Hópmyndum unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi
		
					17.04.2020			
															COVID19
							
	Samhæfingarmiðstöð almannavarna sendir út tilmæli til foreldra en borið hefur verið á því að hópmyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi hefur verið að aukast. Ástæðan er líklega gott veður og jákvæðar fréttir sem hafa verið að berast um þróun mála hjá okkur í baráttunni við COVID-19. Hinsvegar þarf áfram að fylgja eftir smitvörnum og reglum sem eru í gildi og mikilvægt að halda fókus og sofna ekki á verðinum.
Akraneskaupstaður tekur undir þetta og hvetur foreldra til vitundar um að við verðum öll að halda áfram að fara eftir fyrirmælum og sporna gegn allri hópmyndun.
.
 
					 

 
  
 



