Fara í efni  

Atvinnumálanefnd (2000-2008)

141. fundur 02. nóvember 2006 kl. 18:00 - 19:45

141. fundur atvinnumálanefndar var haldinn fimmtud. 2. nóvember 2006 í fundarsal bæjarskrifstofu, Stillholti 16-18 og hófst hann kl. 18:00.


Mættir voru:                 Karen Jónsdóttir, formaður

                                    Haraldur Helgason

                                    Björn Guðmundsson

Varamaður:                 Inga Ósk Jónsdóttir.

 

Auk þeirra sátu fundinn Rakel Óskarsdóttir,  Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnufulltrúar og Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sem einnig ritaði fundargerð.


 

Fyrir tekið:

 

1. Kynningarefni atvinnumálanefndar.

Lagður fram kynningarbæklingur sem búið er að senda á öll heimili og fyrirtæki í bæjarfélaginu.  Atvinnumálanefnd þakkar hönnuðum bæklingsins fyrir framkvæmdina.

 

2. Leiðarkerfi Akraness / strætó.

Tillögur Strætó bs. um samræmingu á þjónustu fyrirtækisins og Strætisvagna Akraness ræddar, einnig rætt um beiðni Hvalfjarðarsveitar um aðild að samningi bæjarins við Strætó bs.  Tölvupóstur Ólafs Inga Guðmundssonar dags. 2.11.2006 lagður fram ásamt upplýsingum verktaka um farþegafjölda.  Áfram verður unnið að málinu.

 

3. Samvinna við IMPRU Iðntæknistofnun, hugmyndir um námskeið fyrir konur.

Málið rætt.  Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

4. Samningur Atvinnumálanefndar við Orkuveitu Reykjavíkur.

Málið rætt.

 

5. Námskeið fyrir fyrirtæki.

Málið rætt.  Markaðs- og atvinnufulltrúa falið að vinna áfram að málinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00