Bæjarstjórnarfundur 24. mars
		
					20.03.2020			
										
	1310. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 1618, þriðjudaginn 24. mars kl. 17:00. Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna falla allir niður vegna samkomubanns sem er í gildi til og með 13. apríl.
 
					 

 
  
 



