Fara í efni  

Teigasel óskað eftir tilboðum í lausar kennslustofur

Akraneskaupstaður óskar eftir tilboði í smíði á lausum kennslustofum við Teigasel.

Um er að ræða smíði á tveimur nýjum kennslustofum ásamt anddyri og hvíldarrýmum utan verkstaðar. Húseiningar skulu fluttar á verkstað og komið fyrir á steypum sökkulveggjum (bitum). Kennslustofunar skal smíða sem sjálfstæð hús þannig að hægt sé að flytja hvert hús í burtu síðar. Verktaki skal annast alla burðarþolshönnun á húsum og undirstöðum.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá mánudeginum 10. júní 2024 í gegnum útboðsvef Akraneskaupstaðar, slóð https://akranes.ajoursystem.net/

Tilboðum með umbeðnum gögnum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 11:00 föstudaginn 21. júní 2024.

Fundargerð opnunarfundar tilboða verður send öllum bjóðendum.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu