Starfi leikskóla á Akranesi lýkur kl. 14:30 þriðjudaginn 3. nóvember
		
					02.11.2020			
															COVID19
							
	Skóla- og frístundasvið í samráði við leikskólastjóra hefur ákveðið að starfi leikskólanna ljúki kl. 14:30 þriðjudaginn 3. nóvember til þess að starfsfólk leikskólanna hafi tækifæri til að skipuleggja starfið fyrir næstu tvær vikur og undirbúa starfið til samræmis við útgefna reglugerð heilbrigðisráðuneytisins frá 1. nóvember.
 
					 

 
  
 



