Breytt áætlun Strætó á Menningarnótt
22.08.2025
Almennt - tilkynningar
Breytt áætlun er á leið 57 á Menningarnótt hjá Strætó. Í stað ferðar frá Mjódd kl. 20.00 verður farið frá biðstöðinni við Skúlagötu kl. 22.40 með viðkomu í Mjódd á leið til Akraness.
Það kostar í þessa ferð en hægt er að greiða í landsbyggðarvögnum með debet- eða kreditkorti um borð í vagninum, reiðufé og Strætókortum.