Breyting á lokun við Akurgerði
07.05.2025
Almennt - tilkynningar
Vinna hefur hafist við áfanga 2 í framkvæmdum við Akurgerði og verður breyting á lokun í kjölfarið.
Ekki verður hægt að aka inn Akurgerði frá Heiðargerði og verður Akurgerði botnlangagata frá Laugarbraut. Innkeyrslur við Akurgerði 9 og 11 verða aflokaðar en innkeyrsla við Akurgerði 10 er aðgengileg íbúum.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.