Fara í efni  

Brjóstmynd af Þorgeiri Jósefsyni eftir Ríkharð Jónsson

Við horn Kirkjubrautar og Merkigerðis var árið 2005 komið fyrir brjóstmynd af Þorgeiri Jósefssyni, vélvirkjameistara og forstjóra Þorgeirs og Ellerts hf.

Vel var við hæfi að velja myndinni þennan stað því að við Kirkjubraut bjó Þorgeir með fjölskyldu sinni um áraraðir í húsum sem hann byggði neðst við götuna og einnig byggði hann Litla-Bakka við Vesturgötu, nálægt vesturenda Merkigerðis en í því húsi bjó Þorgeir sín fyrstu hjúskaparár.

Þorgeir sat um árabil í hreppsnefnd og bæjarstjórn á Akranesi og var þingsalurinn þá í grenndinni og í stjórn sjúkrahússins var hann um langa hríð.

Árið 1982 var hann gerður að heiðursborgara Akraness

Það voru starfsmenn hjá Þorgeiri og Ellert hf sem færðu Þorgeiri þessa brjóstmynd að gjöf á sextíu ára afmæli hans árið 1962.

Myndin er eftir Ríkharð Jónsson (d. 1972) sem kunnur var – og er – fyrir margs konar listaverk sín. Frummyndin, úr gypsi, er geymd á Byggðasafninu.

Staðsetning

Horm Kirkjubrautar og Merkigerðis

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00