Fara í efni  

Tengjumst í leik (e. Invest in play) hefst á ný.

Foreldranámskeið Tengjumst í leik munu hefjast að nýju á leikskólum vikuna 2-5 september.

Námskeiðið hefur hlotið jákvæðar undirtektir foreldra á Akranesi á síðastliðnu skólaári. Efni námskeiðsins er byggt á áhrifaríkum leiðum í uppeldi barna, og áhersla lögð á tengsl, streitu stjórn og sjálfstraust foreldra og barna. Nánar má lesa um námskeiðið hér:

Kennsla og umræður fara fram vikulega í 12 vikur, frá 15:00-17:00.

Upplýsingar um skráningu á námskeið má finna á heimasíðum leikskólanna. Námskeiðið stendur foreldrum til boða án endurgjalds.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu