Fréttir
Heilsuefling fyrir aldraða - stólaleikfimi
		
					24.02.2020			
															Heilsueflandi samfélag
							
	Heilsuefling - stólaleikfimi hófst miðvikudaginn 5. febrúar sl. að Kirkjubraut 40. Tímarnir eru alla miðvikudaga frá kl.12:15 til 12:45 og eru ætlaðir þeim sem EKKI hafa tök á að fara í heilsueflinguna að Jaðarsbökkum. Að meðaltali eru um 20 manns að mæta og hægt er að bæta við fleiri áhugasömum.
Lesa meira
	Bæjarstjórnarfundur 25. febrúar
		
					21.02.2020			
										
	1308. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.
Lesa meira
	Tímabundin lokun á hluta Vesturgötu vegna framkvæmda
		
					18.02.2020			
										
	Vegna framkvæmda við byggingu íbúða við Vesturgötu 49 og 51 verður tímabundið lokað fyrir umferð eins og meðfylgjandi mynd lýsir. Lokanir vara um einn til tvo daga í senn eða á meðan verið er að tæma gáma en stefnt er að verkinu ljúki á næstu sjö eða átta vikum.
Lesa meira
	Ný foreldrasamtök fyrir grunnskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit
		
					18.02.2020			
										
	Stofnfundur nýrra foreldrasamtaka, AK-HVA,  fyrir grunnskólanna á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit verður 25. febrúar nk. í sal Brekkubæjarskóla kl. 19:30. 
Lesa meira
	Sundlaugar á Akranesi lokaðar
		
					15.02.2020			
										
	Uppfært 16. febrúar kl. 10:00:
Jaðarsbakkalaug og Guðlaug opna kl. 10 í dag. 
Uppfært 15. febrúar kl. 14:00:
Stefnt er að opnun Jaðarsbakkalaugar og Guðlaugar á morgun 16. febrúar, ef hitastig næst í lag en það er vindkæling sem hefur þarna áhrif svo að mögulega næst ekki að opna á hefðbundnum tíma. Fréttin verður uppfærð. 
Sundlaugar á Akranesi, Jaðarsbakkalaug, Bjarnalaug og Guðlaug, verða lokaðar fram á mánudag. Er það vegna rafmagnstruflanir sem hafa verið á Vesturlandi undanfarið. Þær valda því að dælur veitukerfanna slá sífellt út og þar handvirkt að slá þeim inn aftur. 
Lesa meira
	Stofnanir opna á ný eftir veðurofsa
		
					14.02.2020			
										
	Eftirfarandi stofnanir hafa opnað á ný eftir veðurofsa sem gekk yfir suðvesturhornið:
Lesa meira
	Rauð viðvörun fyrir Faxaflóa – aftakaveður framundan
		
					13.02.2020			
										
	Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Faxaflóa og fleiri svæði á suðvesturhorni frá kl. 7 í fyrramálið 14. febrúar. Fólk er beðið að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.
Lesa meira
	Esjubraut opnar fyrir umferð
		
					12.02.2020			
										
	Seinni áfangi gatnaframkvæmda við Esjubraut frá gatnamótum Smiðjuvalla og Dalbraut að hringtorgi við Þjóðbraut átti að ljúka 1. desember síðastliðinn. Ástæður tafanna eru margþættar m.a. vegna viðbóta í greftri, fyllingu og lagnavinnu, ásamt viðbótarverka í hitaveitu og yfirborðsfrágangi, auk þess sem tíð í desember var verkinu ekki hagstæð. 
Lesa meira
	Danskur farkennari að störfum í grunnskólum Akraness
		
					06.02.2020			
										
	Britta Junge danskur farkennari kom til starfa í Brekkubæjarskóla og Grundaskóla í byrjun árs og mun hún starfa í skólunum til loka maí. 
Lesa meira
	Ráðstafanir á Vesturlandi vegna kórónaveirunnar
		
					01.02.2020			
															COVID19
							
	Á Vesturlandi hafa starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar HVE fengið fræðslu um kórónaveiruna og hafa leiðbeiningar verið settar upp fyrir almenning innan stofnanna. Sjúkrahúsið á Akranesi og heilsugæslustöðvar á Vesturlandi hafa fundið úrræði varðandi skoðunaraðstöðu og fyrir einangrun ef svo bæri að.
Lesa meira
	 
					 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 
  
 



