fyrir um

      ástand mála en nú er. 

2.   Staða atvinnuleysis á Akranesi m.v. 15. október 2008.

      Skv. gögnum frá Svæðisvinnumiðlun eru 74 einstaklingar skráðir

      atvinnulausir, þar af 27 karlar og 47 konur.  23 einstaklingar hafa

      skráð sig atvinnulausa síðustu þrjár vikurnar.

      Málið rætt.       

3.   Önnur mál.

      Rætt um almenningssamgöngumál.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00