Lokun við Akurgerði - bilun í vatnsveitu
29.04.2025
Almennt - tilkynningar
Hafin er framkvæmd á móts við Akurgerði 11, vegna bilunar í vatnsveitu þarf að brjóta upp gangstétt og mögulega hluta af götu vegna viðgerða á lögnum.
Áætlað er að verkið taki allt að 2 vikur, það skiptist í 2 áfanga, en í fyrri áfangi er hafinn og mun þurfa að loka fyrir umferð tímabundið á meðan framkvæmd stendur yfir.
Í áfanga 1 mun gangstétt við Akurgerði 11 vera lokuð ásamt innkeyrslu við Akurgerði 9 og 11.
Í áfanga 2 mun innkeyrsla um Akurgerði verða lokuð frá Heiðargerði en gangstétt opin við Akurgerði 12.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.