Fara í efni  

Hafmeyjarslysið eftir Bjarna Þór Bjarnason

Á Suðurflös við Breið, landmegin við „Gamla vita“ sem reistur var árið 1918, er verk unnið úr riðfríu stáli og gert í minningu um „Hafmeyjarslysið“ sem varð árið 1905 rétt fyrir utan flösina. Listaverkið var keypt og reist fyrir tilstuðlan Kiwanisklúbbsins Þyrils á Akranesi árið 1998 í minningu þeirra 11 sem drukknuðu af sexæringnum Hafmeyjunni sem var að kom til Akraness úr Reykjavík. Meðal þeirra sem druknuðu þarna voru þrír bræður frá Innsta-Vogi við Akranes. Þeir voru að koma af vertíð og voru á leið heim. Einnig fórust þarna fimm systikyni frá Kringlu. Verkið afhjúpaði Herra biskup Karl sigurbjörnsson og flutti hann blessunarorð.

Bjarni Þór Bjarnason fæddist á Akranesi árið 1948 og ólst hér upp. Hann er sonur hjónanna Þórunnar Friðriksdóttur og Bjarna Eggerstssonar frá Kringlu, en það hús stendur enn, að nokkru breytt við Mánabraut hér í bæ. Bjarni var bæjarlistamaður Akraness árið 1997.
Bjarni stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og einnig m.a. í Danmörku. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á verkum sínum, á Akranesi og víðar.

Staðsetning

Við gamla vitann á Breið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00