Fara í efni  

Æskulýðs- og félagsmálaráð (2000-2002)

598. fundur 06. mars 2001 kl. 08:00 - 09:30
 598. fundur æskulýðs- og félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild

Stillholti 16-18, þriðjud. 6. mars 2001 og hófst hann kl. 8:00.

 Mættir voru:                        Inga Sigurðardóttir,

                        Tryggvi Bjarnason,

                        Oddný Valgeirsdóttir,

                        Pétur Svanbergsson

                        Sæmundur Víglundsson

 Auk þeirra félagsmálastjóri, Sólveig Reynisdóttir. Sveinborg Kristjánsdóttir, félagsráðgjafi,  ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Oddný Valgeirsdóttir.

 Fundur settur af formanni félagsmálaráðs.

 Fyrir tekið:

  1. Kvarðaútreikningur fjárhagsaðstoðar
    Lagður fram uppfærður kvarðaútreikningur miðað við 1. mars 2001, sem reiknaður var út samkvæmt nýsamþykktum reglum.  Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs varðandi kvarðann.
  2. Fjárhagsaðstoð
    Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
  3. Staða fjárhagsaðstoðar
    Farið yfir stöðu fjárhagsaðstoðar það sem af er árinu 2001. Veitt fjárhagsaðstoð í febrúar síðastliðinn var kr. 995.379,-.

    Barnavernd
    Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
  4. Rauðikross Íslands
    Í bréfi svæðisfulltrúa Rauðakrossins er óskað eftir fulltrúa æskulýðs og félagsmálaráðs í starfshóp til að skoða málefni geðfatlaðra.  Samþykkt var að Sveinborg Kristjánsdóttir verði sá fulltrúi.
  5. Íþrótta- og leikjanámskeið ÍA og Akraneskaupstaðar
    Lögð fram skýrsla sumarsins 2000.
  6. Menntasmiðja kvenna á Akranesi
    Rædd málefni Menntasmiðju kvenna á Akranesi.  Æskulýðs og félagsmálaráð leggur til við bæjarráð að Símenntunarmiðstöðin verði fengin til að sækja um styrki til að tryggja áframhaldandi rekstur Menntasmiðjunnar að hausti.  Inga Sigurðardóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.

 Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 9:30

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00