Fara í efni  

Rauðhærðasti Íslendingurinn 2022

Lilja Björk Sigurðardóttir vann titilinn rauðhærðasti Íslendingurinn árið 2022 á Írskum dögum sem standa nú yfir á Akranesi.  Keppnin var haldin í tuttugasta og þriðja skiptið og alls voru 40 einstaklingar skráðir til leiks í ár, sem er metþáttaka í keppninni um rauðhærðasta Íslendinginn. Sigurvegari hlaut í verðlaun 40 þúsund króna gjafabréf frá Iceland Air.

Lilja Björk er 22 ára frá Mosfellsbæ. 

Klettur Bjarmi Pétursson Hediðdísarson hlaut annað sæti í keppninni og Heiða Norðkvist það þriðja og hlutu þau gjafabréf frá Frystihúsinu í verðlaun.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu